blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 10
AÐEINS FYRSTA FLOKKS DEKK • FAGMENNSKA í FYRIRRÚMI FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK DEKKJAHÓTEL VIÐ GEYMUM DEKKIM FYRIR ÞIG ALLT ÁRIÐ GEGM VÆGU GJALDI GÚMMÍVINNUSTOFAN EHF. RÉTTARHÁLSI 2 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 5588 WWW.GVS.IS / WWW.TILBODSDEKK.IS VIRKA Húsgögn Mörkin 3, sfmi 568 7477 www.virka.is lEBBpicJ lj f jt||_ Öll börn r 1. bekk fá hjálma fimmtudagur, 12. maí 2005 I blaðið Neytendasamtökum íslands hafa bor- ist margar kvartanir vegna svokallaðs bókunargjaldsferðaskrifstofa.Bókun- argjald er upphæð sem viðskiptavin- ir greiða ef ferðir eru ekki pantaðar á netinu. Hvort sem ferð er bókuð í gegnum síma eða á ferðaskrifstof- unni sjálfri þarf að greiða gjald sem er mismunandi eftir ferðaskrifstof- um. Gjaldið er hugsað sem greiðsla fyrir aukavinnu starfsmanna við bókun flugferða. Óánægju hefur gætt meðal fólks sem ekki getur nýtt sér sparnaðinn við netpantanir þar sem að hefur ekki aðgang að interneti. könnun Blaðsins kom í ljós að dýr- ustu bókunargjöldin eru 3.000 krón- ur á einstakling, sem er tvöfalt á við þau lægstu sem eru 1.500 krónur. magnus@vbl.is Kiwanismenn hafa hrundið af stað verkefni sem miðar að því að gefa öll- um nemendum 1. bekkjar á landinu reiðhjólahjálma. Guðmundur Odd- geir Indriðason Kiwanismaður segir dreifingu hjálmanna hegast strax eftir helgi. Kiwanismenn sjá alfarið um dreifingu þeirra, sem gert er ráð fyrir að taki um viku. Hver hjálmur kostar 3.990 kr. og eru þeir um 4.200 talsins. Eimskip er aðalstyrktaraðili verkefnisins og hefur kostað kaupin á hjálmunum en samanlagt kostnað- arverð þeirra er tæpar 17 milljónir. Verkefnið er unnið í samvinnu við Lýðheilsustöð sem sér um fræðslu- starf varðandi notkun hjálmanna og önnur öryggisatriði er varða börn í umferðinni. Herdís Storgaard, starfsmaður Lífheilsustöðvar og verkefnisstjóri barnaslysavarna,sérumfræðslustarf- ið. „Mér finnst þetta frábært framtak hjá Kiwanismönnum," segir Herdís. „Fólk er minnt á mikilvægi þess að nota hjálminn en ekki síst að börnin noti hann rétt. Það fylgir bréf með gjöfinni og aftan á því eru leiðbeining- ar um hvernig eigi að nota hjálmana. Fólk er einnig minnt á að börnin eigi alls ekki að hjóla úti í umferðinni.“ Herdís segir gríðarlega mikilvægt að börn noti ekki einungis hjálma á reiðhjólum heldur einnig við aðra iðju. Börnin renni sér á hlaupahjól- um, línuskautum og hjólabrettum og að þá sé ekki síður mikilvægt að þau noti hjálma. Herdís telur verkefnið sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að læknar hafi lýst yfir áhyggjum vegna minnkandi notkunar barna á reiðhjólahjálmum. Hlaupahjólin hafi í mörgum tilfellum leyst reiðhjólin af hólmi og fólk hafi almennt ekki áttað sig á mikilvægi hjálmanotkunar á þeim með þeim af- leiðingum að slysatíðni hafi hækkað. Mikilvæg atriði sem varða hjálma 1. - Gamli hjálmurinn dugar alla jafna í fimm ár ef farið er vel með hann Æskilegt er að hengja hjálminn upp eftir notkun og gæta þess að hann verði ekki fyrir hnjaski. Sé hjálmur sprunginn eða skemmdur á einhvern hátt er mikilvægt að kaupa nýjan undir eins. 2. - Hjálmurinn þarf að passa Mæla skal höfuð notanda með málbandi áður en hjálmur er valinn. Stórhættulegt er að nota of stóra eða litla hjálma þar sem þeir eru í mismunandi stærðum og verja alls ekki höfuðið nógu vel ef þeir passa ekki. 3. - Hjálmurinn þarf að vera þægilegur Mikilvægt er að hjálmurinn sé þægilegur. Taka verður tillit til púða, óla og höfuðlags þar sem hjálmarnir eru misjafnir að lögun. 4 Að hjálmurinn sé flottur Sérstaklega er mikilvægt að barni finnist hjálmurinn sinn flottur því annars er hætta á því að það noti ekki hjálminn þegar forráðamenn sjá ekki til. 5. - Að ráðfæra sig við fagfólk Ætíð skal gæta þess að sölumenn hafi kynnt sér vöruna til hins ítrasta til þess að tryggja að réttur hjálmur sé valinn. Margir hyggja á ferðalög í sumar og því ráðlegt að huga að tilboðum ferðaskrifstofanna. Vinsælu hillurnar komnar aftur í öllum stærðum og gerðum. íslendingar og fótanuddtæki - fárið farið aftur af stað? Komið er á mark- aðinn nýtt fótanudd- tæki. Flestir landsmenn muna eftir fótanuddsfári 9. áratugarins, þeg- a r keypt voru fótanuddtæki í stríð- um straumum. þau seldust í um 12.000 eintökum en flest enduðu þau á haugunum eða í geymslu- hillum. Að sögn verslunarstjóra raftækjaverslunarinnar Expert hafa tækin selst gríðarlega vel. Fyrir áramót seldust 370 tæki á landsvísu. Blaðamaður prófaði tækið. Það hefur hitastillingu, titrings- og loftnudd, auk þess sem ýmis ilm- efni fylgja pakkningunni. Vatnið var fljótt að hitna, titringsnuddið var mj úkt ogþægilegten loftnudd- ið var of máttlaust. Því fylgja sáp- ur og ilmolíur sem mýkja og fegra húðina. Það heyrist of hátt í mót- omum og stillingarmöguleikar em of takmarkaðir. Nuddið sér notandinn að mestu sjálfur um með þvi að hreyfa fætuma fram og aftur á þar til gerðum rúllum sem liggja á botninum. Tækið nær ekki að slá við hefðbundnu fótabaði í bala á nægilega afger- andi hátt og nuddupplifunin er háð því hve lengi notandinn nennir að núa fótum sínum við botninn. Tækið kostar 5.900,- krónur, einnig fæst tæki á 4.900,- krónur og þau fást í flestum stórum raftækjaverslunum. Bókunargjöld eftir ferðaskrifstofum Samtals miðað við fjögurra manna fjölskyldu: Exit - stúdentaferðir Bókunargjald 3.000 hver farþegi (ef bókað er flug hjá Flugleiðum eða lceland Express). 1 12.000,- Flugleiðir E-miði (fram og til baka frá einhverjum áfangastað Flugleiða) 2.000 kr. hver farþegi. 8.000,- (E-miði) Opinn miði (gert ráð fyrir áframhaldandi flugi hjá öðru flugfélagi) 3.000 kr. hver farþegi. 12.000,- (opinn miði) Heimsferðir 8.000,- 2.000 kr. hver farþegi. Iceland Express 12.000,- 3.000 kr. hver farþegi. Sumarferðir 6.000,- 1.500 kr. hver farþegi. j Úrval Útsýn 8.000,- 2.000 kr. hver farþegi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.