Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Page 13
hún treysti sér að ferðast til Danmerkur.
Þar hitti hún vini sína, sem hún hafði
eignazt fyrst þegar hún fór utan.
Nú fannst henni hún eiga að fara heim,
það væri vilji Guðs. Hún lagði á hafið
og ferðin gekk miklu betur en nokkur
hafði þorað að vona.
Hún kom aftur til íslands 31. júlí 1920.
Eftir 17 ára fjarveru kom hún aftur
heim og fékk að vera hér meðal landa
sinna í fjögur ár. En þá var hún búin að
vera of lengi langdvölum í Noregi til að
geta fellt sig við kulda okkar og af-
skiptaleysi í trúmálum og ýmsar trúar-
skoðanir, sem þá voru hér mikið uppi.
Sporin hennar hér í bæ þessi ár voru til
blessunar. Veru hennar hér og blessun-
arríka starfs mun alltaf gæta meðal vor.
Ég þakka þær stundir, sem hún kom
til okkar hjóna. Hún fékk að sjá dætur
okkar, sem allar voru þá ungar. Ég
minnist hvemig hún horfði á þær með
blíðu, kærleiksríku augunum sínum og
skildi leiki þeirra og angran. Hún strauk
lokka þeirra jafnmjúkt og mína, þegar
hún kenndi mér að lesa heima á æsku-
heimili mínu í Engey.
Veikindi þau, sem höfðu þjáð hana yfir
20 ár, tóku sig upp að nýju. Þá var ekk-
ert sjúkrahús hér á landi þar sem hún
gat notið þeirrar kyrrðar og hvíldar, sem
hún þarfnaðist. Það réðist þá af, að hún
færi til Noregs aftur. Gekk sú ferð von-
um framar.
Hún andaðist í Oslo um sumarið 21.
júní 1924 meðal sinna norsku vina og
grænu grenitrjánna, sem höfðu heillað
hana, og ilmur þeirra var henni svala-
drykkur.
Lík hennar var flutt heim til Islands.
Það kom með „Lyru“. Allan daginn var
fólk að koma og spyrja: „Hvar er kistan
hennar? Hvenær á að flytja hana í land?“
Klukkan 5 e. m. var kista Ólafíu hafin
frá borði. Var hafnarbakkinn þá alskipað-
ur fólki. Fánar voru alls staðar dregnir í
hálfa stöng. Þannig tóku Islendingar á
móti hennar jarðnesku leifum. Nokkrum
dögum síðar var hún jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni í blíðskapar veðri að viðstöddu
fjölmenni. Síra Sigurbjörn A. Gíslason
hélt kirkjuræðuna, en konur báru kist-
una fram í anddyri, þar tóku við nán-
ustu vinir og borgarstjórinn og hófu hana
út. En upp í garðinn var kista hennar
borin af eldri og yngri vinum hennar.
Ræðismaður Norðmanna mætti í kirkj-
unni í einkennisbúningi. 011 blóm, sem
gefin voru á kistu Ólafíu, voru eftir
ákvörðun hennar gefin sjúkrahúsunum
og fangahúsinu. Við gröfina talaði síra
Arni Sigurðsson.
Lík hennar var flutt heim. Island fær
að geyma duft hennar. Hún hvílir við
hlið fóstru sinnar og ömmu í kirkjugarð-
inum í Reykjavík.
Þar hafði hún sjálf kosið sér ból.
Allar heimildir um starf Olafíu eru teknar
úr ævisögu hennar, „Frá myrkri til ljóss“.
HVÍTABANDIÐ 1 1