blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 32
fimmtudagur, 12. maí 2005 I blaðið www.hljomaroglist.com sími 661-4153 Kópavogur Klassískur Listahátíð IL Maestro - Strunal - Violmaster Hljómar og List ehf Gæða hljóðfæri á íáymarksverðum 25 tíl 30 % afsláttur af öllum hljóðfœrum út maí Metsölulistinn Aðallistinn - allar bækur Hveitibrauðsdagar - kilja James Patterson Verk að vinna Geir Svansson - þýðandi Refskák - kilja lan Rankin Svartur á leik - kilja Stefán Máni Garðblómabókin Hólmfríður A. Sigurðardóttir" Englar og djöflar - kilja Dan Brown Bítlaávarpið - kilja Einar Már Guðmundsson Tíska aldanna Asdís Jóelsdóttir Gáruð vötn - kilja Kerstin Ekman Þú átt nóg af peningum Ingólfur H. Ingólfsson Listinn er gerður út frá sölu daganna 4.5.05-10.5.05 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum NýjarJilrauxiLu.,. Listahátíð verður sett á laugardag og þetta árið er mikil áhersla lögð á samtímamyndlist. Um er að ræða rúmlega tuttugu sýningar í Reykjavík, Kópavogi og Hafnaríirði. Einnig eru sýningar á ísafirði, Akureyri og á Eiðum, Seyðisfirði, Vestmannaeyjum, undir Eyjafjöllum og Hveragerði. Erlendur sýningarstjóri frá Tate Modem, Jessica Morgan, hefur haft umsjón með stóro myndlistarverkefni sem nefnist Tími, rými, tilvera. “Jessica er afar vel kynnt í alþjóðlega myndlistarheiminum og valdi listamennina, innlenda og erlenda, og hefur mótað þennan þátt Listahátíðar,” segir Þórunn Sigurðardóttir listrænn stjómandi Listahátíðar. “Segja má að kjaminn í öllum myndlistarsýningunum sé stóra Dieter Roth sýningin sem er í Listasafni íslands og Listasaíni Reykjavíkur og nær reyndar upp í Orkuveitu. Allir myndlistamennimir em með bein eða óbein tengsl inn í Dieter Roth sýninguna.” Sórsýning á Dieter Roth Dieter Roth sýningin er fyrsta stórsýningin á verkum listamannsins á íslandi. Þessi svissnesk-þýski listamaðurinn átti heimili á íslandi frá sjötta áratug síðustu aldar. Meðal þess sem sýnt verður em nokkrar af þekktustu innsetningum listamannsins, bókverk, grafísk verk og málverk. Listahátíð lýkur formlega 5. júm' en myndlistarsýningamar em margar hveijar opnar í allt sumar og Dieter sýningin stendur fram í ágústlok. Beethoven á messutíma Það er mikið um að vera þessa helgi á Listahátíð. Klukkan ellefu fyrir hádegi á sunnudag flytja Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar íslands, og Gerrit Schuil, píanóleikari, sónötur Beethovens fyrir píanó og fiðlu. Flutningur sónatanna fer fram í Ymi þijá sunnudaga í röð: 15., 22. og 29. maí. Það er óvenjulegt að tónleikar sé haldnir á þessum tíma, sem segja má að sé messutími. “Þetta er þekktur tónleikatími erlendis en nánast óþekktur hér á landi,” segir Þómnn. “Tilgangur Listahátíðar er líka að bijótast út úr hefðbundnum römmum og formum og gera nýjar tilraunir til dæmis með sýningartíma og sýningarstaði.” Á sunnudagskvöld verður mongólsk hljómsveit, Huun Huur Tu, í NASA. Meðlimir em sagðir einir sérstæðustu tónlistarmenn heims og era meistarar í svokölluðum barkasöng. Þórann segist ekki finna fyrir miklu álagi vegna undirbúningsins: “Ég hef svo mikið spennuþol að ég finn ekkert fyrir þessu. Eg lofa starfsfólk mínu því alltaf að næsta listahátíð verði róleg en þær stækka sífellt því maður verður alltaf kaldari eftir því sem maður hefur umsjón með fleiri hátíðum.” “Klemens er einn af kirkjufeðnjnum og þetta rit hans á mikið erindi við samtímann því þarfjallar hann um ákveðin grundvall- aratriði í uppeldi og menntun,” segir Ólafur Páll Jónsson ritstjóri Lærdómsritanna. Fræðarinn I eftir Klemens frá Alexandríu er nýjasta verkið í röð Lærdómsrita Bókmenntafélagsins. Fræðarinn er skrifaður í Alexandríu í Egyptalandi um árið 200 og er þijár bækur, en það er fyrsta bindið sem hér kemur út. “Fræðarinn I er oftast útgefin og stundum einn og sér en ekki er útilokað að Fræðarinn II og III komi út síðar meir,” segir Ólafur Páll Jónsson ritstjóri Lærdómsritanna. Það er Clarence E. Glad sem þýðir verkið og skrifar inngang. Ólafur Páll segir Fræðarann vera klassískt rit. “Klemens er einn af kirkjufeðrunum og þetta rit hans á mikið erindi við samtímann því þar fjallar hann um ákveðin gmndvallaratriði í uppeldi og menntun. Hann sér hlutina í kristnu samhengi og að hans mati er Kristur fræðari mannanna. Annað sem gerir Klemens athyghsverðan er að hann er fyrsti kirkjunnar maður sem gerir það skipulega að flétta saman kristna trú og gríska heimspeki. Fræðarinn er númer 60 í hinni stórmerkilegu ritröð Lærdómsritanna. Ólafur Páll segir útgáfuna ganga vel: “Það er fullt af duglegu fólki sem vinnur hér baki brotnu og fleiri rit era á leiðinni, þar á meðal eftir George Orwell og Jean Paul Sartre.” Arts Fesin Þórunn Sigurðardóttir Ég lofa starfsfólk mínu því alltaf að næsta listahátíð verði róleg en þær stækka sífellt því maður verður alltaf kaldari eftir því sem maöur hefur umsjón með fleiri hátíðum.”

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.