Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Qupperneq 4
systur sinni, Þorbjörgu ljósmóður Sveins-
dóttur.
Hún var víðlesin og' hafði mikið ferðast
um landið. Það komu því margir gestir til
þeirra frændsystra. Olafía kom oft með
langferðagesti heim til okkar í Engey.
Það var þá fátt um skemmtanir og lítið
um vegi, en nóg af bátum. Man ég oft
eftir slíkum heimsóknum. Voru það
skemmtilegir dagar. Olafía hafði óvana-
lega mikla frásagnarhæfileika og' gerði
hún samræður mjög skemmtilegar. A
yngri árum sínum tók hún mikinn þátt í
stjórnmálum og fylgdi þar Benedikt
Sveinssyni móðurbróður sínum að mál-
um. Síðari ár ævi sinnar skipti hún sér
ekki af þeim málum.
Hún hugsaði mikið um ræktun lands-
ins og áttu þau Þórhallur biskup oft tal
um þau mál. Hún var fyrst, eða ein af
þeim fyrstu, sem byrjaði að rækta tún í
mýrunum í Sunnuhvolslandi, sem nú er
verið að taka undir húsabyggingar. Pétur
Hjaltested keypti af henni og' hélt þar
áfram sinni miklu túnrækt. En annað tún
áttu þær fóstrur við Skólavörðustíginn.
Ólafía Jóhannsdóttir er fædd á Mosfelli
í Mosfellssveit 13. dag októbermánaðar
1863.
Þegar hún var á öðru ári, fluttu for-
eldrar hennar austur í Skaftafellssýslu.
Fór hún þá í fóstur til Ólafs sekretera
Stephensen í Viðey og síðari konu hans,
frú Sigríðar Þórðardóttur. Hún var áður
gift síra Tómasi Sæmundssyni. í bók sinni
„Frá myrkri til ljóss“ lýsir hún veru
sinni í Viðey á yndislegan hátt. En eftir
þriggja ára veru þar fór hún til móður-
systur sinnar, Þorbjargar Sveinsdóttur. I
Viðey, „perlunni á Kollafirði“, fékk Ólafía
að sjá blessað landið sitt fyrst. Þar
dreymdi hana drauma um álfa og huldu-
fólk inni á milli stóru hólanna og mörgu
örnefnanna. Eftir að hún fór til móður-
systur sinnar fékk hún að vera nokkrar
lokkana mína, þegar ég hugsa til bernsku
minnar.
Hún var glöð og djörf í tali og fram-
komu. Ég man, að einu sinni fór hún ein
á báti í land eða langt út á sundið. Það
þótti bæði djarft og strákalegt þá, hreint
ókvenlegt. En þetta var víst veðmál og
hún vildi sýna, að konan væri manns
ígildi.
Hún var sköpuð kvenréttindakona og
foringi. Hún ólst upp við frelsi og sjálf-
stæði og sterka föðurlandsást hjá móður-
2 HVÍTABANDIÐ