Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Side 9
í Noreg biyrjaði hún fyrirlestrastarf-
semi sína (fyrir Hvítabandið) strax upp
úr nýárinu. Hún ferðaðist suður með
landi og kom við í hverjum bæ. — Alls
staðar var henni vel tekið. Fólkið kom
og hl.ustaði á íslenzku konuna og hvar-
vetna var henni tekið sem vini og
frænda. — Meðan hún dvaldi í Skot-
landi fann hún til þreytu, sem ekki vildi
hverfa þó hún héldi kyrru fyrir. Nú
ágerðist þessi þreyta og þegar hún kom
til Arendal þrutu kraftar hennar, og hún
varð að leggjast á sjúkrahús. Hún gat
ekki lokið því starfi, sem hún hafði tekið
að sér. Það féll henni þungt. En um leið
og Hvítabandið leysti hana frá störfum,
sendi það henni aukreitis 150,00 kr. og
hvatti hana að fara heim til íslands og
hvíla sig. Það var þetta fé, sem henni
fannst binda sig skyldum við Hvítaband-
ið í Noregi. Þess vegna fór hún aftur til
Noregs til að halda áfram því starfi, sem
hún nú varð að hætta við.
Olafía kom heim snemma sumars 1901.
Móðursystir hennar varð himinglöð, þá
eins og alltaf, þegar fóstra hennar kom
heim til hennar aftur úr langferðum sín-
um. En hún gerði aldrei neitt til að hefta
hana heima. Ólafía hafði alltaf miklar
áhyggjur um líðan fóstru sinnar, þegar
hún var að heiman. Hún þekkti fóstru
sína öllum öðrum betur — og hún gat
betur en allir aðrir gert henni til geðs og
létt henni lífið, þegar hún kom þreytt
heim frá starfi. En nú þurftu þær ekki
að skilja oftar, meðan þær lifðu báðar.
Á æskuárum sínum var Ólafía, eftir
því sem hún segir sjálf, ekki trúuð og
hafði margar efasemdir í trúmálum.
En eftir því, sem hinn andlegi þroski
hennar óx af umgengni við hið göfuga
og góða fólk, sem hún var langdvölum
með bæði í Noregi, Ameríku og Skot-
landi, breyttust trúmálaskoðanir hennar
smátt og smátt í örugga trúarvissu. Og í
Skotlandi tók hún dálítinn þátt í prédik-
unarstarfsemi.
Þorbjörg móðursystir hennar og fóstra
var alltaf lifandi í trúnni, og tók öllum
vel, sem vildu auka gengi trúarinnar
meðal Islendinga.
Á þessum árum byrjaði ungur áhuga-
samur guðfræðingur að halda uppi
kristilegum samkomum hér í bænum. Á
þessar samkomur var litið dálítið mis-
munandi. Islendingar höfðu látið sér
nægja prestana og prédikanir þeirra í
kirkjunni á sunnudögum. Löngu hús-
lestramir voru lesnir á sunnudögum
heima og Péturshugvekjur á vetrum,
eftir vinnu á kvöldin. Því skyldi okkur
ekki nægja þetta áfram? Nei! Þessum
unga áhugasama guðfræðing fannst þetta
ekki nóg. Hann vildi veita nýjum straum-
um af trúarlífi inn í íslenzka þjóðfélagið.
Hann leitaði að duglegu trúuðu fólki til
að starfa með sér að þessum málum.
Ólafía kom á þessar samkomur. Þar,
eins og alls staðar þar sem hún fann að
gott mál var á ferðinni, þar vildi hún
styðja og styrkja. Um veturinn bað hann
hana að prédika einhvern sunnudag með
sér. Hún segir: „Eg hafði að sönnu talað
á samkomum í Edinborg, en þó skaut það
mér skelk í bringu að hugsa til þess, að
standa frammi fyrir löndum mínum og
vitna um trú mína. Eg fann, að allt, sem
ég kynni að segja, yrði ég að geta staðið
við alla æfi, og mér fannst eins og ég
væri að brjóta allar brýr að baki mér. Og
þá kom mér þessi spurning í hug: Getur
þú gert þér ljósa grein fyrir hverju þú
trúir? Ert þú sjálf sannfærð um endur-
lausnina? Eg fann að ég var stödd á
vegamótum, og sú ákvörðun, sem ég nú
tæki, yrði ekki aftur kölluð. Ég leitaði
þá Guðs og bað hann í sálarangist minni
að birta mér, hvað ég ætti að gera, hvað
hann vildi ég gerði, birta mér það svo
ljóst og greinilega að ég vissi, hvort ég
HVÍTABANDIÐ 7