Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Side 3

Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Side 3
Afmœlisblað Hvítabandsins HVÍTABANDIÐ 50 ÁRA Ragnhildur Pétursdóttir: Fyrsta forstöðukona Hvítabandsins Þegar ein af félagssystrum Hvítabands- ins kom til mín og bað mig að skrifa um Olafíu Jóhannsdóttur í minningarrit Hvítabandsins, fann ég vel, að þetta var mér ofvaxið. En fyrst þessi Hvítabands- systir hafði traust á mér til þess að gera þetta vandasama verk, því þá ekki að reyna. Og ef mér auðnaðist að draga fram núna nokkrar myndir af ævistarfi Olafíu, þá bæri mér skylda til þess. Engin mér óskyld kona hefur haft eins mikil áhrif á mitt líf eins og hún. Hún var á æskuheimili mínu í Engey og kenndi mér að stafa. Hún hafði þar barnakennsluna á hendi. Hún átti þar heima í hinum miklu veikindum föður míns, og var þar þegar hann dó. Hún var vinur afa míns og ömmu og foreldra minna. Hún hefur í ævisögu sinni „Frá myrkri til ljóss“ lýst æskuheimili mínu á sannan og verðugan hátt. Þessu stóra, fallega heimili, þar sem svo mikið var starfað og margt af góðu fólki átti heima. Og hún hefur lýst blessuðu fallegu • ' \'J[)SSÓKASAFM !.,v. Í.G0129 i eyjunni minni með stóra, víða sjóndeild- arhringinn. Þaðan, sem ég fékk fyrst að sjá landið mitt. Eg finn, að þó að ég fari að lesa fund- arbækur Hvítabandsins, þá get ég aldrei lýst starfsemi Olafíu þar eins og hún var. Eg var aldrei með henni 1 félagsskap. En ég veit, að hún var sterkur félagskraftur, hvar sem hún starfaði. Eg mun því láta öðrum eftir að segja frá starfsemi Olafíu innan Hvítabandsins í Reykjavík. Ég sagði áðan að Ólafía hefði kennt mér að stafa og lesa, — ég var ósköp lítið gefin fyrir þá mennt. — Það var svo margt annað, sem tók alla mína barnslegu starfsgleði. Það var svo margt starfað í Engey þá. Skipasmíðar, smíðahús, smiðja, vefstóllinn, rokkarnir og margt fleira. Það þurfti því bæði þolinmæði og kær- leika til að fá þessa óþekku stelpu til að gera eins ómerkilegt verk eins og henni fannst, að stafa. En Ólafíu tókst þetta, og það er enn svo, að mér finnst ég finna blessaða mjúku hendina hennar strjúka HVÍTABANÐIÐ 1

x

Afmælisblað Hvítabandsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/915

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.