blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 24
24 atvinna fimmtudagur, 12. maí 2005 I blaðið Wal- gagnryn rir la aun WAL*MART Wal-Mart, sem er stærsta verslana- keðja heims, sætir nú gagnrýni í Bandaríkjunum fyrir láglaunastefnu sína og kynjamismunun. Gagnrýnendur segja að hærri laun muni skila sér í meiri hagnaði fyrir fyrirtækið. Hjá Wal-Mart í Banda- ríkjunum vinna 1,3 milljónir manna í 3.700 verslunum og er fyrirtækið nú stærsti atvinnurekandi á almennum vinnumarkaði þar í landi. Hækkið launin! í grein í New York Times í vikunni er sagt frá því að stéttarfélög, hagsmuna- hópar og þingmenn hafi tekið hönd- um saman til að þrýsta á fyrirtækið að hækka laun. Nýverið birtu þessir aðilar heilsíðuauglýsingu í dagblöð- um vestanhafs þar sem því var haldið fram að tugir þúsunda starfsmanna fyrirtækisins hafi þurft að leita á náð- ir yfirvalda til að hafa í sig og á. Tals- menn fyrirtækisins benda á að mark- aðurinn leggi fyrirtækinu línumar með launin, fyrirtækið borgi betur en margir í verslun og veiti starfsmönn- um sínum betri möguleika til starfs- frama innan verslanakeðjimnar. 620 krónur á tímann Að meðaltali fá starfsmenn í fullu starfi hjá Wal-Mart 9,68 dollara á tímann eða 620 krónur íslenskar (m.v. að dollarinn sé á 64 krónur). Gagnrýnendur kreíjast þess að laun- in verði hækkuð um tvo dollara, eða um tæplega 130 krónur á tímann, og að fyrirtækið hækki framlag sitt í sjúkratryggingu fyrir starfsmenn. Um 48% starfsmanna Wal-Mart eru sjúkratryggðir. Gagnrýnendur benda á að helsti samkeppnisaðili Wal-Mart borgi 16 dollara á tímann og að 82% starfsmanna þar á bæ séu sjúkra- tryggð. Sérfræðingar segja að til lengri tíma litið sé það fyrirtækinu í hag að hækka launin; það muni draga úr starfsmannaveltu sem nemur nú hálfri milljón á ári, auka ánægjustarfs- manna og skila sér í betri framleiðni og meiri hagnaði. Talsmenn Wal- Mart segja hins vegar að hærri laun þýði hærra vöruverð og að með því væru þeir að svíkja viðskiptavinina. Misrétti kynjanna StéttarfélögverslunarmannaíBanda- ríkjunum hafa lengi gagnrýnt Wal- Mart fyrir framkomu þeirra gagnvart starfsmönnum. Nýlega var hleypt af stokkunum herferð til að þrýsta á fyrirtækið að sýna konum í starfsliði þess meiri virðingu en Wal-Mart hef- ur lengi verið gagniýnt fyrir að mis- muna kynjunum. í nýlegri könnun kom í ljós að 72% af almennum starfs- mönnum Wal-Mart eru konur en þær eru einungis 15% verslunarstjóra. Að auki fá þær allt að 15% lægri laun en karlar fyrir sama starf. í gangi eru málaferli gegn fyrirtækinu fyrir hönd 1,5 milljón kvenna. Ekkert bendir til þess að þetta risafyrirtæki ætli að bregðast á jákvæðan hátt við gagn- rýni nú fremur en áður. www.vr.is Góð ráð fyrir starfsviðtalið Það skiptir ekki máli hversu kiár þú ert, hversu glæsilega ferilskráin þín lítur út eða hve mikla reynslu þú hefur, ef þú klúðrar starfsviðtalinu fær ein- hver annar draumastarfið þitt. Viðtalið sjálft er mikilvægasti hluti atvinnuleitarinnar og því ættir þú að hafa nokkur atriði í huga áður en þú sækir um. Allra mikilvægast er að koma ekki of seint í viðtalið. Mættu frek- ar 20 mínútum of snemma og bíddu fyrir utan. Klæddu þig snyrtilega og gættu þess að vera ekki með skítugar negl- ur, skítugt hár eða angandi af reyk- ingalykt. Vertu kurteis við alla sem þú hittir á skrifstofunni á meðan þú ert að bíða. Ef þú brosir vingjamlega til ritarans gæti það frést til yfirmanns- ins sem er alltaf góður bónus. Þegar þú hittir þann sem mun ræða við þig skaltu heilsa með handabandi, kynna þig með nafni og brosa. Taktu auk þess afrit af ferilskránni með þér í viðtalið og öll meðmælabréf sem þú hefur sankað að þér. Vertu búinn að kynna þér eins mikið um fyrirtækið og þú mögu- lega getur áður en þú ferð í viðtalið. Flest fyrirtæki eru núna með heima- síðu þar sem þú getur fundið mikl- ar upplýsingar um starfsemina og starfshætti. Auk þess er mikilvægt að þú sért búinn að kynna þér hver tekur viðtalið og hvert starfsheiti þeirrar manneskju er. Þú þarft að vera undirbúinn und- ir alls kyns spumingar sem ekki er hægt að vita svörin við fyrirfram. Viðmælandinn mun samt alveg ör- ugglega vilja vita af hveiju þú vilt fá þetta ákveðna starf og því er gott að vera búinn að undirbúa það svar þannig að þú hljómir ekki eins og þú tækir hvaða starf sem er. Ef þú ert með farsíma, slökktu þá á honum. Það er ekkert eins dónalegt eins og að svara í símann í miðju viðtali. Hafðu það hugfast að starfsvið- tal er samtal tveggja einstaklinga. Þú átt ekki bara að sitja og svara spumingum og því er mjög mikil- vægt að þú spyijir spuminga líka. Vertu búinn að undirbúa þær vel og vandlega því annars sendirðu þau skilaboð að þú hafir ekkert verið að hugsa um starfið. Forðastu spum- ingar sem þú ættir auðveldlega að finna svarið við á heimasíðu fyrir- tækisins, ekki grípa fram í, ekki gorta þig og ekki ljúga. Sýndu frek- ar áhuga, svaraðu skýrt og horfðu í augun á viðmælandanum á meðan. Ekki tala niður til fyrri vinnu- veitenda. Þakkaðu kærlega fyrir þig þegar viðtalinu er lokið. Brostu og taktu í höndina á vinnuveitandanum en ekki ijúka beint út um dymar. Vertu auk þess viss um að vita frá hveijum þú munt heyra varðandi hvort þú fáir starfið eða ekki. Nilfisk ALTO Compact Þrýstingur: 100 bör Vatnsmagn: 300 l/klst Nilfisk ALTO Compact Þrýstingur: 120 bör Vatnsmagn: 440 l/klst Nilfisk ALTO Excellent Þrýstingur: 135 bör Vatnsmagn: 500 l/klst Tæki sem auðvelda vorverkin ALTO háþrýstidælur Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2*110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is • ■ sn •! I ! i píl J 1 m 11 t 1 i-iJ ■ Dregur úr atvinnuleysi ernak@vbl.is Dregið hefur úr kærumálum og flölda atvinnulausra VR-félaga að undanfómu, vafalaust vegna þess að það eru meiri peningar í umferð, segir Elías Magnússon, forstöðumað- ur kjarasviðs. Hann segir einnig að dregið hafi úr gjaldþrotum fyrirtækja og það skýri líka samdrátt þessara mála. Frá því í lok árs 2004 hefur at- vinnulaustun VR-félögum fækkað eft- ir erfiða tíma frá árinu 2002 þegar at- vinnulausum félögum íjölgaði mjög. Innheimta launakrafna jókst einn- ig mikið á árunum 1998-2003, eða úr 500 málum í tæp 1.500. Á síðasta ári snerist þessi þróun svo við og dróst saman um 40% en þá fékk kjarasvið VR um 850 mál inn á sitt borð. Enn virðist ætla að draga úr málum á þessu ári og segir Elías að nýjustu tölur um atvinnuleysi VR-félaga lofi einnig bættri stöðu. Þróun atvinnuleysis VR félagn og annana skjólstœðinga Úthlutunamefndar nr. 2 | -----VR konur --------'ýR félagar samtals j -----VR karlar —— Maáaltai VR félaja

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.