blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 14
fimmtudagur, 12. maí 2005 i blaðið blaöió Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kárí Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510- 3701. Simbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Skipulag Skipulag borga og bæja er í stöðugri endurskoðun. Á síðustu vikum og mánuðum hafa þrjú stór sveitarfélög, Reykjavík, Garðabær og Akureyri, kynnt tillögur sem miða að því að breyta ásýnd miðbæja sinna. Tillögur þessar mælast misvel fyrir, eins og fréttir liðanna vikna bera með sér. Reykjavík í vetur sem leið kynntu borgaryfirvöld í Reykjavík tillögu um endurreisn Laugavegarins, þar sem gert var ráð fyrir niðurrifi nokkurra gamalla húsa við götuna. Laugavegurinn var aðal- verslunargata borgarinnar og landsins alls, þar til Kringlan var opnuð í svokölluðum nýja miðbæ Reykjavíkur 1987. Eftir það átti helst enginn leið um Laugaveginn nema að kvöld- og næturlagi til að geta tekið þátt í Qölskrúðugu næturlífi borgar- innar. Verslun dróst þar saman. Þegar borgaryfirvöld kynntu endurreisnartillögur sínar reis upp fámennur hópur fólks sem vill vernda gömlu húsin. Til að vekja athygli á málstað sínum hengdu forsprakkar hópsins svarta borða á húsin sem eiga að hverfa. Hópur þessi virðist ekki vilja neitt nýtt í gömlu Reykja- vík. Þar á allt að vera gamalt, lítið og ljótt, og ekki í takt við tímann. Garðabær í Blaðinu í gær birtist uppdráttur af nýjum miðbæ Garðabæj- ar. Samkvæmt uppdrættinum vilja Garðbæingar búa til nýja miðbæjargötu með miklu mannlífi, þar sem eru íbúðir á efri hæðum og verslun, þjónusta og veitingahús á jarðhæðum. Bíl- ar eiga ekki heima í þessari götu. Tillögur þessar gera ráð fyrir því að ný og dýr hús hverfi, svo sem Vistor- og Hagkaupshúsið. íbúar Garðabæjar virðast ekkert á móti þessum breytingum, enda gera tillögumar ráð fyrir iðandi mannlífi í hinum nýja miðbæ; suðrænni stemmningu sem í það minnsta er gott að láta sig dreyma um meðan enn snjóar í hlíðar Esjunnar, þótt komið sé sumar. Engir hengja svarta borða á Hagkaups- og Vistor-húsin. Akureyri Síðastliðinn laugardag voru kynnt úrslit í alþjóðlegri sam- keppni arkitekta um nýjan miðbæ í höfuðstað Norðurlands, Akureyri. Þar í bæ á að rífa hús og búa til miðbæjarsíki sem tengir núverandi miðbæ við Pollinn. Akureyringar virðast í sjö- unda himni með tilíögur að hinum nýja miðbæ og bæjarstjór- inn lýsti því yfir að strax yrði hafist handa um uppbyggingu hans. Á Akureyri hengja engir svarta borða á þau hús sem rífa þarf til að búa til Feneyjar norðursins. Veruleikinn Það á eftir að koma í ljós á komandi árum hvort einhveijar af þessum tillögum Reykvíkinga, Akureyringa og Garðbæinga verði að veruleika. Á meðan færist verslun og þjónusta inn í nýjar og stærri verslunarmiðstöðvar eins og Smárann í Kópa- vogi, sem er eðlilegt þar sem veðrátta hér á landi leyfir sjaldn- ast mikið mannlíf utandyra. ...barist var á meðan hjá þú sast“ Einar K. Guðfinnsson Styrjaldir vekja ætíð margvíslegar og flóknar sið- ferðislegar spurningar.Or- sakir stríðs eru margslungnar en eru alltaf og ævinlega ofnar saman við siðferðisleg álitamál. Þetta er sjálfsagt að rifla upp nú er menn minnast loka seinni heimsstyrjaldar. Er réttlætanlegt að taka þátt í stríði sem hefur þann yfirlýsta til- gang að yfirbuga óvin með valdi ? Svarið er já. Slíkt getur verið rétt- lætanlegt og raunar algjörlega óhjá- kvæmilegt ef aðstæður eru þannig. Það getur kostað átök að losna við meinvætti á borð við Adolf Hitler eða Saddam Hussein. Friður um vora daga! Á árunum 1938-1939 stóðu menn frammi fyrir þessu álitaefni. Þeir voru til sem kusu friðinn skilyrðislaust og uppskáru vinsældir - um stundarsak- ir. Chamberlain, forsætisráðherra Bretlands, kom heim að afloknum friðarsamningum við skálkinn Hitler og lýsti yfir, sem síðar varð frægt að endemum; Friður um vora daga Vitaskuld hlaut það að vera álita- efni, þá sem nú, að kaupa friðinn því verði sem upp væri sett af þeim sem spilla vildu friðnum, en slíkt var ekki gert - sem betur fer. Menn kusu að standa gegn hinu nasíska og fasíska hyski. Þess vegna varð heimsstyij- öldin og Evrópu var forðað frá því að verða einræðisherrunum og ógnvöld- unum að bráð Eftirminnileg heimsókn Á dögunum fór ég ásamt konu minni í heimsókn á nýtt safn sem opnað var í Lundúnum 10 febrúar sl. til minningar um Winston Churc- hill. Safnið er inn af Cabinet War Room, sem er skammt frá bresku stjórnarráðsbygginunum við White- hall. Þetta er stórkostlegt safn og fer vel á að því sé komið fyrir sem næst húsakynnunum sem hýstu stjórnarráð Breta á stríðstímunum. Hinn kosturinn, að sitja hjá hefði verið svo miklu verri Heimsóknin opnaði vel augu manns fyrir þeim bitra veruleika sem menn stóðu frammi fyrir. Fórnir stríðsins voru óskaplegar. Hið gamla heimsveldi var höfuðsetið fjendum sem birtust í líki þýskra flug- véla. Churchill stjórnaði ríkisstjóm sem skipuð var fulltrúum ólíkra pól- itískra afla og missti aldrei sjónar á verkefninu. Það var að brjóta óvinina á bak aftur. Forða heiminum frá því að verða undirokaðir af kúgunar- og ofbeldisöflunum. Það kostaði manns- líf og fórnir en menn töldu það samt sem áður réttlætanlegt og óhj ákvæmi- legt. Hinn kosturinn, að sitja hjá, hefði verið svo miklu verri. Siðferðislegu álitaefnin ,Þama birtust manni svo ljóslifandi þau siðferðislegu álitaefni sem eru ætíð samfara stríði. Ungir drengir voru sendir á vígvöllinn og allt eins líklegt að þeir sneru ekki lifandi til baka. Heima fyrir vom stjómvöldin og töldu kjark í sitt fólk. Konur unnu hefðbundin karlmannsverk heima fyrir og gengu til verka í tengslum við stríðið, sem ekki hafði tíðkast áður. Takmarkið var þó alltaf skýrt og ljóst. Sigur á óvininum. Churchill og félagar hans höfðu það hlutverk að sameina þjóðina í þessari fyrirætlan. Slíkt hlutskipti er ekki ætlað nema of- urmennum. Engum dylst, sem kynn- ir sér þessa sögu, að slíkur maður var Winston Churchill. í heimi þar sem fólin réðu Á 20. öldinni höfum við margoft staðið frammi fyrir viðlíka álitaefn- um. Hið auðvelda svar er vitaskuld að víkja sér undan. Taka ekki þátt. Láta sem ekkert sé. Það er útlátalít- ið og átakalaust. í slíkum heimi gæti kannski orðið friðvænlegt til skamms tíma en í slíkum heimi réðu vitaskuld fólin og viljum við það? Hætt er við að friðartímarn- ir yrðu ekki langlífir þegar allt kæmi til alls. Við höfum oftsinnis risið upp gegn ofríkinu þegar við höfum talið okkur geta það. Það gerð- um við í Flóabardaga hinum nýrri, í Afganistan, í Kósovó og nú síðast í írak. Áður en til þess kom þurfitum við að svara vandasömum álitaefnum. Vissu- lega hefði verið auðvelt að láta sem ekkert væri en það gerðum við ekki, sem betur fer. Siðferðislegur styrkur vestrænna lýðræðisþjóða verður nefnilega mæld- ur á þeim kvarða sem mælir getu, vilja og styrk til þess að láta sig varða ólán heimsins og bregðast við. Þess vegna er það til marks um vilja okkar til þess að láta gott af okkur leiða þeg- ar við látum ekki sem ekkert sé. „Er ólán heimsins einnig þér að kenna?“ Enginn hefur útskýrt þetta betur en skáldið Tómas Guðmundsson. Hann var ekki einn þeirra sem reyndi að setja pólitískt dægurþras í ljóðrænan viðhafnarbúning, eins og tíðkaðist - og tíðkast enn - meðal skáldbræðra hans. Hann beindi huga sínum að sið- ferðislegum álitaefnum, líkum þeim sem hér hafa verið gerð að umtals- efni og upprifjun heimsstyrjaldarinn- ar síðari gaf tilefni til. í einu kvæða sinna segir Tómas á þessa leið. Því meðan til er böl er bætt þú gast og barist var á meðan hjá þú sast, er ólán heimsins einnig þér að kenna. Þetta verður ekki orðað betur. Þessi orð eru sígild og varpa slíku ljósi á hið vandasama mál að við ætt- um öll, sem tökum þátt í þjóðmálaum- ræðunni, að hafa á hraðbergi og rifja upp þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum álitaefnum af þessu tagi Viðskij Sveiflur hjá DeCode Gengi bréfa í Decode Genetics hefur rokið upp undanfarna daga og var hluturinn seldur á vel yfir sjö doll- ara á hlut í fyrradag, rétt áður en birt var grein um niðurstöður lyfja- prófana á nýju hjartalyfi sem verið er að þróa. Erfitt er að skýra þessa skyndilegu uppsveiflu með öðru en einhveijir hafi fyrirfram vitað um greinina, sem birtist í tímariti banda- rísku læknasamtakanna. Fjárfestar höfðu hins vegar hægar um sig í gær og hafði gengið fallið um tæp 6% síð- degis og var um sjö dollarar á hlut. Áhyggjufullir kvikmyndafram- leiðendur Warholvinsæll • SYNCRO Heyrnortœki með gervigreind ^fit V V -i- Heyrnurtœkni • Afgreiðslutími innan þriggja vikna • Bjóðum margar tegundir af sjólfvirkum, stafrœnum heyrnartœkjum • Verðfró 47.000-170.000 kr fyrir eitt tœki • Persónuleg og góð þjónusta Erum meö þjónustu á Akureyri - ísafíröi - Egilsstöðum www.heyrnartaekni.is Glæsibær Álfheimum 74 104 Reykjavík slml: 568 6880 Tryggvabraut 22 600 Akureyri síini: 893 5960 aðsókn í kvikmyndahús. Þeir horfa gjarnan í tölur frá fyrstu sýningar- helgum og þær benda til þess að áhugi almennings á nýjum kvik- myndum hafi minnkað til muna. Sérfræðingar í Hollywood segja að það sé ekki lengur nóg að kvikmynd sé góð, hún verði að vera frábær til að fá þokkalega aðsókn. Framleiðend- ur binda helst vonir við tvær myndir sem fr umsýndar verða síðar í mánuð- inum; Star Wars frá Lucasfilm og Ma- dagascar frá Dreamworks. Nútímalist og verk eftir listamenn eftirstríðsáranna seldust vel á upp- boði Sotheby's í New York í fyrradag. Mynd af Elizabeth Taylor, Liz eftir Andy Warhol, seldist á hæsta verði eða á tæpar 13 milljónir dollara. Myndinagerði Warholárið 1963. Mik- Ul áhugi var á uppboðinu og seldust 60 af 73 verkum sem boðin voru upp. Minni halli Viðskiptahalli reyndist nokkru minni í Bandaríkjunum í mars en gert hafði verið ráð fyrir. Hallinn var sá minnsti í sex mánuði og var hann 55 milljarðar dollara. Það er fyrst og fremst heldur meiri útflutningur frá Bandaríkjunum sem skýrir þessa bættu stöðu. Viðskiptahallinn er þó enn langt yfir þeim mörkum sem menn telja ásættanleg og hafa þeir fyrst og fremst áhyggjur af auknum halla á viðskiptum við Kína.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.