blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 31

blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 31
blaðið 1 fimmtudagur, 12. maí 2005 Frægur golfkennari á íslandi ég hef alltaf verið að reyna fá hana til að koma til ís- lands og loks sá hún sér fært að komasagði Pétur vbv@vbl.is Einn frægasti og virtasti golfkennari Bandaríkjanna, Sheryl Maize, verð- ur með golfkennslu hér á landi dag- ana 23.-26. maí næstkomandi. Maize hefur mikla reynslu og þekkingu á golfíþróttinni og hún er til dæmis að hefja sitt 11. tímabil sem kennari í Minnesota. Pétur Guðmundsson er sá sem stendur að komu Sheryl Ma- ize til landsins og það er mikill heiður fyrir okkur að hún skuli sjá sér fært að koma til okkar. „Ég hitti hana 1999 í Ben Sutton golfskólanum og þar kynntist ég henni vel. Síðan höf- um við verið í sambandi af og til og Guðmundsson í samtali við Blaðið. „Þetta er allt gert í samráði við Grolfsambandið og ISÍ og fleiri að- ila,“ sagði Pétur að lokum. Sheryl hittir íslenska golfkennara Sheryl Maize ætlar að hitta íslenska golfkennara en þeir eru fimm sem eru menntaðir PGA-kennarar og starfa hér á landi en svo eigum við íslendingar þónokkra leiðbeinendur. Maize ætlar að halda fjögur nám- skeið dagana 23.-26. maí. Uppselt er á öll námskeiðin og segir það allt sem segja þarf um hæfileika hennar og vinsældir. Dagurinn á námskeiðinu hefst með því að þátttakendur mæta klukkan 8. Kennsla hefst klukkan 8.30 og stendur til 12.30. Þá verður hádegisverður og síðan verður leik- inn einn golfhringur. Kennslan fer fram í Grafarholti og fjöldi í hóp verð- ur á milli sex og átta. Sannarlega glæsilegur dagur það. Sheryl í góðri sveiflu United á eftir Maniche Sir Alex Ferguson hefur sett sig í sam- band við Porto um kaup á miðvallar- leikmanninum Maniche. Sir Alex gæti þó lent í erfiðleikum þar sem hinn nýi eigandi Dynamo Moskvu, Alexei Fedon/chev, er einnig í sambandi við Porto en sá maður hefur látið hafa eft- ir sér að hann sé tilbúinn að punga út um 1.200-1.300 milljónum íslenskra króna fyrir Maniche og Costinha fyrir næstu leiktíð. Fedorvchev þessi er enn einn milljarðamæringurinn frá Rússlandi og hann hefur sett meira en 100 milljónir sterlingspunda í lið Dynamo Moskvu frá síðustu ieiktíð þegar hann keypti félagið. Forkeppni EM 17 ára lið kvenna, 13.-15.maí 2005 Á morgun, 13. maí, hefst í Digra- nesi forkeppni Evrópumeist- aramóts hjó 17 óra landsliðum kvenna. Liðin sem taka þátt eru ísland, Rússland, Litháen og Búlg- aría. Tvö efstu sætin í riðlinum gefa þátttökurétt í úrslitum Evr- ópumeistaramótsins sem fram fer í Austurríki í ágúst 2005. Liðið íslands er þannig skipað: Markverðir: Guðrún Ósk Mariasdóttir Grótta Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir HK Aðrir leikmenn: Agnes Árnadóttir Grótta Arna Sif Pálsdóttir HK Auður Jónsdóttir HK Brynja Magnúsdóttir HK Ester Óskarsdóttir ÍBV Hildigunnur Einarsdóttir FRAM Karólína Gunnarsdóttir Grótta Kristín Kara Collins Holstebro Rebekka Skúladóttir ÍR Rut Jónsdóttir HK Sara Sigurðardóttir FRAM Stella Sigurðardóttir FRAM Leikirnir í Digranesinu eru eftirfarandi: 14.5.05 BUL-RUS 14.00 ISL-LTU 16.00 15.5.05 RUS-LTU 14.00 ISL-BUL 16.00 ________________________■ Áhorfendur velja mann leiksins OgVodafone og félög í Landsbanka- deild karia í knattspyrnu standa fyrir vali á manni leiksins i öllum leikjum sumarsins. Áhorfendur eiga þess kost að velja mann leiksins með þvi að senda SMS-skeyti úr símum sínum meðan á leik stendur. Dæmi um hvemig á að taka þátt er: Ef kjósa á Sigurbjörn Hreiðarsson í Val sem er númer 7 þá lítur skeytið svona út: ML VALUR 7. í lok hvers leiks er svo einn heppinn vinningshafi dreginn út af handahófi. Essien ekki til Chelsea Mickael Essien, sem leikur með frönsku meisturunum í Lyon í knatt- spyrnu, er ekki á förum til ensku meistaranna í Chelsea. Forseti Lyon, Jean-Michel Aulas, sagði við fréttamenn í gær að hinn 22ja ára miðjumaðuryrði áfram hjá Lyon á næstu leiktíð. Essien, sem er frá Afriku, er mjög eftirsóttur af stórliðum Evrópu og nægir í því sambandi að nefna Chelsea, Manchester United, Juventus, Real Madrid og Barcelona. Umboðsmaður Essiens er ekki sömu skoðunar og forseti Lyon en hann segir að Essien fari til stórliðs í Evr- ópu fyrir næstu leiktíð. Maítilboð! Royal Clup burðarpoki Fyrir þá sem vilja létta og sterka burdarpoka. Bokinn er vel fóðradur med miúkum axlarólum. Verð: 11.830,- Verd áður: 16.900,- Verð frá: 5.175,- Qnnur spennandi tilboð J Bamagolfsett 25% afsl. - 5.925 Bag boy ledurhanski Pinnacle Gold golfboltar - Ef þú kaupir 21 vatnabolta færðu: Verð: 3.900,- Verd áður: 7.800,- Royal Clup kerrupoki Stór og sterkur kerrupoki með mörgum aukahólfum á verði sem kemur þægilega á óvart. Verð: 5.880,- Verð áður: 9.800,- Calina kerrupoki Rfar vandaður og glæsilegur 14 hólfa kerrupoki fyrir þá sem gera miklar kröfur. Fullt golfsett Karla- og kvennasett Mjög vandað Oryx golfsett sem við eigum bædi fyrir konur og karla. Verð: 2M.990,- Verd ádur: 35.700,- Þriggja hjóla kerrur Erum med úrval af þriggja hjóla kerrum á frábæru tilbodi. kaupæti. THole in One GOLFVERSLUN r Opnunartími: Mán - fös......10 -19 Laugardaga.....10 -16 Sunnudaga......12 -16 Hole in One • Bæjarlind 1-3 • 201 Kópavogur • Sími: 577 4040 • www.holeinone.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.