blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 16
fimmtudagur, 12. maí 2005 I blaðið Nýlistasafnið, laugardagurinn 14. maí kl. 15'fe; Listahátíð í Reykjavík y iiir'Jill') Sýningin Strange Attractor, Deliberate Disguise, verður opnuð í Nýlistasafninu á laugardaginn klukk- an 15 í sýningarstjóm Signal in the Heaven. Verkefn- ið er samsýning verka ungra innlendra og erlendra myndlistarmanna og er blanda af skúlptúr, vídeó- verkum og myndlist og líklega mega sýningargestir eiga von á einum gjörningi. Meðal listamanna eru Hugleikur Dagsson, Björk Guðnadóttir, Florian Kni- spel, Ragnar Jónasson, Snorri Ásmundsson og Ditte Lyngkaer ásamt mörgum fleirum. Sýningin er framhald og endalok þríleiksins The Father, The Son & The Holy Ghost og á sér sögu sögu frá New York og bakgrunn í sýningu í Berlín undir sömu formerkjum. „Sýningar sem þessar hafa verið settar saman með það í huga að sviðsetja hugmynda- fræðilegar vangaveltur um útbreiðslu merkingar- þrunginna hugtaka og áhrif þeirra á einstaklinginn" segir í tilkynningu frá Nýlistasafninu. Þar hefur kalda stríðið verið tekið sem dæmi um sviðsetningu slíkra tilbúinna hugmyndaheima og segir Geirþrúð- ur Finnbogadóttir, einn sýningarstjóranna, að sýning- in sé tilraun til að tengjast pólitík á óbeinan hátt. „Upphaflega hugmyndin var að reyna að skilgreina aðeins kynslóð," segir Geirþrúður og bætir við að það sem gerist í stjómmálum hafi oft svo óbein áhrif á tilfinningalíf einstaklingsins sem getur í raun lifað hversdagslífinu með einhvers konar endurvarpi á því sem er að gerast í heiminum. Hluti af sýningunni er tónlistaratriði og hafa hljómsveitin Skakkamanage, sem búin er að geta sér gott orð að undanfórnu, tón- listarmaðurinn Benni Hemm Hemm, Beastrider og Berglind Ágústsdóttir, tekið það verk að sér. í tilefni opnunarinnar verður gefin út sýningarskráin Reac- hing For the Stars Just to Surrender. 14. maí-15. júní Um hvítasunnuhelgina verður Listahátíð í Reykjavík opnuð og verður dagskráin að vonum mjög fjölbreytt og áhugaverð. Má þar nefna sýningu á verkum Dieters Roth í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Islands og Galleni 100°, sýningu Ólafs Áma Ólafssonar og Libiu Pérez de Siles de Castro í Listasafni ASÍ og leikverkið Animatograph undir leikstjóm Christophs Schlingensief í Klink og Bank. Auk þess sýna um 30 ertendir og innlendir myndlistarmenn verk sín víða um land. Dagskrá Listahátíðar má nálgast á heimasíðu þeirra, www.artfest.is Tónleikaveisla á NASA -12. til 16. maí- Það verður margt um að vera um hvítasunnuhelgina. Listsýningar og tónleikar, auk þess sem skemmti- staðimir verða opnir föstudag, laugardag og sunnudag, þar sem djammþyrstir borgarbúar geta dansað fram á nótt. Fyrir þá sem vilja eiga meira afslappaða helgi má benda á nokkra skemmtilega viðburði. Fimmtudagur Sinfóníuhljómsveit íslands mun leika níundu sinfóníu Gustavs Mahler undir stjóm Vladímírs Ashkenazy á fimmtudag. Margir telja þetta erfiðustu sinfóníu tón- skáldsins og er þetta í fyrsta skipti sem Sinfóníuhljómsveit íslands tekst á við þetta verk. Tónleikamir fara fram í Háskólabíói og hefjast klukkan 19.30. Föstudagur Leiksýningin Edith Piaf hefur notið ómældra vinsælda og þeir sem enn hafa ekki skellt sér geta nýtt föstudagsköldið í að kynnast sögu þessarar merkilegu konu í Þjóðleik- húsinu. Sýningin hefst klukkan 20. Laugardagur Kvikmyndin Oldboy kemur á mynd- bandaleigumar á laugardag. Myndin, undir leikstjóm Chan- wook Parks, er frá Suður-Kóreu og er spennutryll- ir af bestu gerð. Hún hefurfengið mikið lofgagnrýn- enda. Sunnudagur Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeist- ari Sinfóníuhljómsveitar íslands, og Gemt Schuil píanóleikari, flytja sónötur Beethovens fyrir píanó og fiðlu í tónlistartiúsinu Ými í Skógarhlíð 20. Tónleikamir hefjast klukkan 11. Endingin ofar öllu! Fagmennska og úrvalsmálning Þakmálun ehf. sérhæfir sig í að mála þök og klæðningar. Vönduð vinna unnin af reyndum fagmönnum og hin slitsterku Jotamastic og Pioneer Top Coat frá Jotun tryggja framúrskarandi endingu. Láttu okkur gera tilboð. Mikið fjör verður á skemmtistaðnum NASA um helgina. Á laugardaginn stendur hljómsveitin Grafík fyrir stórdansleik þar sem búast má við mikilli stemmningu fram á nótt. Hús- ið verður opnað klukkan 23 og miða- verð er 500 krónur. Á sunnudaginn spilar hljómsveitin Huun Huur Tu í tilefni Listahátíðar. Hljómsveitin samanstendur af lista- mönnum sem spila nýstárleg verk og blanda saman hljóðfæraleik og söng á frumlegan hátt. Huun Huur Tu er orðinn fremsti alþjóðlegi fulltrúi tónlistarmenningar Tuva. Á heima- síðu sveitarinnar segir að þeir vilji tengja eigin lífsreynslu við tónlist sína. Þeir hafa spilað vítt og breitt um heiminn, gefið út nokkrar plötur og tónlistin hefur einnig verið notuð í kvikmyndum. Húsið verður opn- að klukkan 20.30 og miðinn kostar 3.200 krónur. Mánudagur Þeir sem hafa gaman af því að spila bridge ættu að kíkja á Grand Rokk annan í hvítasunnu því þar fer fram tvímenningsmót í þessu skemmtilega spili. Mótið hefst klukkan 14 og skráning er á Grand Rokk. Veðurspáin fyrir hvítasunnuhelgina er með ágætasta móti og spáð er hæglætis- veðri á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt Veðurstofu íslands má jafnvel búast við sólarglætu á laugardag og sunnudag og því er tilvalið að skella sér í laugarnar sem verða opnar alla daga yfir helgina. Það er fátt betra en að slaka á í gufunni eða ræða þjóðmálin í heitu pottunum eftir góðan sundsprett. Á eftir er hægt að fá sér létta hressingu með fjölskyldunni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.