Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 17
4 Þríðjudagur 15. október 2002 BÆNDABLAÐIÐ Evrópusamband landbúnaðaríns Erna Bjarnadóttir og Sigurgeir Þorgeirsson sóttu þing Evrópusamtaka landbúnaðarins (CEA) í Tallin í Eistlandi dagana 18.-20. september. Þar voru samankomnir bændur ásamt starfsmönnum bændasamtaka víðs vegar úr Evrópu, auk sendiboða Evrópusambandsins með Frans Fisschler framkvæmdastjóra landbúnaðarmála fremstan í flokki. Stækkun ESB til austurs Mikill mnnur á slöðu Inndbúnuðarmðln í peim Iðndum snm vilja í ESB Sameining Evrópu, eins og stækkun ESB er stundum kölluð, var að sjálfsögðu ofar- lega á blaði sem og þeir vaxtar- verkir sem henni fylgja. Mikill munur er á stöðu landbúnaðar- mála í þeim löndum sem sækjast eftir að ganga í ESB. í Slóveníu, sem er eínahags- lega vel á vegi stödd, er stuðningur við landbúnað á við það sem gerist innan Evrópusambandins en í Eistlandi hins vegar lítill sem enginn. Sem annað dæmi má taka Möltu, en þar er meðalbústærð 1,4 ha. Öllum þessum löndum er í upphafi boðinn í aðalatriðum sami stuðningur við landbúnað frá ESB, um 25% af því sem bændur í þeim 15 löndum sem þegar standa að sambandinu fá. Fulltrúar nýju landanna kvörtuðu einnig sáran yfir þeim kvótum sem þeim er út- hlutað og töldu þá bæði litla í sögulegu tilliti og eins myndu kvótamir, svo litlir sem þeir væru, standa í vegi fyrir framleiðniþróun í þessum löndum. Svör Fisshlers vom í grófúm dráttum á þá Ieið að kvótamir væm ákveðnir út frá upplýsingum sem þessi lönd hefðu sjálf lagt til og framleiðslutakmarkanir væm líka bændum í V-Evrópu fjötur um fót, þeir gætu vel framleitt meira en leyft væri í dag. Þessi umræða kristallaðist reyndar einnig í samtölum við fulltrúa Portúgals á ráðstefhunni. Landið varð aðili að ESB 1986 og var þá tiltölulega fátækt miðað við norðlægri ríki ESB. Kvóti Portúgala til nauta- kjötsffamleiðslu er innan við 15% af innanlandsneyslu, en fram- leiðslugeta í dag er mun meiri. Franskir bændur sem ffamleiða mikið af því nautakjöti sem flutt er til Portúgals í dag eru hins vegar ekki tilbúnir að gefa af sínum hlut til kollega sinna þar í landi. /EB Fjölþætt hlutverk 09 sjálfbær þróun landbúnaðar Óánægja bænda með boðaðan samdrátt í styrkjum og fráhvarf frá tengingu þeirra við umfang framleiðslunnar leyndi sér ekki á aðalfundi CEA í Tallin. Bænd- ur vilja fá greitt fyrir að fram- leiða, sagði Caroline Trapp for- maður sænsku bændasam- takanna, bæði fyrir framleiðslu á mat og öðrum almennum gæði, s.s. framlag til umhverfismála og sjálfbærrar þróunar. Miklar umræður urðu um þetta og þann vanda sem felst í að skilgreina og verð- leggja aðrar afurðir landbúnaðar en mat, og hvernig sanngjarnt væri að greiða bændum fyrir það framlag. Viðfangsefhið nálguðust menn úr ýmsum áttum, enda skilningur á hugtakinu greinilega misjafn. Það verður reyndar enn betur skiljanlegt þegar horft er til þess hve langt er á milli stöðu landbúnaðar í löndum eins og Hollandi, Dcuimörku, Möltu og fátækum ríkjum Austur-Evrópu, að ekki sé minnst á ísland og Noreg (formaður finnsku bænda- samtakanna sagði Norðmenn breyta olíu í mjólk). Þarna er um að ræða ólíkar landffæðilegar aðstæður, mikinn tekjumun og mikinn mun á ffamleiðni. Stór fyrirtæki láta einnig til sín taka í landbúnaði og kom m.a. ffarn sá ótti ffá A-Evrópuþjóðum að bændur framtíðarinnar yrðu ekki bændur í þess orðs merkingu, heldur dráttarvélastjórar hjá stórfyrirtækjum. Þá vaxa nú upp heilu kyn- slóðimar sem hafa mjög óljósar hug- myndir um hvemig matur er ffamleiddur, en gera um leið miklar kröfúr til öryggis mat- væla. Þetta gerir auknar kröfúr til bænda um að upplýsa neytendur og lýsti Caroline Trapp því hvemig Svíar hafa tekist á við þessa áskorun og telja sig hafa náð góðum árangri í að kenna sínum neytendum að treysta sænskum bændum og afúrðum þeirra. Til stuðnings því nefndi hún að verð og neysla á nautakjöti hefði lítið breytst þegar kúariða setti nautakjötsmarkaði víða annars staðar í Evrópu úr jafnvægi. /EB Stór fyrirtæki láta einnig til sín taka í landbúnaði og kom m.a. fram sá ótti frá A-Evrópuþjóðum að bændur framtíðarinnar yrðu ekki bændur í þess orðs merkingu, * heldur dráttarvélastjórar hjá stórfyrirtækjum. Endur- skoOun land- húnaðr stefnn ESB Á fundi CEA í Tallin ræddu bændur við þá full- trúa ESB sem þarna voru um endurskoðun land- búnaðarstefnunnar sem nú stendur yfir. Greinileg óánægja var með tíma- setningu hennar, þar sem fjárhagsrammi hennar hefur verið ákveðinn til 2006. Töldu bændur því verið að koma aftan að sér með því að nú væru boðaðar um- fangsmiklar breytingar á landbúnaðarstefnunni, sem að vísu fela ekki í sér mikinn samdrátt í útgjöldum heldur frekar breytingar á því hvernig stuðningnum er deilt út til framleiðenda. Skilaboð Fisschlers og annarra fulltrúa ESB voru hins vegar skýr, endur- skoðun væri óhjákvæmileg til að draga mætti úr stuðningi til lengri tíma, einkum stuðningi sem hefði áhrif á verð til framleiðenda (markaðstruflandi stuðn- ingi) bæði með stækkun ESB og WTO viðræðurnar í huga. Það er því ljóst að ESB stefnir á að færa stóran hluta af sínum stuðningi við landbúnað í "græna - boxið", á næstu árum. Fyrir lönd eins og Island og Noreg t.d. skiptir þessi þróun miklu því þessar þjóðir hafa í mörgu átt samleið innan WTO. Áhrif fátækra ríkja fara hins vegar vaxandi og hafa Cairns þjóðirnar laðað þær til fylgis við sína stefnu. /EB. 17 r i ' i V /V ’ HELODIP SPENADÝFAN Vistvæn <& árangursrík UTSÖLUSTAÐIR: ÖLL HELSTU MJOLKURBU OG BÚREKSTRARVÖRU- VERSLANIR LANDSINS Innflutningur og dreifing: PharmaNor hf. Heimasíða garðyrkjunnar Heimasíða garðyrkjunnar, www/gardyrkja.is, hefúr verið upp- færð að hluta og verður þeirri vinnu haldið áfram. Einnig er unnið að þróun nýrrar heimasíðu þar sem kostur verður á innbyrðissamskipt- um garðyrkjubænda, auk sífelldrar uppfærslu og upplýsingagjafar. í VERSLUN V&Þ ER MIKIÐ ÚRVAL AF KLIPPUM FYRIR BÚFÉNAÐ Rúningsklippur, kúaklippur, hundaklippur Brýnsluvélar fyrir kamba og hnífa Litlar snyrtiklippur Rafmagnsklippur Hleðsluklippur Barkaklippur KAR Þekktir fyrir þjónustu JArnhálsi z ■ no ReykjavIk ■ Sími: 5-800-200 ■ Fax: 5-800-220 ■ www.velar.is Óseyri 1a ■ 603 Akureyri ■ SÍMi: 461-4040 ■ Fax: 461-4044 y *

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað: 17. tölublað (15.10.2002)
https://timarit.is/issue/357528

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. tölublað (15.10.2002)

Aðgerðir: