Bændablaðið - 25.11.2003, Qupperneq 22

Bændablaðið - 25.11.2003, Qupperneq 22
/ 22 Þridjudagur 25. nóvember 2003 Ný og gjörbreytt aðstaða í Sænautaseli Dekkafi borflí fjáPhfisinu í alR sumar Það var sumarið 1994 sem byrjað var að selja veitingar í Sænautaseli í Jökuldalsheiði. Reksturinn hefur verið með svipuðu sniði siðan, kaffi og lummur hafa verið á boðstólum * yfír ferðamannatímann. En fjöldi gesta hefur vaxið jafnt og þétt ár frá ári. I vor urðu nokk- ur þáttaskil í starfscminni þegar nýtt cldhús, liðlcga 40 fermetrar að stærð, var tekið í notkun. Það er áfast við fjárhúsið sem byggt var upp um svipað leyti og gamli bærinn. Með tilkomu þessa nýja eldhúss var fjárhúsið gert að matsal og er þar nú langborð eftir endilöngu húsinu sem 34 geta setið við samtímis og notið veitinga. „ Þessi nýja aðstaða er alveg gerbreyting frá því sem áður var þegar ég var með þetta í gamla bænum þar sem aðeins var pláss fyrir 14 við eldhúsborðið og öll aðstaða ákaflega frumstæð," sagði Lilja Óladóttir, á Merki á Jökuldal, sem séð hefur um veitinga- reksturinn í Sænautaseli frá upp- hafi. Lilja segir að nýja húsið hafi verið fullbygg seint á sumrinu 2002 og þá formlega tekið í notkun, hins vegar hafi þá verið eftir að fá í það nauðsynlegan búnað. Húsið er byggt úr timbri en torfhleðsla með hliðarveggjum og torf á þaki. Lilja segir að nú sé að baki Bændablaðið ---------------------?— mesta ferðamannasumar síðan hún byrjaði í Sænautaseli. Þessa aukningu segir hún að megi skýra með þeim miklu framkvæmdum sem nú eru í gangi inni á hálendinu en önnur aðalleiðin á ffam- kvæmdasvæðið er einmitt um Jökuldalsheiðina. Hún segir að fjöldi manns hafi farið þama um í þeim tilgangi að kanna athafha- svæðið við Kárahjúka en líklega hafa fæstir gert sér grein fyrir hvað þama er um að ræða langa leið og seinfama því það hafi verið um fímm tíma akstur frá Skriðu- klaustri í Fljótsdal inn að Kára- hjúkum og þaðan niður í Sæ- nautasel í sumar. Því hafi fólk oft komið seint til hennar í sumar og af samtölum við fólk sé Ijóst að margir hafi ekki gert sér í hugarlund hvað langt sé á milli staða þar sem veitingar em á boð- stólum á þessu svæði. Auk þess að annast veitingasölu sér Lilja um að sýna ferðafólki gamla bæinn. Við það nýtur hún góðrar aðstoðar bræðranna Skúla og Eyþórs Guðmundssona, sem ólust upp í Sænautaseli á sínum tíma, og dveljast þar að jafnaði talsverðan tíma á hverju sumri og fræða fólk um búskaparhætti og mannlíf á heiðinni hér áður fyrr. > \ Hæltuleg efni og nanOsynleg aðgæsla Ýmis varasöm efni eru notuð í landbúnaði. Sveitabýli eru að því leyti sérstakur vinnustaður að þau eru í flestum tilvikum einnig heimilisvinnustaðir, þ.e. heimilis- fólkið kemur að starfseminni og þar með talin böm og unglingar. Merkingar hættulegra efna Efni og vörutegundir eru flokkuð eftir því hversu hættuleg þau eru og merkt samkvæmt eftirfarandi: Hér á eftir er dæmi um upplýsingar sem eiga að vera utan á umbúðum um tiltekið sótthreinsandi þvottaduft (annað efni en það sem olli ofannefndu slysi): Ætandi. Hættulegt við inntöku. Myndar eitraðar lofttegundir við snertingu við sýru. Geymist á þurrum stað. Berist efnið í augu skolið þá strax vandlega með miklu vatni og leitið læknis. Notið viðeigandi hlífðarhanska og hlífðargleraugu/andlitsgrímu. Varist innöndun reyks við bruna eða sprengingu. Geymist þar sem börn ná ekki til. Einnig er um að ræða sérstakan vinnustað að því leyti að bömin alast upp við það að vera með í fjósinu og annars staðar áður en þau em farin að geta hjálpað til við störfm. Þess vegna er sér- staklega mikil þörf á aðgæslu vegna notkunar varasamra efna. Nýlega slasaðist lítið bam vegna þess að það komst í brúsa með fljótandi hreinsiefni fyrir mjólkurkerfi. Afleiðingamar urðu þær að bamið brenndist innvortis. Ekki er talið að mikið af efhinu hafi farið ofan í bamið þannig að betur fór en á horfðist. Geymsla hœttulegra efna Strangar reglur gilda um geymslu hættulegra efna eins og hreinsiefnanna sem að ofan er getið. Varasöm efni skal geyma í sérstökum efnageymslum þannig að óviðkomandi hafi ekki aðgang að þeim. Hættuleg efni á að geyma í læstri geymslu, aðskilin frá öðrum efhum. Tx Xn * C Öryggisleió- beiningar ú íslensku Umbúðir eiga að vera merktar á íslensku. Þegar varasöm efni eða vömr em notaðar á vinnu- stöðum þá eiga öryggisleiðbein- ingar á íslensku að fylgja með kaupandanum að kostnaðarlausu. Sá sem afhendir hættuleg efhi til notkunar á vinnustöðum, hvort sem það er framleiðandi, inn- flytjandi, seljandi eða dreifmgar- aðili, á að sjá viðtakanda fyrir öryggisleiðbeiningum. Sá sem notar hættuleg efni við atvinnurekstur, þ.á m. búrekstur, á að sjá til þess að öryggisleið- beiningar séu til staðar þar sem efnin em notuð. Hann á því að óska eftir að fá öryggisleiðbein- ingar þegar hann fær slíkt efni afhent. í öryggisleiðbeiningunum eiga að vera ítarlegar upplýsingar í 16 liðum, m.a. um innihald, heilsufarshættur við notkun, skyndihjálp, aðferðir við að slökkva eld, hvemig bregðast eigi við efnaleka, meðhöndlun og geymslu, nauðsynlegan persónu- legan hlífðarbúnað eins og hvort nota eigi hanska, öndunargrímur o.s.frv., hættur gagnvart um- hverfmu og hvemig farga eigi efninu. Það er því mikilvægt að lesa vel upplýsingamar á umbúðunum og í öryggisleiðbeiningunum og fara eftir þeim, t.d. varðandi geymslu efnanna en ekki síður þegar verið er að nota efnið. Naudsynlegt aó kynna sér reglur Allir þeir, sem nota hættuleg efni, þurfa að kynna sér gildandi reglur um meðferð hættulegra efna. Reglumar má fá á heima- síðu Vinnueflirlitsins, www.vinnueftirlit.is, eða á um- dæmisskrifstofúm stofnunarinnar, þ.e. í Reykjavík, á Akranesi, ísa- firði, Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum og í Hvera- gerði. Sérstaklega skal bent á eftirfarandi reglur: -Reglur um vemdun starfs- manna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efnafræðilegra skaðvalda á vinnustöðum nr. 765/2001. -Reglur um öryggisleiðbein- ingar vegna efnanotkunar á vinnustöðum nr. 602/1999. -Reglugerð um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efhi nr. 236/1990 ásamt síðari breytingum. Hanna Kristín Stefánsdóttir, Víóir Kristjúnsson, frœósludeild Vinnuftirlitsins efna- og hollustuháttadeild Vinn ueftirlitsins Taprekstur hjá Slátnriélaginu en eiginfjárstaða gáð Rekstrartap Sláturfélags Suð- urlands á tímabilinu janúar til september 2003 var 30,0 milljónir segir í fréttatil- kynningu frá félaginu. A sama tímabili árið áður var 14,5 milljón króna rekstrartap. Afkoma fyrir fjármagnsliði batnar um 38 milljónir, en aukin fjármagnsgjöld og tap af rekstri hlutdeildarfélaga leiða til 15 milljón króna lakari afkomu milli ára. Fjár- hagsstaða Sláturfélagsins er áfram góð með eigið fé rúmar 1.188 milljónir og 46% eigin- fjárhlutfall. I tilkynningu segir að tekjur SS hafi numið 2.398 milljónum á fyrstu níu mánuð- um ársins 2003, en hafi verið 2.667 milljónir á sama tíma í fyrra en lækkunin sé tilkomin vegna ástands á kjötmarkaði. Gjöld minnkuðu um 12% á milli ára og rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagns- gjalda hækkaði verulega eða í 45 milljónir miðað við 7 milljónir króna árið áður. 1 lok september 2003 voru heildareignir Slátur- félags Suðurlands 2.605 milljónir og höfðu lækkað um 326 milljónir frá áramótum. I frétta- tilkynningu segir að kaup SS á Reykjagarði muni ekki koma inn í reikningsskil félagsins fyrr en á síðasta ársfjórðungi 2003. Horfur Afkoma félagsins á fyrri árshelmingi ársins 2003 var óviðunandi og einkenndist af mikilli verðsamkeppni og of- framboði á kjöti á markaðnum sem hafði neikvæð áhrif á af- komu félagsins. Ekki er gert er ráð fyrir að aukið jafnvægi náist á kjötmarkaðnum fyrr en kemur fram á árið 2004 að mati stjóm- enda Sláturfélagsins. Að sögn þeirra verður aðhaldi áfram beitt í rekstri félagsins, en gripið hefúr verið til þess að draga úr út- gjöldum auk þess sem fjár- festingar hafa verið dregnar saman. Gert sé ráð fyrir að af- koma félagsins batni á síðasta ársfjórðungi. Tæta niflur heyrnllnr og dreifa I rofabflrfl Landgræðslufélag Biskupstungna fékk styrk úr Pokasjóði til að kaupa vél sem tætir niður gamlar heyrúllur og er hcyið síðan notað til að græða upp rofabörð. Þorfinnur Þórarinsson á Spóastöðum er formaður Landgræðslufélag Biskupstungna. Hann segir að þetta hafi verið gert sl. fjögur ár með mjög góðum árangri. „En þetta er mjög dýrt og því takmörkunum háð. Flutningskostnaður á heyrúllunum nemur tæpum eitt þúsund krónum á rúlluna og síðan þarf tvær vélar til þess að dreifa heyinu. Önnur vélin er sjálfur dreifarinn og síðan er önnur vél til að setja rúllumar í hann," sagði Þorfmnur. Hann segir að það sem gerist þegar heyinu er dreift á rofabörðin sé að sandur fari í heyið og það festist alveg í rofabörðunum og síðan grær gras upp úr þessu. Þorfmnur segir að þar sem heyinu var dreift fyrir fjórurn ámm líti svæðið mjög vel út. Unnið er í þessu verkefni tvisvar á ári. Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti sagði að rúllutætarinn væri festur aflan í dráttarvél og síðan tætti hann heyrúllumar í sundur og spýtti heyinu upp í rofabörð. Hann segir að þessi aðferð hafi gefið mjög góða raun við uppgræðsluna. Það er dýrt að flytja heyrúllumar og því mikils um vert að nýtingin á heyinu sé góð og hún sé það úr þessari vél. Löng og góð reynsla sé fyrir þvi að setja hey í rofabörð að sögn Eiríks. Mikið er til af heyi eftir eindæma gott sumar og miklar fymingar em til og segir Eiríkur að Landgræðslufélagið hafi ekki verið í neinum erfiðleikum með að fá hey. Landgræðslufélagið hefúr fengið styrk úr Pokasjóði til uppgræðslustarfa á móti ffamlagi heimamanna og síðan hefur fengist styrkur úr nýjum sjóði hjá Landgræðslunni sem heitir Landbótarsjóður. Landgræðslufélag Biskupstungna hefur mest unnið að uppgræðslu nærri Hvítárvatni en þar er nokkurt rofabarðasvæði. Landssamband hestamannafélaga fréttablaðs Landssambands hestamannafélaga. Ætlunin er að LH- fréttir komi út tvisvar á ári og verður blaðinu dreift inn á öll heimili félagsmanna í hestamannafélögum innan LH. Með þessu móti vonast stjórn samtakanna til að miðla upplýsingum beint til félagsmanna sinna og kynna þau fjölbreyttu verkefni er Landssambandið starfar að. í fyrsta tölublaðinu er m.a. að finna viðtal við Jón Albert Sigurbjörnsson, formann LH, auk frétta af starfi samtakanna. Upplag blaðslns er 8.000 eintök og ritstjóri er Hulda G. Geirsdóttir. SP.lR Bæjarlind 1 • Sfmi 544 4510 Opið alla daga kl. 10 - 20 www.sparverslun.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.