blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 17

blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 17
blaðið ! fimmtudagur, 12. maí 2005 17 Söngleikurinn Spamalot, byggður á gamalli Monty Python mynd, fær flestar tilnefningar til bandarísku Tony-verðlaunanna. Baráttan um Tony-verð- launin Á dögunum var tilkynnt um tilnefh- ingar til Tony-verðlaunanna, banda- rísku leiklistarverðlaunanna. Þar telst helst til tíðinda að söngleikur- inn Spamalot hreppir flestar tilnefn- ingar, eða 14 alls. Söngleikurinn er byggður á Monty Python kvikmynd- inni frá 1975, Monty Python and the Holy Grail. Leikaramir Hank Azar- ia, Tim Curry, Michael McGrath og Christopher Sieber, eru allir tilnefhd- ir fyrir leik sinn í söngleiknum og sömuleiðis leikkonan Sara Ramirez. Þess má geta að sjónvarpsvinurinn David Hyde Pierce (Niles Crane) fer með hlutverk í söngleiknum. Það er gamla brýnið Mike Nichols sem leikstýrir og fékk vitaskuld sína til- nefningu en söngleikurinn er einnig tilnefndur sem besti söngleikur árs- ins. Samkeppnin verður þó hörð því söngleikimir Dirty Rotten Scoundrel og Light in the Piazza fengu 11 til- nefningar hvor. Stórstjörnur án tilnefningar Mikill stjömufans er tilnefndur þetta árið fyrir leik í leikritum og söngleikj- um. Þar má nefna stórleikara á borð við James Earl Jones, Mary Louise Parker, Laum Linney og Alan Alda. John Lithgow er tilnefndur fyrir leik sinn í Dirty Rotten Scoundrels og Kathleen Tumer fær tilnefhingu fyrir leik sinn í Hver er hræddur við Virginu Woolf? Ekki vekur síður athygli hveijir misstu af tilnefningu. Denzel Wash- ington þótti sýna góðan leik sem Brút- us í Júlíusi Sesar en er án tilnefning- ar og það sama á við Jeff Goldblmn en hann lék sérkennilega lögreglu í gamanleikritinu The Pillowman. Leikkonumar Jessica Lange og Nat- asha Richardson sitja sömuleiðis eftir með sárt ennið. Lange lék móð- urina í The Glass Menagerie eftir Tennessee Williams og Natasha Ri- chardson lék í öðm leikriti eftir Willi- ams, A Streetcar Named Desire. Leikritaskáld keppa Tilnefningar til Tony-verðlaunanna era í fjölmörgum flokkmn. í keppni um besta frumsamda leikritið stend- ur baráttan á milli Democracy eft- ir Michael Frayn, en þar er Willy Brandt ein af persónunum, Doubt eft- ir John Patrick Shanley, Gem of the Ocean eftir August Wilson og The Pillowman eftir Martin McDonagh. Hin eftirsóttu Tony-verðlaun verða veitt 5. júrn' í Radio City Music Hall. í sumarbústaðnum ókeypis til heimila og fyrirtækja alla virka daga ^

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.