blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 28
28 bílar fimmtudagur 12. maí 2005 I blaðið Blendingarnir sækja i sig veðrið Það þótti mörgum hugað hjá Toyota þegar blendingurinn Prius var sett- ur á markað fyrir fimm árum. Menn höfðu svo sem ekki miklar áhyggjur af tækninni en Toyota renndi hins vegar blint í sjóinn með það hvort neytendur hefðu áhuga á þessum um- hverfisvæna bíl. Neytendur tóku svo sannarlega við sér, ekki síst í Banda- ríkjunum, en Evrópubúar voru eilít- ið lengur að tileinka sér þessa nýju tækni þar sem bensín- og rafmagns- vél skipta með sér verkum. Hér á íslandi hefur töluvert selst af Prius, 19 bílar í fyrra, og sedan hefur aukist talsvert á þessu ári. Haraldur Þór Stefánsson, sölustjóri hjá Toyota, segir að þessi fjöldi sé ekki mikill miðað við aðra sölu en þar valdi vafalaust einhveiju feimni við nýja tækni. „Aðalvandamál okk- ar hefur nú samt verið að við höfum einfaldlega ekki fengið nógu marga bíla að utan,“ segir Haraldur og seg- ir fyrirspumir um blendingsbílana sífellt vera að aukast. „Tegundum er að fjölga og tæknin er orðin þekkt- ari en síðan skiptir engu minna máli í sambandi við Priusinn að hann er bara orðinn býsna flottur bíll, alveg burtséð frá því sem á sér stað undir húddinu." Haraldur segir að menn spyijist fyrir um Priusinn og aðra blendinga á ýmsum forsendum. „Það skiptir ör- ugglega alla máli hvað bíllinn er um- hverfisvænn en á endanum hugsa ég nú samt að það sé spameytnin sem fólk er fyrst og ffemst að sækjast eft- ir. Buddan ræður miklu.“ Haraldur segir að þróunin í blend- ingsbílum hafi verið hröð og menn séu sífellt að færa út kvíamar. Fram til þessa hefur nær einungis borið ó ffemur smóum flölskyldubílmn en það er að breytast. Um þessar mimd- ir er verið að kynna ýmsa jepplinga með blendingsbúnaði og í næsta mán- uði verður hinn glæsilegi RX400-jepp- lingur ff á Lexus kynntur í blendings- útgáfu hér á landi. Verður Kína næsti bílarisinn? Þegar fyrstu japönsku bílamir komu á markað á Vesturlöndum var yfir- leitt hæðst að þeim. Þeir þóttu of litlir, dollulegir og gæðin varasöm en verðið var erfitt að keppa við. Með tímanum bötnuðu gæðin og þegar olíukreppan dundi yfir 1973 komust japönsku bílamir í röð hinna sölu- hæstu í heimi og nú efast enginn um gæði japanskra bíla. Fyrir nokkmm vel gengur má búast við að Evrópu- markaður verði næstur og það kann að gerast þegar árið 2007 eða 2008. Fram að þessu hefur kínverski bfiaiðnaðurinn átt erfitt uppdráttar. Helstu ástæðumar hafa verið dýr- ir íhlutir, lélegt stál, ekla á hæfum verkffæðingum og landlæg gæða- vandamál. Þetta hefur ódýrt vinnu- afl ekki unnið upp hingað til en nú árum hófu kóreskir bflaffamleiðend- ur að ryðja sér til rúms á alþjóða- markaði og þeir mættu sams konar gagnrýni og ffændur þeirra tveimur óratugum áður. Sem fyrr var ekki hægt að líta ffam hjá verðinu og gæð- in komu á óvart. Þessa dagana em kóreskir bflar í ffemstu röð þegar lit- ið er til bilanatíðni en verðið er enn öldungis boðlegt. Nú bendir margt til þess að Kína sé loks að feta í fótspor nágranna sinna og það gæti haft veruleg óhrif á bflaiðnaðinn um heim allan. Það er raunar langt síðan Kína fór að gera sig gildandi í bflaiðnaðinum en það hefur til þessa nær einungis verið bundið við íhlutaffamleiðslu. Utflutningur á kínverskum bflum hef- ur hins vegar verið ffemur lítill utan þriðja heimsins. Þetta kann að breyt- ast innan skamms því í síðustu viku greindi einn af æðstu yfirmönnum DaimlerChrysler óvænt ff á því að fyr- irtækið hygðist setja á laggimar verk- smiðju til þess að ffamleiða ódýra smábfla fyrir Bandaríkjamarkað. Ef er þessi vandi allur að hverfa. Fáir hafa sjálfsagt betri skilning á þessu en kóreskir bflaframleiðendur og það segir sína sögu að Hyundai hefur verið að hreiðra um sig í Kína und- anfarin ár með góðum árangri. Þar á bæ segja menn kínversku ffamleiðsl- una standa hinni kóresku fyllilega á sporði og það er ekki htið hrós. í Kína er gnægð ónýtts vinnuafls og kostnaðurinn langt undir því sem annars staðar þekkist. í bflaiðnaðin- um kostar vinnustundin að meðaltali um 130 íslenskar krónur og þá er allt tahð, en þau störf þykja óvenju vel launuð. Það er langt undir því sem þekkist í samkeppnislöndunum. Ólíklegt þykir að sá kostnaður hækki mikið næstu tvo áratugi svo Kínverj- ar hljóta að eiga mikil sóknarfæri þar sem era ódýrir smóhflar. Sennilegt verður að teljast að stærri bflar sigli í kjölfarið, rétt eins og gerðist hjá Jap- önum og Kóreumönnum. Svo er bara spumingin hvort lága verðið nái alla leið til íslands. Opinber uppboð á eBay Það er hægt að gera kostakaup í bílum á eBay, eins og fjölmargir íslendingar hafa nýtt sér. Þar selja bæði einstakling- ar og bílasalar en upp á síðkastið hefur færst í aukana að opinber embætti víðs vegar um heim notfæri sér eBay til þess að koma bílum í verð, sem annars hefði kallað á kostnaðarsamt uppboðsferli. Spurning er hvort íslensk yfirvöld eigi ekki að taka upp þennan háttinn... Skoda Roomster á leiðinni Skoda hefur tilkynnt að enn einn bíllinn verði byggður á grunni Roomster-jepp- lingsins sem upphaflega var kynntur i Frankfurt 2003. Hann verður kynntur næsta vor og bætist í hóp Fabia Hatch, Octaviu Saloon og Executive Superb. Að sögn verður hann líkastur upphaf- legu hugmyndinni sem þótti í senn fram- úrstefnuleg og hagnýt, en það tvennt fer vist ekki alltaf saman... Nýr Skoda skutbíll Skoda er 100 ára um þessar mundir og það fer vel á því að Hekla kynni til sögunnar nýja skutbílinn frá Tékkunum af því tilefni. Skoda Octavia Combi er stærri og rúmbetri en áður og er búinn öflugum 1.6 og 2.0 FSI vélum og 1.9 og 2.0 TDI dísilvélum. Verðið byrjar í rétt tæpum tveimur milljónum... VELALAIMD VÉLASALA • TÚRBÍIMUR VARAHLUTIR • VIÐGERÐIR Heddpakkningar Olíuverk Tímareimar Samsetning véla Túrbínur Þrýstiprófum og plönum hedd Alternator og startara viðgerðir Bestu verðin mestu gæðin Það hafa fóar góðar fréttir borist af General Motors og Ford að undan- fómu og í síðustu viku vora skulda- bréf þeirra endurílokkuð sem rasl- bréf af Standard & Poor’s, einni helstu lánshæfistofu heims. Þetta mun gera fyrirtækjimum enn erfið- ara fyrir en áður og var vandinn þó ærinn. Reksturinn hefur gengið illa og nú virðast skuldir þeirra nánast óyfirstíganlegar. Helsti veikleiki GM og Ford er ein- faldur: Fyrirtækin selja ekki nógu marga bfla. Sala bfla í Bandaríkjun- um hefur raunar aukist á síðustu árum en salan hjá fyrirtækjunum tveimur hefur minnkað og markaðs- hlutdeildin sömuleiðis. Á síðasta ári juku Bandaríkjamenn kaup sín á fólksbflum um 1,8% en salan hjá GM Detroit á fallandi fæti Þrátt fyrir að Bandaríkin séu í fararbroddi hátækni og framleiðni væri synd að segja að allt sé í himnalagi í Detroit minnkaði á sama tíma um 7,7% og hjó Ford um tæp 5%. Aðalsamkeppni GM og Ford kemur frá Japan en einnig hefur DaimlerC- hrysler nokkuð sótt í sig veðrið. Eftir 11. september 2001 drógust bflakaup Bandaríkjamanna verulega saman en síðan gáfu þeir aftur í og það voru jepplingamir sem drógu þann vagn fyrir GM og Ford. Núna seljast þeir hins vegar miklu verr, meðal annars vegna mikilla verðhækkana á bens- íni vestanhafs en ekki síður vegna þess að þeir hafa lítið þróast. Á sama tíma bjóða Japanar nýja og betri jepp- linga á hreint ágætlega samkeppnis- færa verði. Til þess að bæta gráu ofan á svart era Japanar sífellt að gera sig breið- ari í framleiðslu og sölu pallbfla, sem engum hefði dottið í hug fyrir nokkrum árum. Japönsku framleið- endumir era svo enn að styrkja sig á smábflamarkaðnum og kaupendur eðalvagna líta varla lengur til banda- rískra bfla heldur stendur valið milli Evrópu og Asíu: Benz eða Lexus, Audi eða Acura. Ford og GM hafa til þessa aðallega bragðist við aðsteðjandi vanda með uppsögnum, verksmiðjulokunum og spamaði. Það hrekkur þó ekki til því við bætist dýrt vinnuafl og aukinn lífeyris- og tryggingakostnaður. Það má rekja til öflugrar verkalýðshreyf- ingar í Detroit en japönsk fyrirtæki starfrækja bflaverksmiðjur annars staðar í Bandaríkjunum og hleypa ekki verkalýðsfélögum inn fyrir dyr. Eins og sakir standa blasir ekkert annað en gjaldþrot við gömlu Detro- it-risunum þótt það kunni að vera langt í það. Þrátt fyrir miklar skuldir og skuldbindingar era eignimar vera- legar og bankainnstæðumar feitar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.