Bændablaðið - 25.11.2003, Page 20

Bændablaðið - 25.11.2003, Page 20
20 Bændablaðið Þridjudagur 25. nóvember 2003 Taka þátt á tveggja ára fresti Nú tóku mjólkuriðnaðarmenn frá Færeyjum, Noregi og Svíþjóð þátt í sýningunni í fyrsta sinn. Islendingar hafa markað þá stefnu að taka þátt í sýningunni á tveggja ára fresti en hitt árið er efnt til Ostadaga í Reykjavík. Hœgfœra þróun Alls voru rösklega 1500 sýnishorn mjólkurafurða á sýningunni. Kunnugir segja að nú hafi hægfara þróun einkennt sýninguna en eins og margir muna þá hrökk samkoman við þegar Islendingar kynntu LGG til sögunnar fyrir tveimur árum. A sýningunni voru veitt sérstök verðlaun fyrir óvenjulega eða nýstárlega vöru og þau féllu í skaut Arla sem kom fram með á matarrjóma með 2,5% hveitiblöndu - með öðrum orðum þá þarf ekki lengur að setja hveiti í sósuna... Mikil sérhæfmg Sum þeirra sýna sem Islendingar sendu í keppnina eru orðin fast að því fáséð í Danmörku en samruni í dönskum mjólkuriðnaði hefur gert það að verkum að sérhæfing eykst stöðugt; vörur sem ekki seljast í nógu miklum mæli hafa horfið af sjónarsviðinu. I þessu sambandi má t.d. nefna maribúost sem varla sést lengur í dönskum verslunum. Þá framleiða Islendingar mjólkurvörur sem þekkjast vart á hinum Norðurlöndunum og má nefna LGG sem dæmi um það. Sérhæfingin og samruninn í iðnaðinum er slíkur að það má segja að það sé aðeins Arla sem framleiðir smjör. Islenska ferskvaran náði langt Islensku ferskvörumar vom dæmdar með öðrum sams konar vömm ffá hinum keppnisþjóðunum en íslensku ostamir vom í einum flokki þannig að þeir kepptu innbyrðis. Góð útkoma íslensku ferskvaranna (konsum) verður enn glæsilegri þegar þetta er haft í huga. "Ferskavara sem fær verðlaun á þessari sýningu hefur einfaldtega náð langt", sagði einn viðmælanda blaðsins en þetta var í fyrsta skipti á sýningunni sem ferskvöm frá Danmörku, Svíþjóð, íslandi, Noregi og Færeyjum - 459 sýnum - var steypt saman og dæmt á milli þeirra. Vel á annaó þúsund ostur! Til þess að gefa fólki örlitla hugmynd um umfang verksins þá mættu dómarar sýningarinnar til Danmerkur tveimur vikum fyrir hana og hófú verk sitt. Ferskvörusýnin vom um 500 og þeim var skipt niður í fjóra flokka en fimmtán dómarar dæmdu þessi sýni. Ostar sem komu til dóms vom vel á annað þúsund en 105 dómarar - sem skipt var niður í fimm manna flokka - dæmdu ostana. Þrír íslendingar I dómnefndum Þess má geta að þrír íslendingar sátu í dómnefndum; tveir vom I dómnefnd sem dæmdi ferskvörumar en einn í dómnefnd sem annaðist um ostana. íslensku dómaramir vom þeir Geir Jónsson (OSS), Auðunn Hermannsson (MBF) og Júlíus Kristjánsson (Norðurmjólk). Litagleði og fagmannlega unnar mjólkurumbúðir Danskir mjólkuriðnaðarmenn sem Bændablaðið ra;ddi við á sýningunni sögðu gæði og úrval mjólkurvara á Islandi vekja athygli og sömuleiðis litagleði og fagmannlega unnar umbúðir. Sá samanburður sem iðnaðurinn fær í Heming er dýrmætur - hvort sem horft er til bænda, þeirra sem starfa í mjólkuriðnaðinum eða neytenda. Bændur sjá að mjólkin - hráefnið - stendur sambærilegu hráefni fyllilega á sporði og þeir sjá sömuleiðis að mjólkursamlögin leggja mikið af mörkum til þess að geta boðið neytendum úrval mjólkurvara. Starfsmenn í mjólkuriðnaði fá tækifæri til að fýlgjast með því sem er nýjast og best í faginu og neytendur fá óháðan vitnisburð sem staðfestir að á íslandi er mjólkuriðnaðurinn að bjóða þeim jafn gott og á stundum betra úrval mjólkurvara en gerist og gengur annars staðar. F.v. Helgi Jóhannesson, framkvæmdastjóri Norðurmjólkur, Friöjón Jónsson, mjólkur- fræðingur, Stefán ívar Hansen, vélvirki og Oddgeir Sigurjónsson, mjólkurfræðingur. Helgi Jóhannesson, framkvæmdastjóri Norðurmjólkur á Akureyri, var ytra til að fylgjast með framgangi þeirra vara sem Norðurmjólk sendi á sýninguna en auk þess var tilgangurinn með ferðinni að skoða vélbúnað - svo sem nýtt stýrikerfi í samlagið. Um er að ræða tölvukerfi sem kostar tugi milljóna. "Hér erum við að þrengja rammann og ræða við þá aðila sem framleiða slík kerfi," sagði Helgi. Að- spurður bætti hann við að það væri afar dýrmætt fyrir fyrirtæki á borð við Norð- urmjólk að sjá hvemig það stæði sig í samanburðinum. Ef vara næði ekki þeim árangri sem að hefði verið stefnt þyrftu menn að taka sig á. Helgi sagði að ostar frá Norðurmjólk hefðu fengið jafna og góða dóma og hann sagðist vera sáttur við út- komuna í heild. "Það er gríðarlegur hraði í þróuninni hér í Danmörku," sagði Helgi, "en ástæðan er fyrst og ffernst sú að samkeppnisum- hverfið er erfitt. Athygli vekur hve vel Danir leysa úr þeim verkefnum sem upp koma og við getum lært af þeim hvað þetta varðar. Vissulega skipta vélar, tæki og vömr miklu máli en ég horfi ekki síst á það sem hér er gert í mjólkursamlögunum. Hér á ég við þá áherslu sem lögð er á hag- kvæmni og hvemig menn nýta þann búnað sem til er í framleiðslugreininni." Danskur drengur ánægður eftir að hafa uppgötvað íslenska vöru! Dalabrie, Þykkmjólk og Biomjólk. Þessar vörur fengu sérstök heiðursgullverðlaun á sýningunni. Skagfírðingarnir og mjólkurfræðingarnir Helgi Ragnarsson (t.v.) og Jón Þór Spáð og spekúlerað í innihald og Jósepsson, frá Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfírðinga, voru að skoða sýninguna umbúðlr.___________________ þegar Bbl. hitti þá að máli. Rétt eins og fleiri þá voru þeir önnum kafnir við að skoða nýjungar af ýmsu tagi - jafnt vélabúnað og mjólkurvörur. Mjólkursamlag KS sendi nokkrar vörur á sýninguna og þeir félagar voru sáttir við þá dóma sem vörurnar fengu, en hnetu- og karamellusúrmjólk fékk bronsverðlaun en kúmenmaribúostur frá KS fékk gullverðlaun. Ferskar mosarellukúlur frá KS fengu bronsverðlaun. Jón Þór sagði að á liðnum mánuðum hefðu þeir átt við að glíma ákveðið vandamál varðandi framleiðslu á mosarellukúlunum en á sýningunni hefðu þeir getað heimsótt fjölmarga aðila sem hefðu haft þekkingu á vandanum og ráðlagt þeim heilt. A einu síðdegi hefðu þeir fengið upplýsingar sem annars hefði tekið vikur eða jafnvel mánuði að fá. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér mjólkurtækni- skólann í Dalum, Land- brugsvej 55, 5260 Odense S, ættu að fara á heimasíðuna www.dalumts.dk Tilgiiiigiirina er aö veita framleiOendum gæialegt aOtiald - segir Magnús Ólaísson, forsQóri Osta- og smjörsölunnar Osta- og smjörsalan er sá aðili sem annast samskipti við aðstandendur sýningarinnar í Heming. Magnús Olafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, sagði í samtali við Bændablaðið að tilgangurinn með mjólkurvörusýningunni í Heming væri að veita framleiðslufyrirtækjunum aðhald í gæðum. "Markmiðið er að íyrirtækin sendi frá sér vörur með mikil og jöfn gæði. A þessari sýningu fá islenskir bændur upplýsingar um þá staðreynd að hráefnið, sem síðar er notað í margvíslegar vörur, er fyllilega sambærilegt við það besta sem gerist í nágrannalöndum okkar. Þátttaka í svona sýningu - og sú vinna sem starfsmenn mjólkurvinnslufyrirtækjanna leggja á sig - tryggir svo neytandanum vörur sem eru fyllilega sambærilegar á við það besta sem hægt er að finna í verslunum í hinum Norðurlöndunum." Langflestir ef ekki allir mjólkurfræðingar landsins eru menntaðir í Dalum í Danmörku. Það fer ekki hjá því að þegar þeir fara utan og taka þátt í sýningu á borð við þá sem var í Heming að þeir hitti gamla vini og kunningja. Hvaða máli skipta þessi sambönd þegar íslenskur mjólkuriðnaður er annars vegar? Magnús minnir á að persónuleg sambönd og góður kunningsskapur við danska mjólkurfræðinga hefur hvað eftir annað komið sér vel fyrir mjólkuriðnaðinn. Það megi fullyrða að vinátta við starfsmenn innan danska mjólkuriðnaðarins hafi sparað jafnt tíma og beinharða peninga. "En fleira skiptir máli. Islendingamir sem fara utan halda saman og kynnast líka. Hér ræða menn um gæði og gæðastaðla og fjölmargt sem er atvinnuveginum til framdráttar." En hvað gerist þegar sýningunni lýkur? Hvemig heldur umræða um úrslitin áfram þegar mjólkurfræðingamir koma heim? Þegar blaðið kemur út verður nýlokið fúndi á Akureyri þar sem dómamir ytra hafa verið teknir, metnir og ræddir ofan í kjölinn. Magnús sagði að fúndir af þessu tagi hefðu verið haldnir áður og þeir væm ómetanlegir. Islensku dómaramir þrír áttu að leiða umræðuna á Akureyrarfundinum. "Þátttaka í þessari sýningu skiptir miklu máli fyrir okkar, en þátttakan kostar okkur mikla vinnu. Þannig þarf að senda vörur út til dæmingar tveimur vikum fyrir sýningu og aftur þegar hún hefst. Tilgangurinn með þessu öllu er að veita framleiðendum gæðalegt aðhald. Þetta er auðvitað skemmtilegt þegar vel gengur og við sjáum að Islendingar standa jafnfætis því besta sem boðið er upp á hér ytra. "Hinir mörgu dómarar yfir eitt hundrað talsins em afar hæfir í sínu fagi og sjá fljótt hvað betur má fara ef eitthvað er að. Þegar slíkt kemur upp á fá framleiðendur athugasemdir og ráð, sem þeir geta nýtt sér þegar heim kemur. " sagði Magnús Ólafsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.