Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 15. október 2002 BÆNDABLAÐIÐ 23 Aðfanga- eftinlitið veitip viðurkenningar Á vef aðfangaeftirlitsins er skýrt frá því að aðfangaeftirlitið hafi veitt nokkrum aðilum sem flytja inn og/eða blanda og markaðssetja fóður eða blanda fóður fyrir eigin skepnur, viðurkenningu til að nota í blöndumar aukefni eða forblöndur með aukefhum sem eru í meiri styrkleika en leyfilegt er að nota beint fyrir skepnur, samanber ákvæði í 8. gr. og 14. viðauka reglugerðar nr. 340/2001. Samkvæmt þessum reglum mega þeir einir nota þessi aukefni og hráefni til fóðurgerðar eða sölu sem til þess hafa nauðsynlega þekkingu, aðstöðu og búnað þannig að þynningarferlið í framleiðslunni tryggi að ekki sé farið yfir það hámarksmagn sem leyfilegt er af þeim efhum sem um ræðir. Aðrir aðilar en þeir sem hlotið hafa viðurkenningu mega því ekki flytja inn, kaupa, selja og/eða nota umrædd sefni í þeim styrkleika sem um ræðir. ISO-mænirinn birta og _________ loflræsting VÉLAVAL-Varmahlíðhf s: 453-8888 fax: 453-8828 net: velaval@velaval.is vefbr: tvwvv.velaval.is Eftirliti með sjókvíaeldi ábótavant? GrafaMgl mðlðM Á aðalfundi Landssambands veiðifélaga í sumar voru ítrekað- ar fyrri samþykktir þess um þá hættu sem samfara er sjó- kvíaeldi á norskum laxi hér við land, gagnvart villta íslenska laxastofninum. Þetta kemur fram í Fréttabréfi sambandsins og síðan segir: „Fundurinn telur að eftirliti með sjókvíaeldinu sé mjög ábóta- vant vegna þess meðal annars að fjármagn skortir til að tryggja öruggt og gott eftirlit bæði með rekstri og búnaði öllum. Skorar fúndurinn á fjárveitingavaldið að bæta úr í þessu efni svo að allt sé gert til að draga úr þeirri hættu sem samfara er þessum rekstri." Ekkert fjármagn Oðinn Sigþórsson er formaður Landssambands veiðifélaga. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að því miður væri það staðreynd að fjárveitingar til þessa verkefnis hefðu ekki komið eins og lofað var og nauðsynlegt er. „Veiðimálastjóraembættið sem hefur þetta eftirlit með höndum er fáliðað embætti og það hefur ekkert verið styrkt til að takast á við þetta verkefni. Það hefur hreinlega ekki verið byggt undir þennan eftirlitsþátt fjárhagslega þannig að hann geti farið fram. Þess vegna er eftirlit með sjókvía- eldinu mjög takmarkað. Ég fór með veiðimálastjóra á fund fjár- laganefndar síðastliðið haust til að reyna að afla fjár til verkefhisins. Við fengum því miður engin við- brögð við þeirri ósk," segir Óðinn. Alvarlegt mál Aðalsjókviaeldisstöðvar landsins eru í Öxarfirði, Mjóafirði og Seyðisfirði. Óðinn segir að ffamkvæma þurfi grunnvinnu sem felist í því að útbúa ákveðna staðla og reglur sem gildi um sjókvíaeldi og síðan að sjá til þess að þessum reglum sé framfylgt. Þetta segir Óðinn að hafi ekki verið gert. „Þetta er þvert ofan í þau lof- orð sem okkur voru gefin þegar yfirvöld tóku þá ákvörðun að leyfa eldi á norskum laxi í sjó. Þetta er grafalvarlegt mál að okkar mati. Við stöndum vörð um sjálfbæran atvinnuveg sem er mjög arðsamur fyrir þjóðfélagið. Vissulega hefur verið niðursveifla í laxveiðinni síðustu ár en í sumar kom hún upp aftur og því horfum við bjartsýnir ffam á veginn, því þessi at- vinnuvegur stendur sterkur. Þess vegna erum við óánægðir með að menn skuli taka þá áhættu sem eldinu á norska laxinum fylgir, ekki síst í ljósi þess að sjókvíaeldi er áhættusöm atvinnugrein sem ekki hefúr rekstrargrundvöll hér- lendis á meðan stangveiðin skilar gríðarlegum verðmætum í þjóðar- búið," sagði Óðinn Sigþórsson. Endurskoðun laga um lax- og silungsveiði mun taka drjúgan tíma Endurskoðun laga um lax- og silungsveiði er nú hafin. Þriggja manna nefnd var skipuð til að endurskoða lögin og semja síðan lagafrumvarp fyrir landbúnað- arráðuneytið um nauðsynlegar breytingar. Páll S. Flreinsson lagaprófessor á sæti í nefhdinni. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að nefndin væri komin vel af stað og væri nú að ijalla um erfiðasta málið í endurskoðun laganna, sem væri atkvæðisrétturinn í veiði- félögunum. Hann sagði að kallað hefði verið eftir því frá Landssambandi veiðifélaga að þau leggðu niður fyrir sér hvað þeim finnist þurfa að taka til skoðunar eða breyta í lögunum, og það hafi þau þegar gert. Páll segir að það sé ekki spuming að atkvæðisrétturinn í veiðifélögunum sé það mál sem heitast brennur á mönnum í veiði- félögunum. Hann sagðist eiga von á því að það yrði meðal erfiðustu álitaefhanna. Nú er það þannig í veiði- félögunum að eitt atkvæði fylgir hverri jörð, burtséð ffá því hve mikið land jörðin á að ánni eða vatninu. Jafhvel þótt einstaklingur búi á fleiri en einni jörð sem eiga land að á eða vatni, hefur hann bara eitt atvæði. Páll sagði að ffumvarpið yrði ekki lagt fyrir á Alþingi í vetur. Hann sagðist eiga von á því að það geti tekið allt að tvö ár fyrir nefndina að ljúka störfum. Mikil áhersla væri lögð á að vinna málið í góðri samvinnu við Lands- samband veiðifélaga og taka tíma í að ræða helstu vandamálin, en þess vegna yrði starfið nokkuð tímaffekt. LBH ■s^r Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Starfsmenntanám í búfræði Innritun nýnema í bændadeild LBH stendur nú yfir. Kennsla hefst 6. janúar 2003. Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára, hafa reynslu af landbúnaðar- störfum og hafa lokið minnst 36 einingum í framhaldsskóla. Umsóknarfresturertil 25. október 2002. Námið er fjölbreytt starfsmenntun í landbúnaði með áherslu á nautgriparækt og sauðfjárrækt. Frekari upplýsingar er að finna á www.hvanneyri.is, og á skrifstofu skólans í síma 437 0000, eða hjá kennslustjóra, Birni Garðarssyni, netfang: bjorng@hvanneyri.is Rektor Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er staðsettur í hjarta Borgarfjarðar. Þar er boðið upp á háskólanám í búfraeði, landnýtingu og umhverfisskipulagi, ásamt starfsmenntanámi i búfræði (Bændadeild). Auk þessa er boðið upp á fjarkennslu sem miðast við þarfirstarfandi bænda. Á Hvanneyri er góð aðstaða fyrir fjölskyldur, m.a. er bæði leikskóli og grunnskóli á staðnum. BÆNDUR! Rafmagnsgirðingar á góðu verði. NORDPOST / SKJALDA PÓSTVERSLUN Arnarberg ehf OPIÐ 09:00-17:00 sími 555 - 4631 & 568 - 1515 Dugguvogi 6-104 Reykjavík Bændablaðifi - blafi hinna dreiffiu byggða! Til sölu greiðslumark til mjólkurframleiðslu Akureyrarbær óskar eftir kauptilboðum í greiðslumark til mjólkurframleiðslu. Um er að ræða 33.174 lítra sem fylgt hafa jörðinni Ytri-Skjaldarvík, Hörgárbyggð. Tilvonandi sala mun gilda frá og með verðlagsárinu 2002-2003 (gildir því frá og með 1. september sl.). Greiðslumarkið/kvótinn verður seldur í heild eða hlutum, þannig að í tilboði er hægt að gera ráð fyrir mismunandi verði fyrir mismunandi lítramagn. Tilboð skulu berast Akureyrarbæ, b/t Inga Þöll Þórgnýsdóttir, bæjarlögmaður, Geislagötu 9, Akureyri, eigi síðar en kl. 14:00 þann 25. október 2002. Akureyrarbær áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðsgjafar eru bundnir við tilboð sín þar til þeim hefur verið hafnað, þó aldrei lengur en til 1. nóvember 2002. Nánari upplýsingar veitir bæjarlögmaður í síma 460-1000. Verktakar í landbúnaði Vinna er hafin við Handbók bænda 2003. í bókinni verður skrá yfir verktaka í landbúnaði. Þeir sem bæst hafa við frá því í ársbyrjun árið 2002 og vilja komast á þjónustusíðurnar eru beðnir að hafa samband við Tjörva Bjarnason hjá útgáfu- og kynningarsviði Bændasamtakanna í síma 563-0300. Netfangið er tjorvi@bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað: 17. tölublað (15.10.2002)
https://timarit.is/issue/357528

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. tölublað (15.10.2002)

Aðgerðir: