Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Side 25

Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Side 25
Nokkror Hvitobandskonur frá 1907 Hana áttu konurnar í ríkum mæli. Þar var rétt undirstaða fundin. Hvítabandið átti á þessum árum tals- vert af rúmfatnaði. Var hann lánaður sjúkum og eins sængurkonum og kom sér vel. Einnig gaf félagið mjólk eftir því sem fjárhagurinn leyfði. Þetta var þá starfið, þangað til sjúkra- hússmálið komst á stefnuskrá félagsins. Nú hefur bærinn tekið við rekstri húss- ins. Hvítabandið gaf bænum húsið með öllu innbúi, það er að segja, það sem það var búið að leggja í húsið. Sjúkra- hús þetta hefur, þó það hafi verið alltof lítið, eins og reyndar öll sjúkrahús hér í bæ, gert ómetanlegt gagn. Það þekkja allir, og ekki þarf að lýsa því, hversu lánlega hefur tekizt með rekstur þess fram á þennan dag. En nú, þegar sjúkrahúsmálinu er lokið af félagsins hálfu, vildi ég mega óska þess að það tæki nú upp sína fyrri starf- semi. Það þarf kannske ekki að gefa föt eins og stendur, nú hafa allir nóg að klæðast í, en það eru svo mörg önnur verkefni, sem einmitt ættu að verða verkefni Hvítabandsins. Eg er viss um, að hvert það starf, sem félagið tekur að sér, verður til blessunar. Það hefur fundið þá „réttu undirstöðu“ allra sinna verka. A afmælisfagnaðinum, þegar ég sá þessar fáu konur, sem eftir eru hfandi af HVÍTABANDiÐ 23

x

Afmælisblað Hvítabandsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/915

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.