blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 30
•im _ fimmtudagur, 12. maí 2005 i blaðið NBA-boltinn Miami Heat vann Washington Wiz- ards 108-102 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA- körfuboltans. Dwayne Wade átti enn einn stórleikinn fyrir Miami. Hann skoraði 31 stig, átti 15 stoðsendingar og tók sjö fráköst. Eddie Jones skor- aði 21 stig og Shaquille O'Neal var með 16 stig og 14 fráköst. Antawn Jamison skoraði 32 stig fyrir Wash- ington og Gilbert Arenas var með 28 stig. Miami leiðir 2-0 í einvígi liðanna. San Antonio Spurs vann Seattle Sonics 108-91 í undanúrslitum Vest- urdeildar. Manu Ginobili kom sterkur af varamannabekk Spurs og skoraði 28 stig á 31 mínútu. Tim Duncan var með 25 stig, níu fráköst og varði þrjú skot. Tony Parker skoraði 22 stig og átti sjö stoðsendingar fyrir Spurs, sem leiðir 2-0 í einvíginu. Ólafur Örn féll á lyfjaprófi Ólafur Örn Ingvarsson, leikmaður með körfuknattleiksliði Njarðvíkur, var í gær dæmdur í tveggja ára keppnis- bann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Ólafur Örn var tekinn í lyfjapróf eftir bikarúrslitaleik Njarðvíkur og Fjölnis í febrúar síðastliðnum og í Ijós kom, eftir að A-sýni og B-sýni höfðu verið tekin, að í líkama Ólafs reyndist vera niðurbrotsefni sem bentu til notkunar á örvandi lyfinu amfetamín. Keppnis- bann Ólafs gildir í öllum flokkum, sem og í öðrum löndum. stigamet fciður smári setur hann framhjá Carrol Chelsea setti Valur meistari meistaranna í kvennaboltanum Valur meistari meistaranna í kvenna- boltanum Kvennalið Vals í knattspyrnu burstaði ÍBV í hinum árlega leik íslandsmeist- ara og bikarmeistara. Lokatölur 10-0. Leikið var í Egilshöll og það var Ijóst frá upphafi að það stefndi í mjög ójafnan leik. Söngkonan Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Val, Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö, Dóra Stefánsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Laufey Jóhannsdóttir og Málfriður Sigurðardóttir skoruðu eitt mark hver. Þar með er Valur bæði meistari meistaranna í kvennaflokki og deildarbikarmeistari. L, Joaquin á leið- inni til Englands Spænski leikmaðurinn Joaquin, sem leikur með Real Betis á Spáni, er á leiðinni til Englands fyrir næstu leik- tíð. Manchester United og Chelsea eru að berjast um að fá leikmanninn sem er 23 ára. Mauel Ruiz de Lopera, forseti Betis, lét hafa eftir sór í gær að viðræður væru í gangi á milli félaganna þriggja og fyrirhugaða sölu Betis á Joaquin. B Davies til Everton Everton og Tottenham eru nánast búin að komast að samkomulagi um sölu á Simon Davies frá Tottenham til Everton fyrir næstu leiktíð. Kaupverð Everton verður þrjár milljónir sterl- ingspunda, sem er jafnvirði um 367 milljóna íslenskra króna. Þetta kom fram í The Times í gær. vbv@vbl.is Eiður Smári og félagar settu stigamet í ensku úrvalsdeildinni í knattspymu þegar Chelsea vann Manchester Un- ited á útivelli með þremur mörkum gegn einu. Ruud Van Nistelrooy kom United yfir snemma leiks en Cardoso Thiago jafnaði metin eftir sendingu frá Eiði Smára. Okkar maður skoraði síðan annað mark Chelsea og gerði það á laglegan máta. Það var síðan Frank Lampard sem gulltryggði 1- 3 sigur Chelsea. Þar með náðu þeir bláu 94 stigum sem er tveimur stig- um meira en Manchester United náði keppnistímabilið 1993-94. „Þetta er fullkomið,“ sagði Jose Mourinho, framkvæmdastjóri Chelsea, eftir leikinn. „Metið var okkar markmið, við vildum ná því og þetta er sérstök stund fyrir okkur. Kvöldið er frábært og svona á að gera þetta. Á stórkost- legum leikvangi gegn liði sem sir Alex Ferguson stjórnar. Hann er sá framkvæmdastjóri sem fer fyrir öðr- um með árangri og heiðursmanna- leik,“ sagði Mourinho við fféttamenn. Þess ber að geta að Chelsea á einn leik eftir og leikur því 38 leiki en þegar United náði þessu meti léku rauðu djöflarnir 42 leiki. Chelsea hef- ur aðeins tapað einum leik og fengið á sig 15 mörk og þeir eygja því von á að setja annað met sem er fæst mörk fengin á sig en núverandi met þar er 17 mörk, sem Arsenal á í úrvalsdeild- inni ffá leiktíðnni 1998-99. Met allra tíma eiga Liverpool-menn en það er ffá leiktíðinni 1978-79 en þá fékk rauði herinn aðeins á sig 16 mörk. m1Wiar Rúnar ekki vbv@vbl.is Rallökuþórinn Rúnar Jónsson, sem er núverandi ís- landsmeistari, verður ekki með í mótum sumarsins. Þetta gildir einnig um Baldur Jónsson, bróður Rúnars, en Baldur hefur verið aðstoðarökumaður Rúnars síð- astliðin ár. Ástæður Rúnars eru heilsufarslegar. Hann er enn að jafna sig eftir aðgerð sem hann gekkst undir fyrir þremur árum vegna æxlis í höfði. Dregur sig í hlé af heilsufarsástæðum „Álagið í svona keppni er gríðarlegt, hraðinn mikill og einbeitingin verður að vera 100%,“ sagði Rúnar Jóns- son í samtali við Blaðið í gær. „Ég þarf einfaldlega að draga mig í hlé. Heilsan er ekki nógu góð og leyfir ekki þetta mikið álag. Læknar hafa ráðlagt mér að taka mér hvíld að minnsta kosti þetta ár en við sjáum til á næstu árum hvað gerist,“ sagði þessi geðþekki ral- lökumaður. Rúnar hefur orðið íslandsmeistari 13 sinnum á síðustu 20 árum og síðan 1994 hefur Rúnar unnið alla íslandsmeistaratitlana, fyrir utan árin 1998 og 2002 þegar hann varð að draga sig í hlé vegna veikinda. Rúnar hefur verið okkar albesti ökumaður mörg undanfarin ár og margir segja hann besta rallökumann íslands fyrr og síðar. - Kassaklifur - GP5 ratleikir - Bátasiglingar - Vatnaleikir - Frumbyggjastöp - 7-8 ... ..., , rr 7 rr: 9-12 ÚLFLJÓTSVATNI Upplýsingar og skráning á netinu: www.ulfljotsvatn.is Einstök krakkanámskeið Útilíf og œvintýri! Almenn námskeið Vinir, fjör og hópef li! INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.