blaðið

Ulloq

blaðið - 12.05.2005, Qupperneq 29

blaðið - 12.05.2005, Qupperneq 29
blaðið I fimmtudagur, 12. maí 2005 Ævintýraferðir: Margfald- að framboð ferðamanna- staða Tæland er áfangastaður sem hing- að til hefur talist kostnaðarsamur að ferðast til. Það hefur þó breyst með tilkomu Ferðaskrifstofunnar Lang- ferða sem býður ferðir til íjarlægra staða eins og Tælands, Kúbu og Eg- yptalands á samkeppnishæfu verði við hefðbundna ferðamannastaði eins og Mallorca. Ein sú stærsta „Ég held að óhætt sé að segja að við höfum margfaldað ffamboð ferða- mannastaða fyrir íslendinga," segir Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri Langferða. „Ef menn fara í tveggja vikna Mallorca-ferð á góðu hóteli þá kostar það á um annað hundrað þús- und krónur. Við bjóðum ferðir á þessu verði víða um heiminn. Ef menn vilja prófa eitthvað annað en þessa hefð- bundnu staði í Evrópu hafa menn nú möguleika á því að skoða fleiri staði.“ Langferðir bjóða upp á ferðir sínar i samvinnu við eina af stærstu ferðaskrifstofum heimsins, Kuoni, og Apollo, dótturfyrirtæki þess í Skand- inavíu. Apollo býður sólarlandaferð- ir ffá Danmörku, Noregi og Svíþjóð allt árið um kring. Árlega ferðast á vegum Apollo 700.000 sólarfarar ffá Norðurlöndunum til landa á borð við Grikkland, Tyrkland, Búlgaríu, Króa- tíu, Ítalíu, Túnis og Egyptalands. Skandinavískt verðlag Ferðirnar hefjast á því að flogið er ffá íslandi til London eða Kaup- mannahafnar og þaðan er svo farið til annarra staða á vegum Kuoni í Bretlandi eða Danmörku. „Við bjóð- um meðal annars upp á langferðir út fyrir Evrópu og vítt og breitt um heim- inn og með þessu samstarfi getum við tryggt viðskiptavinum okkar óvenju hagstætt verð.“ Tómas segir að það sé ódýrara að dvelja í löndum utan evrusvæðisins og að þó að menn borgi meira til að komast á áfangastaði ut- an þess svæðis þá sé fljótlegt að nó þeim kostnaði niður þegar reiknað er með kostnaði við dvölina sjálfa. Vinsæll áfangastaður Langferða er Hua Hin í Tælandi. „Við höfum ver- ið að bjóða þessar ferðir til Tælands, með hótelum í góðum milliklassa, ffá 90 þúsund krónum. í haust bjóðum við svo meðal annars fimm stjörnu lúxusferðir sem munu kosta um 130 þúsund krónur. Þetta er einmitt í anda þess sem við vildum bæta við á markaðinn - að bjóða íslendingum ferðakost á skandinavísku verðlagi. Það er því nú á færi fleiri íslendinga að nýta sér aukið ferðastaðaffamboð til fjarlægra áfangastaða." Mazda 3 ^ fullkominn ferðafélagi RÆSIR HF Skúlagötu 59, sími 540 5400 www.raesir.is Komdu.reynsluaktu og gerðu verðsamanburð. Gæðin eru augljós. Mazda erjapanskur bfll, framleiddur í Japan sem vermir nú toppsætið samkvæmt stærstu gæðakönnun Evrópu og skarar fram úr hvað varðar endingu og lóga bilanatfðni. Opið frá kl. 12-16 laugardaga Söluumboð: Bílássf., fikranesi - BSfi, flkureyri - Betri bílasalan, Selfossi - SGBílar, Reykjanesbæ

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.