Bændablaðið - 19.06.1987, Síða 28
KJÖTFJALLIÐ VERÐUR10 ÞÚS. TONN
Kindakjötsneysla landsmanna á þessu verðlagsári stefn-
ir nú í um 8400 tonn en síðasta vetur nam innlegg 12.950
tonnum og 2.400 tonna birgðir voru til við upphaf árs-
ins. Kjöt umfram innanlandsneyslu nemur þannig 6.950
tonnum, eða sem svarar rúmlega 50% af framleiðslu
þessa árs. 2.400 tonn verða flutt út samkvæmt útflutn-
ingsbótakvóta en eftir stendur birgðavandi sem svarar
4550 tonnum. Það jafngildir 200 daga neyslu þjóðarinn-
ar á kindakjöti. Þennan vanda ræða stjórnarmyndunar-
flokkar en eins og fram hefur komið hafa framlög til
landbúnaðar farið milljarð fram úr heimildum fjárlaga.
Á sama tíma eru markaðsnefnd
og sölusamtök að láta vinna könn-
un á Ameríkumarkaði með útflutn-
ing í huga. Samkvæmt heimildum
Bændablaðsins eru einkum bundn-
ar vonir við að selja megi lamba-
kjötið sem lúxusvöru en þá er tæp-
lega reiknað með mikilli magnsölu,
þó verðið yrði viðunandi.
Með samningum við bændur
hefur ríkið skuldbundið sig til
kaupa á 11.000 tonnum fyrir innan-
landsmarkað næsta haust en þar af
verða 2.400 tonn flutt út. Ólíklegt er
talið að sala kindakjöts eigi eftir að
aukast og því verða umframbirgðir
sem nema 4.750 tonnum til viðbót-
ar við þau rúmlega 4.500 tonn sem
til verða eftir yfirstandandi verð-
lagsár. Þar við bætist það sem
Framleiðnisjóður á eftir að kaupa í
vetur — samtals a.m.k. 10.000 tonn.
í viðræðum Framsóknarflokks,
Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks
sem eru í gangi er rætt um útflutn-
ing þessa — enda fátt annað til ráða
og þrátt fyrir útflutningsbætur skil-
ar kjötið þannig umtalsverðum
gjaldeyristekjum.
Ekkert
vatn
nema í tíma sc tckið
Það er betra að panta í tíma þegar Reykjalundarrörin
eru annars vegar. - Við höfum varla undan, enda hefur
ekkert vatnslagnaefni reynst betur íslenskum aðstæðum.
Meðferð röranna er hreinn barnaleikur,
möguleikarnir endalausir og endingin gerist varla betri.
REYKIALUNDUR
Mosfellssveit, 270 Varmá
Sími 91 -666200
Telex 2268 var is