blaðið

Ulloq

blaðið - 12.05.2005, Qupperneq 22

blaðið - 12.05.2005, Qupperneq 22
22 fjölskyl fimmtudagur, 12. maí 2005 I blaðið Skilnaðarlíðni á íslandi lægst á Norðurlöndum Tilfinninaaleqt áfall Að ganga í gegnum skilnað er mikið áfall sem margir eiga erfitt með að vinna úr. Að mörgu þarf að hyggja við slíkar aðstæður, ýmsum form- legum þáttinn eins og fundum hjá sýslumanni og lögíræðingum o.s.frv. Mörgum reynist það erfitt en erfiðara getur þó verið að takast á við þær til- finningar og vanlíðan sem fylgt getur í kjölfar skilnaðar. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir hefur síðast- liðin fimm ár staðið fyrir árlegum námskeiðum, ,Að búa ein/n“, þar sem fólk getur tekist á við og rætt þau sameiginlegu vandamál sem það upp- lifir í kjölfar skilnaðar. Guðrún Eggertsdóttir djákni er ein af þeim sem starfað hafa að þessu námskeiðahaldi með sr. Önnu Sigríði. Hún segir að tilfinn- ingaleg vinnsla fólks úr skilnaði fari mikið eftir því hvemig fólk hefur tekist á við mál áður. Það fari líka mikið eft- ir einstaklingunum og bakgrunni hvers og eins hvaða áhrif áfall vegna skilnaðar hefur. „Ef einhveijir brestir eru fyrir þá hefur skiln- aður, eins og önnur áfóll, oft aukandi áhrif þeirra bresta. Til að mynda ef fólk hefur átt við áfengisvandamál að stríða þá leitar það oft í áfengið við skilnað. Eða ef fólk hef- ur átt við geðræn vandamál að stríða þá verða þau oft erfiðari eða taka sig upp aftur." Áhrif á öll tengsl Mikilvægt er að hafa í huga að fólk fer ekki inn í samband, sambúð eða hjónaband nema í þeim tilgangi að það sé til frambúðar. Að taka svo ákvörðun um skilnað eða að einhver annar tekur ákvörðun um skilnað er því heilmikið skipbrot. Guðrún segir að skilnaður hafi gríðarlega viðtæk áhrif, ekki einungis á hjónin og bömin heldur líka tengdafólk og vini. Skiln- aður hefur víðtæk áhrif á öll tengsl fólks og Guðrún segir að algengt sé að fólk gleymi oft að hlúa að sjálfu Það er mik- ilvægt að vera opin ffyrir því að leita eftir aðstoð og að líta ekki á það sem viðurkenn- ingu á því að þá sé maður ómöguleg- ur eða geti þetta ekki sjálfur. sér og láti bömin ganga fyrir. „Oft og tíðum leggur fólk mesta áherslu á að aðstoða bömin sín og hjálpar þeim í gegnum þessa erfiðleika, tilfinningar og líðan, en gleymir sjálfu sér. Það fer svolítið eftir aldri bamanna hvenær og hvemig fólk gefur sér tíma íyrir sjálft sig.“ Stuðningur mikilvægur Ekki er hægt að segja að það sé einhver sérstakur tímarammi á því hvað fólk er lengi að jafna sig á áfall- inu við skilnað, það er mis- munandi eftir einstakling- um. Guðrún ítrekar að það sé aldrei of seint að leita sér aðstoðar og stuðnings. „Það er mikilvægt að vera opin íyrir því að leita eftir aðstoð og að líta ekki á það sem við- urkenningu á þvi að þá sé maður ómögulegur eða geti þetta ekki sjálfur. Það á ekki að ætlast til þess að maður gangi í gegnum svona lagað aleinn og óstuddur. Ef fólk hefur tengsl við sinn prest þá mæli ég með því að þang- að sé leitað eftir aðstoð. Síðan má auðvitað leita til sálfræðinga ef fólk kýs það frekar en það eru engin sam- tök til fyrir þá sem ganga í gegnum skilnað. Stuðning- ur fjölskyldu og vina er þó sá stuðningur sem nærtæk- astur er og aðstoð fagaðila kemur aldrei í hans stað heldur einungis sem viðbót við hann.“ ernak@vbl.is Skilnaðartíðni á íslandi hefur hald- ist nokkuð jöfn ftá því á 8. áratugn- um þrátt fyrir að veruleg aukning hafi orðið á fjölda hjónabanda sem hefur farið vaxandi frá árinu 1990. Tíðni sambúðarslita var 2,6 af hveij- um þúsund íbúum á íslandi og 1,8 af lögskilnuðum. Tíðni lögskilnaða hef- ur lítið breyst síðastliðin 30 ár en þó má segja að fjöldi þeirra hafi dregist saman frá árinu 1990. Ennfremur er skilnaðartíðni á íslandi fremur lág samanborið við önnur Norðurlönd, þar sem skilnaðir eru á bilinu frá rúmlega tveimur upp í allt að þremur af hveijum þúsund íbúum. Algengast er að lögskilnaður fari fram á fyrstu árum hjónabands. Samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu Islands hafa 14,1% þeirra sem skilja verið gift í þijú ár eða skemur og 16,8% hjóna- banda höfðu varað í þijú til fimm ár. Sambúð varir þó alla jafha skemur en hjónaband, enda skilnaðarferlið þar mun einfaldara. í ríflega helm- ingi tilfella, 52,5%, hafði sambúð í skilnaðartölum frá 2003 einungis varað í þijú ár eða skemur og í 23,3% tilfella hafði sambúð varað frá þrem- ur til fimm ára. (Tölur frá Hagstofu íslands.) ■ Sameiginleg forsjá meginregla? Foreldrar hafa átt þess kost að deila forsjá með bömum sínum frá árinu 1992 og hef- ur það sífellt færst í vöxt á síðustu árum að foreldrar nýti sér þennan kost. Fyrir árið 2000 var algengast að móðir færi ein með forræði bama en eftir 2001 hefur sameig- inleg forsjá verið algengari. Árið 1993 fóra foreldrar með sameiginlega forsjá í 73,3% til- vika eftir sambúðarslit og við 61,2% eftir lögskilnað. Forsjár- nefnd, sem skipuð var af dóms- málaráðherra til að kanna atriði varðandi sameiginlega forsjá og umgengni barna eft- ir skilnað eða sambúðarslit, ítrekar í lokaskýrslu sinni til ráðherra þá tillögu að sameig- inleg forsjá verði meginregla við skilnað og sambúðarslit líkt og í nágrannalöndum ís- lands. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku þurfa menn ekki að gera samning um forsjá baraa við skilnað. ísland er eina landið sem býr við þá þvingun að ganga frá slíkum samningi. Á öðr- um Norðurlöndum fer fólk sameigin- lega með forsjá bama við skilnað, nema farið sé fram á annað. Forsjá barna úr lögskilnuðum og sambúðarslitum 1994-2003 II 2001 2002 2003 Fjölgun ágreinings- mála Mikil fjölgun hefur verið á ágreiningsmál- um vegna umgengni hjá Sýslumanninum í Reykjavíkáundangengn- um áram, að sögn Bimu Bjömsdóttur hjá sifja- deild embættisins. „Það er mikil fjölgun á ágrein- ingi vegna umgengnis- mála almennt þótt ekki sé hægt að staðfesta að það tengist þessu forsjár- skipanformi en ágrein- ingur vegna umgengni foreldra við böm er vax- andií samfélaginu.“ Ingi- björg Rafhar, umboðs- maður bama, segir þetta fyrirkomulagumsameig- inlega forsjá bömum til hagsbóta en telur líkt og forsjárnefnd að tryggja verði með skýrari hætti hvemig haga eigi ákveðnum atriðum svo hindra megi aukinn ágreining. „Það sem þyrfti að gera, að mínu mati ef menn ætla að gera þetta að meginreglu, er að skilgreina betur hvað felst í þessu hugtaki - sameiginleg forsjá. Það era ákveðin atriði sem þyrfti að kveða skýrar á um. Það er til dæmis hvemig foreldraskyldurnar skiptast. Atriði eins og um hvort færa má lögheimili. Það er klárt að ekki má færa lögheimili á milli landa nema báð- ir foreldrar veiti fyr- ir því samþykki en hins vegar er ekki al- veg Ijóst, af lögunum sjálfum eða greinar- gerðinni, hvort hægt sé að færa lögheimili innanlands án sam- þykkis hins foreldr- isins. Það er mikil fjölgun á ágrein- ingivegna umgengnismála almennt þótt ekki sé hægt að staðfesta að það tengist þessu forsjár- skipanformi. Ágreiningur vegna umgengni foreldra við börn er vaxandi í samfélaginu. komulag sé um umgengni án þess að það sé skýrt frekar. „Það var mikil bót með bamalögunum frá 2003 að hægt væri að leita til sýslumanns með ágreining varðandi forsjá. Áður var það ekki hægt ef fólk hafði valið sameiginlega forsjá. Fólk getur nú fengið úrskurð hjá sýslumanni, jafh- vel þótt það sé með sameiginlega for- sjá um tiltekin atriði. Þetta á við til dæmis um meðlög og umgengni. Það væri hugsanlega rétt að gera ráð fyr- ir því að sýlsumaður gæti komið að fleiri ágreiningsmálum, eins og ef annað foreldrið, sem bamið hefur lög- heimili hjá, vill flytja sig til. Þá verð- ur að vera hægt að úrskurða um það því auðvitað er ekki hægt að binda fólk átthagafjötrum. Flutningur með bam frá Reykjavík til Borgamess getur átt alveg jafnmikinn rétt á sér og flutningur í Hafnarfjörð eða milli skólahverfa í Reykjavík." Kveðið skýrt á um samkomulag Líkt og forsjár- nefnd segir Ingibjörg það mikilvægt að kveða á um í samn- ingum foreldra hvemig umgengni skuli háttað. Núna er nægjanlegt að lýsa því yfir að sam-

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.