Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Síða 18

Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Síða 18
Núverandi stiórn félagsins (talið frá vinstri): í aftari röð: Frú Guðrún Skúladóttir. Frú Oddfríður Jóhannsdóttir, gjaldkeri. Frk. Guðrún Thor- lacius. Frú Þórunn Hafstein. — í fremri röð: Frk. Guðlaug Bergsdóttir, varaform. Frk. Helga Þorgilsdóttir, form. Frk. Hólmfríður Jónsdóttir, ritari. eignina, hefði það getað greitt allar sínar skuldir og líka það, er bærinn hefur lán- að því frá upphafi, og átt samt mikla upphæð eftir. Síðastliðinn vetur hafði félagið merkja- sölu, eins og oft áður, og var ágóðanum varið til styrktar dönsku flóttafólki. Margt fleira hefur félagið gert, sem hér verður ekki upp talið og eflaust er mikið af því gleymt. Mikið á félagið af bréfum frá fólki, sem það hefur rétt hjálparhönd, og eru þau full af þakklæti og blessunar- óskum til félagsins. Freistandi væri að geta þeirra kvenna, er mest og bezt hafa starfað fyrir félagið, fyrir utan þær, sem getið er um sérstaklega hér í ritinu, en það yrði of langt mál. Ekki get ég samt látið vera að minnast frú Steinunnar Guðbrandsdóttur frá Akri, sem nú er ný- látin og sem lengi vann mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu félagsins. Þá má það og merkilegt heita, að tvær konur eru enn í félaginu, sem gengu í það á stofn- fundi þess fyrir 50 árum og eru enn hinar starfhæfustu, þær frú Jóhann Gestsdótth- og frú Bjarnfríður Einarsdóttir, sem myndir eru af hér í ritinu. Nú eru fé- lagskonur um 90 að tölu og fer þeim fjölgandi. Hvítabandið var í fyrstu stofnað utan um hugsjónir mannréttinda og bróður- þels og hefur það unnið að því, að lið- sinna lítilmagnanum og rétta bágstöddum hjálparhönd. Það er kannske ekki hægt að segja, að hin litla, íslenzka deild þessa félagsskapar hafi unnið stórvirki á því sviði, til þess hefur félagið verið of fá- tækt og fámennt. En ég þori að fullyrða, að það hefur haft margar ágætar og merkar konur innan sinna vébanda, sem hafa unnið málefnum þess af heilum hug og verið bæjarfélaginu hinar þörfustu. Og við, sem nú störfum í félaginu, von- um að það eigi eftir að verða mörgum góðum málefnum að Liða, enda þótt örð- ugt sé að taka við og halda merkinu uppi, þar sem miklar konur hafa af stað farið. 1 6 HVÍTABANDIÐ

x

Afmælisblað Hvítabandsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/915

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.