Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15. oklóber 2002 Rjúpan er eftirsóttur fugl til veiða hér á landi og hefur verið nytjafugl um aldir. Fjöldi veiði- manna gengur árlega til rjúpna, en veiðunum fylgir útivist og spenna sem sífellt fleiri sækjast eftir. Þá er rjúpan eftirsótt sem jólamatur þúsunda landsmanna og hefúr verð á henni oft verið býsna hátt. A síðari áratugum hefúr ásókn í rjúpnaveiðar því verið gríðarmikil og frá 1995, þegar veiðikorta- kerflð var tekið upp, hefur meðalveiðin verið 148.000 fúglar á ári samkvæmt veiðiskýrslum. Fullkomnari tæki til veiða og ferðalaga hafa auðveldað aðgengi að veiðilendunum. Unnt er að komast nánast hvert sem er. Þetta veldur því að fúglinn á ekki það griðland sem áður var þegar gengið var til rjúpna og veiði- svæðið takmarkaðist af því hversu langt menn gátu gengið. Rjúpa var um tíma veidd til útflutnings. Flagtölur sýna að rjúpur voru fluttar úr landi á árunum 1864 - 1940, að undan- skildum fjórum hléum þegar ástæða þótti til þess að alfriða hana (1915, 1920- 1923, 1930- 1932 og 1940 - 1942). Langmestur varð útflutningurinn á tímabilinu 1900 - 1927 og mest var veiðin árið 1927 þegar 252.650 fúglar voru fluttir út. Rjúpnaveiðar eru ótvírætt hlunnindi sem fylgja lögbýlum og því til staðfestingar er nærtækast að vitna til laga nr. 64/1994 þar sem segir: „Landeigendum einum eru heimilar fúglaveiðar og ráðstöfúnarréttur þeirra á landareign sinni, nema lög mæli öðruvísi fyrir." Verulegur hluti allra rjúpnaveiða fer fram innan landareigna lögbýla og snertir því beint hagsmuni þeirra. Astand rjúpnastofnsins Umræður um að draga úr veiðiálagi á rjúpu hafa verið miklar á undanfömum árum. Skoðanir eru skiptar um áhrif skotveiða á stofninn og að hve miklu leyti eigi að grípa til friðunar. Það hefúr aukið umræðumar að undanfömu að sá sem mest hefúr rannsakað rjúpuna, Ólafúr K. Nielsen fúglafræðingur, hefur lýst ástandi rjúpnastofnsins í skýrslu frá 21. ágúst sl. þar sem m.a. kemur fram að „ef litið er til þess hvað verið hefúr af rjúpu í landinu síðustu 10 árin, þá hefúr stofninn að öllum líkindum ekki verið jafn fáliðaður í 100 ár a.m.k." Ólafur ræðir m.a. um stofnbreytingar á árunum 1981 - 2002 og segir þar að lokum: „Samkvæmt þessum niðurstöðum um ástand rjúpnastofnsins og alþjóðlegum viðmiðunum á íslenska rjúpan heima á válista sem tegund í yfirvofandi hættu." Þótt ýmsir telji að enn frekari rannsókna sé þörf áður en ákvarðanir um aðgerðir eru teknar, þá er það hverjum manni ljóst sem fylgst hefur með rjúpunni undan- farna áratugi að henni fækkar jafnt og þétt. Á þetta hafa tugir bænda og veiðimanna í flestum lands- hlutum bent á undanförnum árum. Þegar niðurstöðum rannsókna ber saman við álit þeirra sem á vett- vangi búa og fýlgjast grannt með lifnaðarháttum rjúpunnar, þá er sérstök ástæða til þess að taka mark á svo samhljóða niður- stöðunum. Grípa heföi átt til ffiðunaraðgerða strax í haust. Hvað er til ráóa? Fram hefúr komið að Náttúru- fræðistofnun íslands telur nauð- synlegt að grípa til aðgerða til vemdar rjúpunni og hefúr jafn- framt bent á að ofveiði sé nærtæk skýring á mikilli fækkun hennar. Undir það skal tekið hér. En hvað er til ráða? Fram hafa komið hugmyndir um leiðir til úrbóta, svo sem: Algiört veiðihann ffriðunt. stvtting veiðitíma. enn frekari takmarkanir á notknn vélknúinna farartækja við veiðar. hertar aðgerðir yegn fiölskotabvssum oy hálfsjálfvirkum skotvopnum. Sérstök friðuð svæði. söluhann og kvóti á veiðarnar. Friðun. Algjör friðun í nokkur ár er án efa raunhæfasta leiðin til árangurs. Það er sú leið sem fjöldamargir bændur hafa bent á, einkum þeir sem búa á svæðum þar sem rjúpum hefúr mjög fækkað. Við búum í landi sem býður upp á fjölþættar og gjöfúlar auðlindir og rjúpan er ein þeirra. Sjálfsagt er að nýta hlunnindi landsins en þó þannig að þau rými ekki. Ýmsum aðferðum er beitt á öðrum sviðum. Land er friðað fyrir beit og ágangi ef það er illa farið. Veiði er takmörkuð í ám og vötnum. Fiskistofnamir við strendur landsins njóta vemdar eftir ákveðnum reglum. Tegundir í hættu em alffiðaðar o.s.ffv. Rjúpan og nýting hennar eru verðmæt hlunnindi fyrir Iandeigendur, veiðimenn, ýmsar þjónustugreinar og almenning. Þegar ástand rjúpnastofnsins er orðið jaffi slæmt og lýst hefúr verið er það allra hagur og augljóst mál að grípa verði til aðgerða til að byggja hann upp á ný. Að halda að sér höndum er óskynsamlegt þegar til eru leiðir til uppbyggingar með ffamtíðamýtingu í huga. Jafnframt er fúll ástæða til þess að huga að fleiri þáttum heldur en veiðum. Hvað á fjölgun refa og minks mikinn þátt í fækkun rjúpunnar? Það er verðugt verkefni, samhliða tímabundinni friðun rjúpunnar, að fækka ref, villimink og mávum. (Á síðari árum hefur sílamávur haldið sig í flokkum inn til landsins í sumum landshlutum ffam eftir öllu sumri og liggur í eggjum og ungum annarra fúgla). Veiðitími. Veruleg stytting árlegs veiðitíma er leið sem án efa myndi draga umtalsvert úr veiðum og þar með hlífa stofninum. Vel kemur til greina að miða árlegan veiðitíma við einn mánuð, t.d. nóvember. Samkvæmt veiðiskýrslum veiðist nærri helmingur þess sem nú er veitt á fyrstu sextán dögum veiðitímabilsins, þ. e. frá 15. - 30. október. Með styttingu veiðitímans mundi veiðiálagið eflaust aukast eitthvað á þeim tíma sem veiðar yrðu leyföar, en augljóst ætti að vera að veiðar í nóvember ná aldrei að verða eins Bændablaðið/Pálmi Guömundsson. miklar og á jafnmörgum dögum í október. Náttúran sjálf kemur rjúpunni til hjálpar með skemmri birtutíma og meiri líkum á snjó. Hér er því vissulega um raunhæfa leið að ræða til þess að draga úr veiðum, leið sem hvorki mismunar landeigendum né veiðimönnum. Veiðitækni. Hertar aðgerðir gegn fjölskotabyssum og hálfsjálfvirkum skotvopnum, ásamt enn frekari takmörkunum á notkun vélknúinna farartækja við veiðar, eru aðgerðir sem fyrst og fremst snúa að hertu effirliti. Slíkt getur eflaust, ef vel tekst til, skilað einhverjum árangri en er ekki varanleg lausn. Friðuð svæði. Frá 1999 hefur verið í gildi algjört bann við rjúpnaveiði í nágrenni Reykjavíkur, sem í grófúm dráttum nær yfír sunnanverðar Esjuhlíðar, Mosfellsheiði og Bláfjöll. Frá og með þessu hausti verður þetta friðaða svæði stækkað, og afmarkast þá að austan af Sogi og Ölfúsá. Á meðan ffiðaða svæðið miðaðist eingöngu við næsta nágrenni Reykjavíkur virðist sem menn hafi sætt sig að mestu við þessa ráðstöfún, enda er þetta svæði mikið útivistarsvæði fyrir íbúa á höfúðborgarsvæðinu öllu. Á meðan veiðar á svæðinu voru leyföar var almenn útivist ekki hættulaus á rjúpna- veiðitímanum. Hins vegar horfir þetta öðruvísi við þegar stækka á svæðið verulega. Höfundur hefur orðið var við umtalsverða gagnrýni á þá ráðstöfún. Með þessu er verið að auka veiðiálag á önnur svæði sem strax dregur úr gildi friðunarinnar. í öðru lagi er innan þessa svæðis fjöldi lögbýla sem eiga sinn rétt til veiða á meðan veiðar eru leyföar á annað borð. Þessir rétthafar hafa ekki verið spurðir álits né við þá haft samráð og íhuga einhverjir þeirra að krefjast ógildingar á þessari ráðstöfim vegna þess að þeim er bannað að nýta fom hlunnindi jarða sinna. Þessi leið mun trúlega fyrst og fremst leiða til ágreinings og togstreitu. Líklegra til árangurs væri að taka undir og aðstoða þá landeigendur, sem þess hafa óskað, að veiðitíminn verði styttur eða rjúpan ffiðuð. Sölubann. Algjört sölubann bæði í verslanir og manna á milli er leið sem dálítið hefúr verið rædd og ýmsir telja vænlega. Siíkt bann kemur alls ekki til greina að mati undirritaðs, af eftirtöldum ástæðum. Með því er verið að banna landeigendum (og veiðimönnum) að bjóða til sölu hlunnindaafúrð sem leyfilegt er að nýta á vissum árstíma; hlunnindi sem hafa verið nýtt og seld síðustu 150 ár eða lengur. Hlunnindi sem fylgja jörðum og auka verðgildi þeirra. Með þessari hugmynd er komið til móts við sjónarmið sportveiðimanna en möguleikar landeigenda skertir verulega til hefðbundinna hlunnindanytja. Verslun með rjúpu mun eiga sér stað eftir sem áður, en hún mun öll verða á sk. svörtum markaði, því að rjúpa er eftirsótt. Hinir sk. "stórveiðimenn" sem bæði koma úr hópi bænda og sportveiðimanna munu auðveldlega finna sér farveg þrátt fyrir sölubann. Það er rangt og óeðlilegt að lögin beini nýtingu þessara hlunninda í farveg verslunar sem kemur ekki ffam og verður ekki skráð á jörðina sem eðlileg hlunnindi. Segja má að ef þessi leið er farin þá geti landeigendur náð sínum tekjum vegna rjúpnaveiða með því að leigja veiðilendur til sportveiðimanna, en hvað með þá sem vegna legu jarðanna eiga þess vart kost og vilja nýta hlunnindi sín sjálfír og hafa af þeim tekjur? Kvóti. Því er fljótsvarað að einhvers konar kvóti á veiðimenn eða svæði er óffamkvæmanleg leið, útilokað er að beita því eftirliti sem þarf til þess að þessi leið komi til greina. Framtiðarnýting Fram hefúr komið að rjúpan er auðlind sem nýta á með skynsamlegum og skipulögðum hætti, einkum með það í huga að viðhalda stofninum, þeim tekjum og þeirri ánægju sem þessi sérstaka auðlind gefúr. Hér verður sú hugmynd viðruð að um nýtingu rjúpunnar (og e.t.v. fleiri fúglategunda) verði það skipulag tekið upp sem gilt hefúr lengi um lax- og silungsveiöi. í lögum um lax og silungsveiði segir í 44. gr.: „Skylt er mönnum að gera með sér félagsskap um skipulag veiði í hverju fiskhverfi, svo fljótt sem kostur er." Síðan eru í lögunum ítarleg ákvæði um það hvemig að málum skuli staðið, þar á meðal um hagnýtingu og friðun. Vel má hugsa sér að land- ffæðilega afmarkað og allstórt

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað: 17. tölublað (15.10.2002)
https://timarit.is/issue/357528

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. tölublað (15.10.2002)

Aðgerðir: