blaðið - 25.05.2005, Page 4

blaðið - 25.05.2005, Page 4
4 innlent ■ miðvikudagur, 25. maí 2005 I blaðið Gunnar Einarsson tók í gær við starfi bæjarstjóra í Garðabæ af Ásdísi Höllu Bragadóttur en eins og kunn- ugt er mun Ásdís á næstunni taka við starfi forstjóra Byko. Af þessu tilefni afhenti Ásdís nýjum bæjarstjóra lykil en að þessu sinni var það ekki hefð- Flfsar I - úti og inni - Varanleg lausn Gegnheilar útiflísar á svalir, tröppur, sólstofur og jafnvel bílskúrinn. Verðdæmi: 30x30 kr. 1.150,- m2 ALFABORG Skútuvogi 6 • Sími 568 6755 Nýr bæjarstjóri í Garðabæ Rafrænar kosningar á landsfundi Sam- fylkingarinnar. formannskosninguna á miklum villi- götum og hafa einkennst af óstaðfest- um gróusögum. Hann kvaðst ekki vita hversu margir ungir fulltrúar hefðu setið landsfundinn. Gunnar Svavarsson, formaður framkvæmdastjómar Samfylkingar- innar, segir að ný framkvæmdastjórn hafi enn ekki komið saman, og sér vit- anlega hafi ekki enn borist formlegar ábendingar eða kærur. Komi til slíks, eða að starfsmenn flokksins beri mál- ið upp, sé það framkvæmdastjómar að §alla um það. Blaðinu hefur enn ekki tekist að ná tali af Ágústi Ólafi Ágústssyni, nýkjörnum varaformanni Samfylk- ingarinnar. Skrifað undir kjarasamning Styrktarfélag vangefinna og SFR - Stéttarfélag í almanna- þjónustu, hafa skrifað undir nýjan kjarasamning. Samning- urinn er að sögn á svipuðum nótum og gerður var á milli SFR og ríkissjóðs í mars sl., en nán- ari atriði stofhanasamningsins hafa verið útfærð. Eitt af því sem náðist fram í nýjum samn- ingi em starfsaldurshækkanir hjá stuðningsfulltrúum. Samn- ingurinn er afturvirkur ffá 1. febrúar síðastliðnum. bundinn lykill heldur, eins og Ásdís orðaði það, „lykill að verkefnum bæj- arstjóra". Um var að ræða þvagblöðru úr skinni, öðro nafni völuskrín. Til útskýringar sagði Ásdís að í skríninu væri lítill miði sem skrifa ætti fram- tíðarsýn sem fara þyrfti eftir. Einnig væri í skríninu sauðavala sem hægt væri að spyrja erfiðra spurninga og myndi valan svara já eða nei. Gunnar Einarsson er með meistara- próf í stjómun, auk þess að hafa lokið námi í opinberri stjórnun og stjórn- sýslu. Hann hefur að undanfórnu unnið að doktorsverkefni við háskól- ann í Reading í Englandi. Hann mun sinna starfi bæjarstjóra í eitt ár. Það vakti athygli blaðamanns að í kjölfar gamansögu Gunnars um ffáfarandi bæjarstjóra sagði Ásdís að „maðurinn væri svo hraðlyginn að hann ætti eftir að standa sig ffá- bærlega í nýju starfi". Hvort það sé reynsla Ásdísar, að slíkt þurfi til að stjóma Garðabæ, skal ósagt látið. íslenskir karlmenn verða allra karla elstir Landsfundur Samfylkingar: Fulltrúar Ungra jafnaðarmanna ekki allir á flokksskrá Brögð voru að því að fulltrúar Ungra jafnaðarmanna á landsfundi Sam- fylkingarinnar reyndust ekki vera á flokksskrá þegar til skráningar á fundinn kom. Andrés Jónsson, for- maður Ungra jafnaðarmanna, segir að þar hafi verið um mistök skrifstofu Samfylkingarinnar að ræða - flokks- skráin hafi ekki reynst nægilega vel uppfærð fyrir landsfundinn. Það hafi allt verið leiðrétt. Einn þingmanna flokksins, sem ekki vildi láta nafhs síns getið, gaf lítið fyrir þá skýringu og sagði flokksskrána sjálfsagt aldrei hafa verið jafnvel uppfærða og nú, enda hörð formannskosning að baki með miklum nýskráningum. 268 ungirjafnaðarmennhöfðusetu- rétt á landsfundinum en enn hefur ekki tekist að fá staðfest hversu marg- ir þeirra innrituðu sig á fundinn eða hversu margir neyttu atkvæðisréttar síns. Á skrifstofu Samfylkingarinnar er nú unnið að samantekt tölfræði- legra gagna landsfundarins. Andrés telur umræðuna um vara- Japanskar konur llfa nú allra kvenna lengst en fyrir um sex árum voru íslensk- ar konur á toppnum. Lífslíkur íslenskra karla hafa batnað mun meira en kvenna á síðustu ára- tugum og nú er svo komið að íslend- ingar verða karla elstir í heiminum. Þetta kemur fram í tölum sem Hag- stofa íslands sendi frá sér £ gær. Kon- ur geta þó ennþá vænst þess að lifa lengur en karlar þv£ eins og annars staðar £ heiminum er meðalævilengd karla styttri en kvenna. íslenskir karlar geta nú vænst þess að verða 78,8 ára og konur 82,6 ára. Á undanfómum þremur áratugum hefur dregið talsvert saman með kynj- unum i meðalævilengd. í upphafi 8. áratugarins var sex ára munur á ævi- lengd kvenna og karla hér á landi en nú er munurinn aðeins tæp fjögur ár. Svipaða þróun má greina £ öðrum Evr- ópulöndum en munurinn á ævilengd á milli kynjanna er þó viðast hvar meiri en hér, eða sex til sjö ár i flest- um löndum. íslenskar konur í 6. sæti Lengi vel voru lífslíkur íslenskra kvenna hæstar á veraldarvísu en nú ero íslenskar konur í 6. sæti. Með- al þeirra þjóða, þar sem konur lifa lengur en þær íslensku nú til dags, má nefna Spán og Frakkland. í Jap- an eru ævilíkur kvenna langhæstar í heimi en þar verða konur nær 86 ára að meðaltali. Japanskir karlar geta vænst þess að ná rúmlega 78 ára aldri. Gunnar Einarsson tekur við verkefnalykli af Ásdísi Höllu Bragadóttur, fráfarandi bæjarstjóra. Vestfjarðaakademía - nýtt félag fræðimanna Dr. Ólína Þorvarðardóttir og Anna Guðrún Edvardsdóttir M.ed. hyggj- ast koma á legg félagi fræðimanna á Vestfjörðum. Félagið mun bera nafn- ið Vestfjarðaakademían og verður stofnfundur þess haldinn á Isafirði 2. júm' nk. „Við höfum verið að horfa til Reykjavíkurakademíunnar sem fyrir- mynd en fyrst og ffernst hugsum við þetta sem félagsskap fólks með æðri háskólamenntun sem uppfyllir kröfur um kennsluhæfi á háskólastigi, þ.e. fólk með embættispróf, meistarapróf eða doktorsgráðu," segir Ólína. „Með- limir akademíunnar gætu þá tekið þátt í rannsóknarverkefnum, boðið ffarn kennslukrafta sína og ffæði- lega aðstoð. Félagið virkar þá sem tengslanet sem veitir fólki í ffæði- og/eða rannsóknarstörfum stuðning. Við vonum að þetta verði til eflingar þekkingarsamfélaginu hér. Það er komið háskólasetur til Vestfjarða og þar á bæ er farið að huga að stað- bundinni kennslu á háskólastigi. Við viljum bjóða þeim krafta okkar ef til kemur.“ 30 ffæðimönnum hefur verið boðin aðild að Akademíunni og Ólina reiknar með því að þeir muni allir taka boðinu. Danskur forstjóri til Samskipa Ásbjörn Gíslason forstjóri hefur tek- ið við rekstri Samskipa á íslandi af Knúti G. Haukssyni, verðandi for- stjóra Heklu. Ásbjörn hefur leitt út- rás félagsins erlendis undanfarin ár og tekur nú einnig við stjóm íslands- deilda félagsins erlendis og frysti- vöruflutninga þess. Nýr forstjóri Samskipa, við hlið Ásbjörns, verður Michael F. Hassing, sem hefur verið forstjóri danska Maersk-skipafélags- ins á Bretlandseyjum. Hann mun einkum sinna ört vaxandi gámaflutn- ingastarfsemi Samskipa erlendis og flutningsmiðlunarþjónustu félagsins. Starfsmenn Samskipa eru um 1.300 en félagið rekur nú 49 skrifstof- ur í 21 landi, auk þess sem umboðs- menn starfa víða um heim. Á þeirra vegum er alls 21 gámaskip í fóstum áætlunarsiglingum og eru áætlaðir heildargámaflutningar félagsins á þessu ári ríflega 900 þúsund gámaein- ingar. Samskip og dótturfélagið Sil- ver Sea eru einnig með 15 frystiskip á sínum snærum og til viðbótar eru Samskip með önnur 15 skip í ýmsum d: Esther verkefnum, m.a. í þungaflutningum fyrir olíuiðnað í Noregi og í löndum við Svartahaf. Auglýsingadeild 510-3744 blaóió

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.