blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 6
fimmtudagur, 12. maí 2005 I blaðið Selma ásamt fríöum hópi dansara og bakradda í vélinni til Köben. Selma og Evróvisjón-hópurinn fara til Úkraínu Mynd: Ingó Vinsælu hillurnar komnarafturí öllum stærðum og gerðum. Húsgögn Mörkin 3, si'mi 568 7477 www.virka.is Hlföasmára 8 i Kópavogur Sími 586 8585 Opið alla daga 7 7.00 - 22:00 ILLT GrOTT Griiluð kjúklingabringa meö heitri sósu, hrísgrjónum, maís, fersku salati og Topp 1/2 grillaður kjúklingur með heitri sósu, hrísgrjónum, maís, fersku salati og Sódavatn Kjúklingasalat með grilluðum kjúkling, lceberg, tómötum, agúrkum, papriku, pasta, rauölauk og Sódavatn Fall er fararheill Tveimur eldingum laust niður í flugvél hópsins yfir Kaupmannahöfn Gísli Marteinn slakar á. Kortéri eftir að myndin var tekin laust tveimur eldingum niður í flugvélinni. Selma leggur í hann til Kænugarðs Selma Björnsdóttir Evróvisjón-fari hélt snemma í gærmorgun ásamt föruneyti sínu til Kænugarðs, en nú taka við strangar æfingar og ennþá strangari fréttafundir. Það var þó ekki gæfuleg byrjun sem hópurinn fékk. 15 mínútum fyrir lendingu á Kastrup-flugvelli - þar sem milli- lent var á leiðinni til Ukraínu - varð flugvél þeirra fyrir tveimur elding- um. Ingólfur Júlíusson ljósmyndari Blaðsins var í vélinni og sendi þessa frásögn: Atvikið varð með þeim hætti að vélin, sem er af gerðinni Boeing 757, flaug inn í þykkan skýjabakka. Far- þegar heyrðu fyrst háværan hvell og bjart varð við hægri hluta vélarinnar. Skömmu síðar heyrðist önnur spreng- ing, enn háværari. Fljótlega kom flug- freyja í hátalarakerfi vélarinnar og tilkynnti að eldingu hefði slegið nið- ur í annan hreyfil vélarinnar og var henni sýnilega brugðið. Farþegi sem Blaðið ræddi við sagði að hann hefði talið sinn síðasta dag vera upp runn- inn, hann flygi oft og hefði aldrei lent í öðru eins. Vélin lenti vandræðalaust á Kastrup og tilkynnti þá flugstjór- inn að flugvélin hefði flogið inn í óveð- ursbakka og að farþegar hefðu heyrt í tveimur eldingum, en þær hefðu verið íjarri vélinni. Aðspurð hvort slíkir atburðir væru algengir sagðist aldursforsetinn í hópi flugfreyjanna aldrei hafa lent í slíku á sínum ferli. Gísli Marteinn Baldursson, kynnir Evróvisjón fyrir íslands hönd, kvað hópnum vissulega brugðið líkt og öðr- um farþegum. Selmu er víða spáð sigri í þessari forkeppni þannig að nú fer hver að verða síðastur til að bóka sig í Evró- visjón-veislur 21. maí.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.