Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Síða 30

Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Síða 30
minningar. Þar sem ég sá og heyrði til var fólkið eins og samstillt við náttúruna; brosandi vorbörn, sem fögnuðu líðandi stund, en mundu þó fortiðina með metn- aði og sjálfsvirðingu. „Frjálsir menn í frjálsu landi“, þó ekfci væri lokasporið stigið þá. Svo var tilfinning manna vakandi fyrir tilefni hátíðarinnar, að maður gat komizt í langt samtal um hjartastað landsins og Alþingi hið forna við bráðókunnugan mann, sem maður hafði beðið að vísa sér til ákveðinnar tjaldborgar. Þessi reynsla áskotnaðist mér á „frístundum“ mínum (við fórum til skipta út að sjá eitthvað af hátíðahöldunum). Vinir og kunningjar tóku manni með tvöföldum fögnuði: „Nei, þá sjáumst við hér!“ Þetta var hátíð, dagar, sem báru hátt yfir hvers- dagsleikann. Minnisstæð er mér stundin, er við sátum nokkrar Hvítabandskonur í mjúkum mosanum í hallanum austan við Gjána og töluðum um viðburði dags- ins. Þetta var um hádegisbil fimmtudag- inn 24. júní, að lokinni guðsþjónustu í Almannagjá, sem sólin breiddi svo yndis- lega blessun sína yfir, í gegnum dún- mjúkt vorregn. Söngvar, ávörp, Lögbergs- ganga fylktu liði, allt þetta höfðum við heyrt og séð. Það var hátíð. Forustu- kona okkarj Sigurbjörg Þorláksdóttir, hafði stillt svo til, að við nutum alls þessa. (Steingrímur fóstursonur hennar mun hafa litið eftir tjöldum okkar og bú- slóð.) Sjálf sat hún þarna með okkur í sólskinsskapi og leiddi samræður. Sá ég hana varla jafnglaða síðan, enda gekk brátt nær og nær kröftum hennar sjúk- dómur sá, er varð banamein hennar rúmum 2 árum síðar. Eins og sjá má, er þetta skrif aðeins fáir drættir frá mínum bæajrdyrum séð. Þær konur, sem voru með og betur muna, leggja sitt til eitthvert sinn á fundi fé- lagsins. Vegna atvinnu minnar hef ég sjaldan getað sótt fundi og þar af leiðandi lítið fylgzt með mínu kæra félagi, sem ég á margar góðar minningar að þakka, meðal annars um eina af þeim ágætustu konum, sem orðið hafa á vegi mínum, Sigurbjörgu Þorláksdóttur. Mætti Hvítabandið eignast margar mætar konur hér eftir sem hingað til og bera skjöld sinn hvítan og hreinan meðan því endist aldur. 28 HVÍTABANDIÐ

x

Afmælisblað Hvítabandsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/915

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.