Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Síða 6
hennar yfir því að fá að fara heim. „Ég
ætla heim, heim á fyrsta skipi, sem fer
héðan, heim til íslands!“
Vinir hennar fylgdu henni á járnbraut-
arstöðina og hún horfði út á Víkina með-
an lestin þaut út með firðinum. Þetta
var í fyrsta sinni sem hún fór frá Nor-
egi. Þá óraði hana ekki fyrir því, að hún
ætti eftir að dvelja þar langdvölum. A
þessari fyrstu ferð sinni frá Noregi fór
hún að hugsa um trúna á Guð og Guðs
soninn. Hún hafði á „Heimilinu“ kynnst
trúuðum konum, sem gerðu bæn sína á
hnjánum. Nú, þar sem hún sat ein 1
járnbrautarvagninum, varð hún gagntek-
in af löngun til að biðja til Guðs og þakka
honum allar velgerðir og handleiðslur.
„Ég féll á kné við trébekkinn í vagn-
inum og bað Guð, að Jesús mætti vera
frelsari minn, syndir mínar hreinsaðar
burtu, og ég mætti eiga Soninn og með
honum hið eilífa líf.“ —
Eftir bæn sína varð Olafía gagntekin
af gleði. Henni fannst hún hafa fundið
sín fyrri heimkynni, þar sem hún þekkti
hvem krók og' kima.
Nokkrum klukkutímum síðar var hún
komin til Kaupmannahafnar, og daginn
eftir var hún komin um borð í skip, sem
átti að fara til Islands.
Næstu missiri starfaði hún að mörgum
málum. Hún setti á stofn skrifstofu fyrir
lífsábyrgðarfélagið „Star“. Hún varð hin
sterka stoð í hinu nýstofnaða kvenrétt-
indafélagi, sem hlaut nafnið Hið íslenzka
kvenfélag. Hún vann að bindindismálum
í Goodtemplarareglunni og hún stofnaði
Hvítabandið með 50 konum á fyrsta
fundi.
Árið 1895 komu þrjár konur hingað til
Reykjavíkur sendar af alheims-stjórn
Hvítabandsins í Ameríku. Koma þessara
Hvítabands-kvenna hafði ákaflega mikil
áhrif á allt starf og líf Olafíu. — Vísa ég
þeim, sem vilja lesa um þessar ágætis
konur, í æfisögu Ólafíu, „Frá myrkri til
ljóss“, á bls. 72.
Árið eftir sendi Hvítabandið í Banda-
ríkjunum henni 200,00 kr. til að ferðast
um landið og afla félaginu fylgis. Frá
„Star“ hafði hún 300,00 kr. Fyrir þessa
peninga fór hún fram og aftur um landið.
Hún fór til Stykkishólms og þaðan um
Vestfirði, um Isafjarðardjúp og landveg
til Reykjavíkur. Um haustið fór hún
norður Kjöl til Akureyrar og þaðan suð-
ur Grímstunguheiði um Kaldadal.
Veturinn 1897 fékk hún bréf frá Banda-
ríkjunum, þar sem hún er beðin að sækja
fund Hvítabandsins, er halda átti í Tor-
onto í Kanada í októbermánuði. Hún átti
að fá fría ferð frá Englandi til Ameríku
og frítt uppihald þar. En hún átti gamalt
loforð frá „Star“-félaginu um fría ferð
frá Islandi til Englands.
Þetta óvænta boð var freistandi. Einnig
hlaut það að breyta allri hennar fyrri
hugsun um mjólkurbú og matreiðslu-
kennslu.
Hún segir: „Mér hafði dottið í hug að
koma mér fyrir á höfuðbóh nokkru á
Suðurlandi og taka þangað ungar stúlkur
og kenna þeim að fara með mjólk og búa
til mat.“ Henni datt í hug, að koma á
húsmæðraskóla-deild við búnaðarskólann
á Hólum. — Hún ræddi þetta bæði við
skólastjóra og þingmenn. En öll þessi
áhugamál hennar áttu langt í land. Og nú
eftir nær fimmtíu ár eru sum af þeim að
rætast í dálítið breyttum búningi.
Það er ákaflega gaman að lesa kaflann
í bók Ólafíu um komu 'hennar til New-
York og veru hennar hjá þessu yndislega
hámenntaða fólki, sem hún fékk nú að
vera samvistum með. Hún dvaldi lengst
á heimili Pratts hershöfðingja (hann var
kallaður „faðir Indíána“). Hún átti þessu
fólki það að þakka, að hún fékk að vera
á samkomu, þar sem hinn mikli prédik-
4 HVÍTABANDIÐ