blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 8
fimmtudagur, 12. maí 2005 I blaðið ísland í fremstu röð Alþjóðleg könnun á samkeppnishæfni leiðir í Ijós að ísland er í 4. sæti á eftir Bandaríkjunum, Hong Kong og Singapore hvað samkeppnishæfni varðar. ei Það er full ástæða til bjartsýni I ísland er komið í 4. sæti ríkja heims þegar samkeppnishæfni þeirra er metin og hefur hækkað sig um eitt sæti frá því í fyrra. ísland er þann- ig ekki aðeins samkeppnishæfast Norðurlandanna heldur allra Evr- ópuríkja, sem í senn er til marks um veigamikinn árangur á efnahagssviðinu. Það verður vafalaust til þess að vekja frekari áhuga er- lendra fjárfesta á landinu. Verslunarráð íslands og íslandsbanki kynntu í gær niðurstöður árlegrar viða- mikillar könnunar sviss- neska viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni 60 landa, en hún er metin út frá ríflega 300 hagvísum og svörum ffamámanna í athafnalífinu. Svör þeirra eru metin til þriðjungs þegar niðurstöður eru reiknaðar. Óhætt er að segja að ís- land komi afar vel út úr könnun þess- ari, en Þór Sigfusson, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs, segir þó alls enga ástæðu til þess að slaka á. Tíu samkeppnis- hæfustu lönd heims Bandaríkin Hong Kong Singapore Island Kanada Finnland Danmörk Sviss Ástralía Lúxemborg I 20 (9) 10 I 40 60 80 Tölur ísvigum vísa til sætis síðasta árs. 1 Getum gert betur „Á næstu árum eigum við eftir að sjá lönd Austur-Evrópu á hraðleið upp þennan lista og þau geta hrein- lega stungið okkur af. Auðvitað eiga þau mjög langt í land með að ná svipuðum lífsgæðum en þegar kemur að umhverfi atvinnulífsins geta þau slegið okkur við.“ Þór tel- ur að næg verkefni séu ffam undan í opinbera geiranum, velmegun und- anfarinna ára kunni að hafa fyllt menn ákveðnu andvaraleysi og þrýsting- ur um aukna hagræðingu og skilvirkni ekki jafnmikill og ella. „Það er þó full ástæða til bjartsýni, vandamálin hjá okkur eru velmegun- arvandamál á meðan sóknarfærin eru næg,“ segir Þór og bætir við að gaman sé að sjá hvernig ísland skari ffam úr á sviðum sem menn hefðu síst búist við fyrir nokkrum árum þegar ísland var einatt afgreitt sem einangrað fisk- veiðiþjóðfélag. „Nú erum við í 2. sæti í beinni fjárfestingu erlendis, í 1. sæti í netnotkun og í ffemstu röð rannsóknar- og þróunarstarfs, og það er einkageirinn sem leið- ir þetta.“ Þór telur brýnasta verkefnið ffam undan liggja í skattkerfinu. Við höfum lengst af not- ið ffekar lítils, einfalds og skilvirks skattkerfis þótt það hafi eilítið ver- ið að flækjast síðustu ár. Jýú stöndum við allt í einu ffammi fyrir bylt- ingu í skattaumhverfi í nálægum löndum þar sem er flati skatturinn. Við eigum ekki aðeins að bregðast við þeirri bylt- ingu heldur taka þátt í henni. Það kemur öllum til góða.“ ■ 100 LANET FYRIR LITLU GESTINAI , BRÚÐKAUPINog UTSKRIFTARVEISLUNA NU I MCPLANET Við erum hér! MCPLANET VERSLUN OPIÐ: Austurhraun 3 210 Garðabær mán - fös 10-18 s: 533 3805 lau 12-16 Biðröð á Star Wars Langar raðir mynduðust í gær þegar miðar voru seldir í forsölu á nýju Star Wars myndina sem frumsýnd verður 20. maí næstkomandi. Þetta er óum- deilanlega stærsta mynd ársins og verður hún sýnd samtímis í sex kvik- myndahúsum um land allt. Það eru kvikmyndahúsin Smárabíó, Regnbog- inn og Laugarásbíó í Reykjavík og Borgarbíó á Akureyri, Selfossbíó og Sambíóin úti á landi sem ffumsýna myndina. Rúmlega 24 þúsund sæti verða í boði ffumsýningarhelgina og yfir 100 sýningar. Þá mun Smára- bíó bjóða upp á sólarhringssýningar fyrsta daginn þannig að sannir aðdá- endur Star Wars ættu ekki að þurfa að bíða lengi. íslandsmet í blindskák Henrik Danielsen stórmeistari teflir 18 blind- skákir samtímis í íslandsbanka kl. 15 í dag Mótmæla uppsögnum í Keflavík Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) mót- mælir harðlega þeim aðferðum sem starfsmannahald Varnarliðsins hef- xn- beitt við uppsagnir slökkviliðs- manna á Keflavíkurflugvelli. í álykt- un ársfundar segir: „Líkur eru á að við val á þeim einstaklingum sem sagt var upp störfum 1. mars sl. hafi verið notaðar ógeðfelldar aðferðir sem ekki ættu að þekkjast í nútíma- þjóðfélagi. Það að hafa lent í slysi eða orðið fómarlamb vinnusjúkdóma ætti undir engum kringumstæðum að leiða til refsingar í formi uppsagna á störfum manna. Með öllu er ólíðandi að slökkviliðsmönnum með mikla þekkingu og reynslu og sem era lög- giltir fagmenn sé sagt upp á meðan starfsmenn án löggildingar halda vinnunni." Segist sambandið vera reiðubúið til að leggja sitt af mörkum svo starfsmenn slökkviliðsins geti orðið íslenskir slökkvihðsmenn. Hvetur til sameiningar LSS hvetur til sameiningar slökkvi- liða og/eða stækkunar á þjónustu- svæði þeirra. Vemharð Guðnason, ffamkvæmdastjóri sambandsins, sagði í stuttu samtali við Blaðið að með þessu vilji þeir að litið verði á það af alvöru að stækka þjónustu- svæði slökkviliðanna. Nýjum áfanga í skáksögu íslands verður náð í dag þegar Henrik Dani- elsen, stórmeistari og skólastjóri Hróksins, teflir bhndskák við 18 mót- herja samtímis, en það er langt yfir núverandi íslandsmeti. Fjölteflið fer ffam í höfuðstöðvum íslandsbanka á Kirkjusandi og verður hægt að fylgj- ast með þrekraun Henriks í beinni útsendingu. Salnum er lokað fyrir áhorfendum meðan á taflinu stendur þar sem flöltefli af þessu tagi krefst gífurlegrar einbeitingar og næðis. Meðal mótheija Henriks era mörg af efnilegustu börnum landsins á skákvellinum, en þau unnu sér þátt- tökurétt í fj ölteflinu með ff ammistöðu sinni á úrslitamóti Tívolísyrpunnar 2005 síðastliðinn sunnudag. Tívol- ísyrpan var sérlega vinsæl skákmóta- röð fyrir böm á grunnskólaaldri, sem Hrókurinn og íslandsbanki stóðu að í vetur. Sigurvegarinn í henni var Ing- var Ásbjörnsson úr Rimaskóla, sem stóð í harðri keppni við Jóhönnu B. Jóhannsdóttur úr Salaskóla og Hjörv- ar Stein Grétarsson úr Rimaskóla, en öh verða þau í hópi mótherja Hen- riks í fjölteflinu. Henrik Danielsen ffeistar þess að vinna mikið affek með því að tefla blindandi 18 skákir samtímis. Núver- andi.íslandsmet setti Helgi Áss Grét- arsson stórmeistari árið 2003 gegn 11 mótheijum. Fyrra íslandsmet, 10 blindskákir samtímis, átti Helgi Ólafsson stórmeistari en árið 1997 jafnaði sænsk-íslenski meistarinn snjalli, Dan heitinn Hansson metið. fjölteflið verður sent út beint á Netinu og má sjá útsendinguna á heimasíðu Hróksins, hrokurinn.is, og á vef Morgunblaðsins, mbl.is. ■ Betrunarhugtakið skýrt Mikil ánægja er með ný heildarlög um stjórn og skipulag fangelsismála og fullnustu refsinga á íslandi, sem samþykkt vora á Alþingi 4. mm' sl. Frumvarp sama efnis var lagt fyrir Alþingi á síðasta löggjafarþingi en dómsmálaráðurneytið dró það ffum- varp til baka eftir mikla gagnrýni. Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að með lögunum hafi náðst gríðarlega góð lending um að huga að aðbúnaði í fangelsum og að virða mannréttindi fanga. Hún segir að mikil breyting sé á lögunum nú og frumvarpinu sem lagt var fyrir þingið í fyrra. Val- týr Sigurðsson fangelsismálastjóri er mjög ánægður með að allsheijar- nefnd skyldi ná samstöðu um málið og tekur í sama streng og Guðrún. „Það er verið að færa þessi mál til nútímahorfs og verið að viðurkenna að hugtakið betrun í lögunum hefur til þessa ekki verið skýrt. Ennfremur að á stofnuninni hvilir viss skylda að reyna að fækka endurkomum fanga í fangelsin og að reyna að gefa þeim tækifæri ef þeir sjálfir era til þess reiðubúnir að nýta þau. Þetta er skylda við þjóðfélagið að gera það ör- uggara með því að senda fangana ör- uggari til baka út í samfélagið.“ ! FULLKOMNU JAFNVÆGI Flottari línur og flatari magi V;í Kelp and Greens Þaratöflur m/grænu tei. Flottari línur, hár, húð og neglur. Inniheldur: Kelp, Splrulína Blue Green Algae Chlorella ..l." www.va91ac.org ppno''1 Slimming Krómblanda. Dregur úr hungur- tilfinningu og eykur brennslu Innlheldur: Garcina Cambogia HCA Gymnema, Sylvestre Chromium Vega inniheldur ekki: Matariím (gelatína) né tilbúin aukefni, litarefni, bragöefni, rotvamarefni, korn, nveiti, glúten, sykur, sterkju, salt, ger eða mjólkurafuröir. - Faest í næsta apóteki.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.