blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 34

blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 34
fimmtudagur, 12. maí 2005 I blaðið kvikmy ij jrjcJJ r www.sambioin.is STMSTA KVWMYNMHÚS UNDSINS • HAGATOEGI • S.530 1919 • • mm, FURDULEGASTA ÆvlNTYiRl AliHEIlviSlNS HEFST ÞEGAR JORDIN ENDAR ~ ' 3U1DEW BYGGD A EINNI VINSÆLUSTU BOK ALHEIMSINS EFTI BSwt 4WEDDING DATF liomanttsk gamantnyiui nicO Debra Mc.ssing úr “WIH & Grace” bánutium KVINTVRI HAFA TKKIfí NVJA STK KEFLAVIK KRINGLAN HITCHHIKER S GUIDE... KL. 3.45-6-8.15-10.30 HITCHHIKER S GUIDE... KL 3.45-6-8.15-10.30 HITCHHIKER'S GUIDE... KL 8-10.10 XXX 2 KL 8-10 THEJACKET SAHARA THEICE PRINCESS KL 6-8.15-10.30 3.1.16 KL 5.30-8-10.30 KL. 4-6-8-10 AKUREYRI SVAMPUR 5VEINSS0N nskt i KL 4-8.15-10.30 SVAMPUR SVEINSSON MISS CONGENIALITY 2 KL4 KL.6 HITCHHIKER'S GUIDE.. THEJACKET KL 8-10 KL8-10 b.i.16 HITCHHIKER'S GUIDE... THE WEDDING DATE SAHARA THEICE PRINCESS SVAMPUR SVEINSSON ísl. tal BOOGEYMAN KL 5.50-8-10.10 FORSÝND KL. 8 KL 8-10.10 KL6 KL6 KL 10.30 B.H6 RJNGIAN £ 588 0800 <" \ AKUREYRI C 461 4666 KEFIAVÍK C 421 1170 HITCHHIKER 'S GUIDE TO THE GALAXY KL 5.45-8-10.15 THE JACKET NAPOLEON DYNAMITE VERA DRAKE MARIA FULL OF GRACE THE MOTORCYCLE DIARIES KL. 5.50-8-10.10 KL8 KL.10 KL.6-10 KL 8-10.30 B.1.16 ára Bart Cameron tók nýlega við stöðu ritstjóra Grape- vine eftir að Valur Gunn- arsson fór til Finnlands til að klára bók sem hann er að skrifa. a meiri A. Bart Cameron, nýi ritstjóri Grape- vine, í stuttu spjalli erna@vbl.is Grapevine hefur tekið á sig breytta mynd síðan Bart tók við ritstjórninni á blaðinu en þó segist hann enn eiga langt í land. Það má því búast við enn betra Grapevine eftir því sem tíminn líð- ur. En hvað er hann að gera héma, hver em framtíðaráformin með Grapevine og hvernig líkar honum land og þjóð? Hver er ástæða þess að þú komsttil íslands og hvað er fram undan? Ég kom til íslands á Fullbright-styrk þannig að ég hefði tíma og peninga til að klára fyrstu bókina mína. Ég eyddi fyrstu átta mánuðunum afveru minni héma innilokaður í herbergi á milli þess sem ég sótti tíma í Háskóla ís- lands. Fram undan er þvi að sjá meira af íslandi. Mig langar einnig að klára bókina mína, ég er kominn á fimmta uppkast og er mjög ánægður með það sem komið er. Mér finnst lífið á í slandi skemmtilegt þannig að ég hef hugsað mér að vera héma áfram. Hvernig kom það til að þú fórst að vinna fyrir Grapevine? Mig langaði að fara á Violent Femmes tónleika en var alveg blankin-. Ég tók þá á það ráð að fá að taka viðtai við þá fyrir Grapevine. Á þeim tíma var ég líka að taka viðtal við Hallgrím Helga- son og Einar Má Guðmundsson fyrir akademíska ritgerð sem ég ætlaði mér að gera þegar ég færi aftin- til Banda- ríkjanna. Það var á þessum tíma sem ég fékk þá hugmynd að vera áfram á íslandi og gerast blaðamaður héma. Hvert er takmark þitt með Grapevine? Takmarkið er að búa til fróðlegt og skemmtilegt tímarit sem endurspegl- ar fólk sem sker sig úr. íslendingar og fólk sem kemur til íslands em furðu- fuglar og skera sig úr. Ég held mig langi bara til að festa á blað hversu furðuleg við erum. Ef ég á að vera hreinskilinn þá lang- ar mig að gera tímarit með það fersku og lesvænlegu efiii að fólk geri sér far um að nálgast blaðið. Það er einmitt að gerast, við emm með lesendur í New York og Bretamir em einnig að komast á snoðir um blaðið. Ég vil að þessi þróun haldi áfram. Hvernig er að stýra íslensku tímariti um íslenskt menningar- líf þegar þú talar ekki íslensku? Hingað til hefur það verið kostur að tala ekki íslensku. Ég bið fólk alltaf að útskýra fyrir mér: „Hvað þýðir þetta? Fyrirgefðu, ég er mjög heimskur, ég tala bara ensku.“ Þegar maður fær fólk til að byrja að útskýra þá svarar fólk á mun einfaldari hátt. Ég ber einnig undir heimamenn sem tala tungumálið allt sem ég skrifa, sem gerir það að verkum að ég fæ mikla gagnrýni á það sem ég geri. Síðast en ekki síst þá gerir fólk á íslandi sér grein fyrir því að hér búa bara 300.000 manns og ef þeir ætla að tjá sig við afganginn af heiminum þá þurfa þeir að kunna ensku. Hvað finnst þér um íslenskt menningarlíf? Menningarlífið héma er mjög lifandi, hvort sem verið er að framleiða efni sem verður minnst eða ekki, sem ég er ekki viss um. Rithöfundurinn Haukur Már Helgason benti á athyglisverð- an punkt; að hér er ekki hefð fyrir gagnrýni. Á meðan íslendingar eiga hlutfallslega mjög mikið af hæfileika- ríku fólki þá þarf að þróa hæfileika. Oftast hafa bestu listaverkin komið frá mönnum sem hefur mistekist og verið gagnrýndir. Það finnst varla fistamaður héma sem hefur ekki gert j afhvel minnstu mistök - eins Haukur Már segir það svo vel: Það er bara allt „cool“. Höfundur Dumbo látinn Disney-listamaðurinn Joe Grant, maðurinn sem skapaði Dumbo og nomina í Mjallhvíti og dvergunum sjö, er látinn, 96 ára að aldri. Hann fékk hjartaáfall þar sem hann var við vinnu sína við teikniborð sitt á heimili sínu í Los Angeles. Grant bjó til söguþráð og teiknaði og hannaði inngjörð í mörgum bestu Disney-myndunum. Meðal mynda sem hann vann að em Fantasia, Gosi, Aladdin og The Lion King. Hann tók þátt í að skrifa handrit- ið um Dumbo og ásamt eiginkonu sinni skapaði hann Lady and The Tramp. Grant var hámenntaður og hafði yfirgripsmikla þekkingu á listum ogbókmeimtum oghafði mikil áhrif á teiknimyndagerðhj á Disney-kvik- myndaverinu. Þar hóf hann feril sinn árið 1933 og vann til ársins 1949. Hann sneri aftur árið 1989 og vann þá að myndum eins og Po- chahontas ogMulan. Allt fram á síð- asta dag vann Grant fjóra daga vik- unnar í teiknimyndadeild Disney.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.