Bændablaðið - 19.06.1987, Page 14
Eiturefnanotkun í gróðurhúsum:
EKKERT ER
VITAÐ UM
AÐSTÆÐUR
HÉRLENDIS
— Væg eitrun er þessháttar aö óvíst er aö
garðyrkjumenn leyti sér lækninga, segir
Vilhjálmur Rafnsson hjá Vinnueftirliti
Hér í opnunni birtir Bændablaðiö grein úr
dönsku blaði um þá hættu sem stafar af eit-
urefnanotkun í gróðurhúsum og atvinnu-
sjúkdóma garðyrkjumanna. Engar svipaðar
rannsóknir hafa verið gerðar á heilsufari ís-
lenskra ylræktarbænda en það að stór hluti
danskra garðyrkjumanna þjáist af vægum
eitrunareinkennum gefur tilefni til að ís-
lendingar athugi sinn gang. Ekkert er vitað
uin það hvort eiturefnanotkun hér er meiri
eða minni en í Danmörku og skýrsluhald hér
er of ófullkomið til þess að hægt sé að fletta
því upp.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem
Bændablaðið fékk hjá Vinnueftirlitinu hafa
engar rannsóknir verið gerðar á aðstæðum í
gróðurhúsum eða heilsufari garðyrkju-
bænda. Nokkurt eftirlit hefur verið með
þeim sem vinna að úðun skrúðgarða og ann-
arri skrúðgarðyrkju en þar hafa komið upp
alvarleg eitrunareinkenni. Aftur á móti
sagði Vilhjálmur Rafnsson yfirlæknir hjá
Vinnueftirlitinu að væg eitrunareinkenni
eins og þau sem talað er um í dönsku grein-
inni, væru þessháttar óþægindi að í fæstum
tilfellum leyta menn sér sérstaklega lækn-
inga þeirra vegna. Hætta á eitrun er mun
meiri í lokuðu umhverfi gróðurhúsa en við
garðaúðun.
Sigurgeir Ólafsson plöntusjúkdómafræð-
ingur og einn nefndarmanna í eitrunarnefnd
sagði í samtali við Bændablaðið að ómögu-
legt væri að segja til um það hvort eiturefna-
notkun hér væri meiri en hjá Dönum. Vitað
er að eiturefnanotkun er yfirleitt meiri við
ræktun skrautjurta en grænmetis og Danir
framleiða mikið af skrautjurtum til útflutn-
ings. Þá skiptir miklu hvernig eftirliti er hátt-
að, hversu mikið er notað af lífrænum vörn-
um og hvaða eiturefni eru notuð. Þannig
hafa menn hér á landi mikið hætt að nota
fosfórefni á seinni árum og tekið upp önnur
hættuminni. Samkvæmt heimildum
Bændablaðsins er mun minna eftirlit með
notkun hlífðarbúnaðar hér á landi en i Dan-
mörku.
Eiturefnanefnd hefur efitrlit með eitur-
notkun og gefur leyfi til innflutnings eitur-
efna. Um leið ákveður nefndin í hvaða
hættuflokki efnið lendir og samþykkir þær
leiðbeiningar sem innflytjandi lætur fylgja
með. Þeim sem nota efnið ber að hlýta leið-
beiningunum en engin reglugerð er til um
notkunina í smáatriðum. Sérstök leyfi þarf
til að kaupa eiturefni og eiga allir sem hafa
slík leyfi að hafa gengist undir námskeið í
notkun eiturefna. Sala efna í þremur hættu-
mestu flokkunum, X, A og B er skráð og
haldið til haga af eiturefnanefnd en ekki er
hægt að greina með vissu hversu mikið af því
eitri fer til notkunar í gróðurhúsum og garð-
yrkju. Þá eru engar tölur til um sölu á efnum
í C flokki sem vissulega hafa óhollustu í för
með sér þó þau séu ekki eins bráðhættuleg
og hin.
í samtali Bændablaðsins við Sigurgeir
Ólafsson kom ennfremur fram að við flokk-
un efnanna er meðal annars tekið mið af því
hversu óholl þau eru þeim sem á að nota þau
auk þess að miða við mengun umhverfis og
það hversu bráðdrepandi efnin eru.
Eiturefnanotkun snertir líka afurðir garð-
yrkjubænda þar sem nokkuð þykir á skorta
að eftirlit með aðskotaefnum sé nægilegt.
Flestir telja þó að mengun í innlendum af-
urðum sé miklu mun minni en í afsláttarvör-
um sem keyptar eru utanlands frá.
Boða rafgirðingar — lang ódýrastar
r
v.
r
r
Ætli þetta sé
Boða rafgirðing
Orugglega, því að Björn
bóndi kaupir aðeins það
besta og það ódýrasta
v__ _____________________________________/
KAPLAHRAUNI 18
220 HAFNARFJÖRÐUR
S(MI 91-651800