Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Side 34
Ólafsdóttir 20/2 ’34 — 1/10 ,37), frk.
Jakobína Magnúsdóttir (skurðstofuhjúkr-
unarkona 20/2 ’34 — 1/10 ’37), frú Júlí-
ana Friðriksdóttir (20/2 ’34 — 1/10 ’38
og 1/10 ’39 — 1/10 ’42), frú Helga Heiðar
(7/10 ’34 — 1/10 ’40), frú Sigrún Straum-
land (1/5 ’35 — 1/10 ’39), frk. Ólafía
Stephensen (skurðstof uh júkrunarkona
1/10 ’37 til þessa) og frk. Ragnhildur Jó-
hannesdóttir (1/10 ’38 til þessa).
Matarvist hefur alltaf þótt ágæt á
sjúkrahúsinu og má fyrst og fremst þakka
það frk. Margréti Þorsteinsdóttur, sem
hefur verið matselja sjúkrahússins frá
byrjun til þessa, en aðra ráðsmennsku,
bókhald og fyrirsjá hefur frk. Guðlaug
Bergsdóttir annazt af stakri ráðdeild og
samvizkusemi.
Til sjúkrahússins var stofnað af van-
efnum og hægt er nú að benda á ýms
mistök, sem áttu sér stað við stofnun
þess. En þrátt fyrir það hefur það reynzt
svo, að ég ætla að erfitt hefði verið að
vera án þess og að margir eigi nú því að
þakka líf og heilsu, að kvenfélagið Hvíta-
bandið réðst í það glæfrafyrirtæki að
reisa þessa stofnun og halda við starf-
rækslu hennar þessi níu ár. Virðist mér
margt óverðugra hafi verið meira þakkað
og á lofti haldið, en máske þarf nokkurn
fjarska til að sjá hve þessi starfsemi
kvenfélagsins Hvítabandsins ber yfir hé-
gómabrölt og smámuni, sem eru fréttir
dagsins. Nú hefur Reykjavíkurbær starf-
rækt sjúkrahúsið í rúm tvö ár og hefur
verið haldið í því horfinu, sem áður var
og undir hinni sömu framkvæmdastjórn,
sem stýrði því fyrr.
32 HVÍTABANDIÐ