blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 4
innlent mm p®i ■ fimmtudagur, 12. maí 2005 I blaðið Forstjóri Baugs hvatti til bókhaldsrannsóknar UR ALLSNÆGTUM I GJALDÞROT UPPGJOR JONiNU BEN GUOBRANDSSON LANDSINS BESTA J HERRAFATABÚÐVALÍrT BARA GUÐJONSDOTTIR segir að bókarskrif SIGMUNDAR ERNIS ur.i fatlada dóttur peirra feli I SER BROT Á FRIÐHELGI EINKALÍFS STÚLKUNNAR OG ÞAÐ HAFI UERIÐ GERT AÐ MARKAÐSVÖRU IÞROTTAALFURINN OG RUSLFÆÐIÐ NftRMYND AF MAGNUSI SCHEVING Jónína Benediktsdóttir upplýsir í viðtali við tímaritið Mannlíf að Tryggvi Jónsson, þáverandi forstjóri Baugs, hafi manað hana á sínum tíma til þess að láta fara fram rannsókn á reikningum Baugs. Jónína Benediktsdóttir upplýsir í við- tali við tímaritið Mannlíf, sem kemur út á morgun, að Tryggvi Jónsson, þá- verandi forstjóri Baugs, hafi manað hana á sínum tíma til þess að láta fara fram rannsókn á reikningum Baugs. Þetta hafi hann gert þegar hún lagði að honum að efna samninga við Jón Gerald Sullenberger. „Þettaáégskjalfest. Hann skrifaði mér meðal annars: „...verði þér að góðu, láttu bara fara fram rannsókn á bókhaldsfalsi Baugs. Þú finnur aldrei neitt að þar...,“ skrifaði hann mér en ég veit bétur,“ segir Jónína í Mann- lífsviðtalinu. Sem kunnugt er réðst lögregla inn í höfuð- stöðvar Baugs nokkru síðar og handtók Tryggva og aðra forráðamenn fyrirtækisins. Innrásin í Baug var gerð á grundvelli gagna sem vinur Jónínu, Jón Gerald Sullen- berger, lagði til. „Ég hef hugleitt hvort Tryggvi hafi ekki meint neitt með hvatningunni. Kannski hélt hann að ég hefði misst keppnisskapið og ætlaði ekki að gera neitt í málun- um...,“ segir Jónína við Mannlíf. Leitaði til Jóns Steinars Margir töldu á sínum tíma að pólit- ískar ástæður hafi verið fyrir því að Jón Steiníu- Gunnlaugsson tók að sér að vera lögmaður Jóns Geralds. Talið var að það tengdist því að hann var vinur Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, sem hafði óbeit á Baugi. Jónína upplýsir í viðtalinu að hún hafi haft milligöngu um að fá Jón Steinar til liðs við Jón Gerald. „Jón Gerald var niðurbrotinn á þeim tíma sem mál þetta stóð yfir og ég ákvað að hjálpa hon- um að finna lögmann hér. Ég leitaði til Jóns Steinars af tómri tilvilj- un, enda hafði ég heyrt að hann væri fylginn sér... Ég bað Jón Stein- ar að líta á mál Jóns Ger- alds, sem var brotinn og á barmi gjaldþrots. Það gerði hann og stóð við bakið á Jóni Gerald eins og klettur..,“ segir Jón- ína. Vill hreinsa mann- orð sitt Hún segir að málið allt hafi svert hana og fé- laga hennar. „Mannorð mitt, Jims Schafer og Jóns Geralds var útatað auri og ég vil hreinsa það. Gögn Jóns Geralds hef ég öll undir höndum. Þar sést augljóslega að viss- ir hlutir þarfnast lagfæringa hjá fólki, þó svo að það sé ríkt. En Jón Gerald sigraði í öllum sínum málaferlum og er í góðum málum núna. Við erum í daglegu sambandi og hann hefur hjálpað mér fjárhagslega til að kom- ast af stað Etftur,“ segir Jónína. Hann skrif- aði mér meðal ann-1 ars:Verði þér að góðu, láftu bara fara fram rann- sókn á bók- haldsfalsi Baugs. Ekki nýtt veitinga- hús í stað HRC Húsnæði Hard Rock Café (HRC) í Kringl- unni verður að öllum lík- indum ekki notað undir veitingastað í framtíð- inni. Eins og kunnugt er hættir Hard Rock starfsemi 29. maí næstkomandi og er nú orðið ljóst að litlar líkur eru ó að opnaður verði veitingastaður í 400 fermetra hús- næði staðarins. Örn Kjartansson, ffamkvæmdastjóri Kringlunnar, segir að þar á bæ telji menn nægt ffamboð veitingastaða en þeir eru 14 talsins. Að hans sögn er mikil spum eftir verslunarplóssi og um- ræður í gangi við nokkra aðila um nýtingu Hard Rock svæðisins. Hugsanlega ein stór verslun Annaðhvort verður svæðinu skipt í þrjár einingar eða innréttað sem ein verslun en umræður eru í gangi við aðila sem hafa bolmagn til þess að opna það stóra verslun. Til sam- anburðar má nefna að verslun Gall- erý Sautján er á milli 500 og 600 fm; Elís Árnason, ffamkvæmda- stjóri HRC, er þó engan veginn af baki dottinn og rekur nú Caféa- desso í Smáralind, auk Sjallans á Akureyri og fleiri staða. Ævar Olsen, ffamkvæmdastjóri rekstr- arsviðs hjá Friday’s í Smáralind, segir reksturinn þar ganga eins og í sögu og segir það bara bull að veit- ingahúsarekstur í verslunarmið- stöð sé erfiður. Ekki þörf fyrir fleiri veitinga- staði. Hótelnóttum fækkar í Reykjavík Gistinóttum á hótelum höfuðborgar- svæðisins í mars fækkaði um rúm 9% milli ára samkvæmt nýjum tölum ffá Hagstofunni. Þetta þýðir u.þ.b. tíu þúsund nótta fækkun en á lands- vísu var fækkun upp á 11%. Samtök ferðaþjónustunnar gera ekki mikið úr þessui Þorleifur Þór Jónsson segir að vormánuðina þurfi ávallt að skoða alla í einu því þar séu til dæmis pásk- www.Milljon.com Einföld netviðskipti fyrir alla. Gríðarlegir tekjumöguleikar. Skoðaðu afar góða kynning- armynd á www.Milljon.com ar sem standa ekki alltaf í sama mánuði. „Það sem við lesum fyrst og fremst úr þessum tölum er að mars í fyrra var mjög góður,“ sagði hann en nefnir þó að sterk staða krónunn- ar hafi áhrif. „Mönnum blöskrar hvað það kostar að koma til íslands." Þorleifur telur þó ekki að ísland sé að detta úr tísku og segir langt í að það gerist. Hannsegirflölg- un ferðamanna til landsins enn vera langt umffam það sem er annars stað- eu- og bendir á að betra sé að líta á tölur til lengri tíma en styttri. Tónlist.is skólabókar- dæmi í Kanada Saga tónlistarvefjarins www.tonhst. is hefur verið gerð að skólabókar- dæmi í hinum virta kanadíska við- skiptaháskóla Richard Ivey School of Business. í fyrrasumar kom Tima Bansal, prófessor við skólann, til ís- lands til að kynna sér land og þjóð með það að sjónarmiði að finna efni í svokallað „case study“, sem er verk- efni sem líkir eftir raunverulegum að- stæðum. Bansal er áhugamanneskja um íslenska tónlist og hafði ffétt af velgengni tonlist.is hérlendis. Hún hefur fylgst með breytingum vefj- arins og átt nokkra símafundi með fulltrúum fyrirtækisins og öðrum íslendingum sem að málinu koma. Verkefnið er nú tilbúið og verður prófað til kennslu í MBA-námi hjá Richard Ivey og BA-nám við Univers- ity of Western Ontario. Að því loknu verður það boðið öðrum háskólum til kaups. Tónlist.is opnaði í sömu viku og iTunes vefverslun Apple-fyrirtækis- ins árið 2003 og var þá eitt fyrsta vef- svæðið í heiminum sem bauð upp á staffæna tónlistarþjónustu. Vefurinn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og þykir gott dæmi um staðbundið vefsvæði með mikið magn tónhstar og gott viðmót. HJÁ OKKUR v /S i wJr M Gullsmiðj a Óla í SMÁRALiND o Heiðskírt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað ✓ ✓ Rigning, lítilsháttar 9 9 Súld * * Snjókoma v~7 Slydda V~7 * V V Snjóél Amsterdam 13 Barceiona 20 Berlín 13 Chicago 10 Frankfurt 15 Hamborg 13 Helsinki 13 Kaupmannahöfn 12 London 13 Madrid 18 Mallorka 25 Montreal 5 New York 15 Orlando 20 Osló 12 París 17 Stokkhólmur 11 Þórshöfn 6 Vin 13 Algarve 17 Dublin 10 Glasgow 12 Veðurhorfur í dag Veðursíminn Byggt á uppiýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.