blaðið - 25.05.2005, Page 21

blaðið - 25.05.2005, Page 21
blaðið I miðvikudagur, 25. maí 2005 Playstatlon 3 Njóttu þess fram í fingurgóma að sumarið er komið. Notaðu næsta frí- dag til að sinna sjálfum þér og safna kröftum eftir annasama vinnuviku. Slakaðu á eða dólaðu þér við að sinna áhugamálum sem hugur þinn reik- ar til. Að kvöldi dags geturðu svo á fljótlegan og einfaldan hátt kórónað afslöppunina með því að fylgj a einfaldri grilluppskrift sem kitlar bragðlauka flestra karlmanna. Njóttu sólarinnar og léttleika sumarins undir áhrifum frá tælandi snarki grillsins og ilmandi matreiðslu að hætti karlmanna. Grilluppskrift einstæðingsins: Innihald: Nautainnanlærisneið 1 hvítlaukur 1 gulrót 2 stórar kartöflur Smjörklípa Kjötkraftur Svartur og grænn pipar Hveiti eða Maizena-mjöl Kjötið Steikið kjötið skamma stund og piprið vel. Setjið álpappír á grillið og steikið saxaðar kartöflurnar og niðurskorna gulrótina upp úr smjöri ásamt heilum hvítlauksrifjunum. Setjið svo kjötið á álpappírinn og steikið allt saman. Stingið í kjötið með reglulegu millibili til að kanna hvort það sé tilbúið. Steik- ingartími fer eftir smekk. Sósan Setjið örlítið vatn í pott og bætið nautakrafti og grófmöluðum svörtum og grænum pipar út í. Látið malla í fimm mínútur og bætið svo örlitlu hveiti eða Maizena-mjöli út í til að þykkja sósuna. Hrærið vel og bætið svo örlitlum rjóma út í rétt áður en sósan er tekin af hellunni. Skolaðu þessu niður með rauðvíni, bjór eða hverju því sem þér finnst viðeigandi - hallaðu þér svo aftur og njóttu þess að sumarið er komið. Að sjálfsögðu á að borða úti undir berum himni ef veður lofar - til að kóróna upplifunina. | bylting á leikja- tölvumarkaði Sony hefur gert nýjustu Playstation- tölvunaopinbera. Áblaðamannafundi fyrir skemmstu kynnti Sony í fyrsta sinn vélina sem ber nafnið Playstati- on 3. Heitið kom ekki á óvart, þrátt fyrir að mikil leynd hafi verið um það í nýafstaðinni auglýsingaherferð. Helsti munurinn á PS2 og PS3 er sá að í nýju vélinni er sér örgjörvi sem sér um vinnslu og sér grafik-ör- gjörvi sem var ekki í PS2. Hinn frægi Cell-örgjörvi, sem Sony hefur unn- ið að undanfarið ár í samstarfi við IBM og Toshiba, keyrir vélina áfram og N-VIDEA-örgjörvinn sér um graf- íkina. í stað þess að einn örgjörvi sjái um allt þá er betri skilgreining á milli verkefna í vélinni sem skilar sér í stórbættum hraða og betri graf- ík. Nýja tölvan notast við Blue Ray geisladiska. Þeir geta borið sex sinn- um meira efni en hefðbundnir DVD diskar eða um 54GB. Hún mun geta spilað alla leiki sem komið hafa út fyr- ir fyrri Playstation-tölvur. Nýja vélin mun spila flestar þekktar tegundir diska, hefðbundna og skrifaða geisla- diska, DVD, DVD-ROM, DVD-R og DVD+. Grafíkin er víst sláandi og einn þeirra íslendinga, sem séð hefur tölv- una, sagðist í fyrsta skipti hafa feng- ið gæsahúð yfir því sem fyrir augu bar. Vélin getur spilað á tvö sjónvörp í einu þannig að ef maður er t.d. í bíla- leik þá getur maður skipt myndinni á milli sjónvarpa í tveggja manna spili án þess að myndin skiptist í tvennt á einum skjá. Allar fjarstýringar eru þráðlausar og hægt er að nota sjö stýripinna í einu án þess að nota millistykki. ■ Mín skoðun aldarinnar? magnus@vbl.is Femínistafélagið samanstend- ur af vígreifum stúlkum sem berjast af miklum eldmóði gegn hvers konar kvenoki. Markmið samtakanna er virðingarvert og innblásið af fallegri hugsjón en því miður teygja angar starfseminnar sig langt út fyrir það svið sem sam- tökin ættu að fást við. Ráðvilltu riddararnir Fyrir nokkru fjölmenntu femínistar í bókabúðir og stórverslanir til að líma bleikan límmiða á hvert einasta eintak tímaritsins B&B. Á límmiðan- um var innihald blaðsins fordæmt og neytendur hvattir til að beina kaup- um sínum annað. Femínistar voru sérstaklega óánægðir með grein sem hafði verið skrifuð í blaðið skömmu áður og hét „Beygð’ana í bólið“. Ljóst var að enginn innansamtakanna hafði mátt vera að því að lesa innihald greinar- innar sem snerist um tilhugalífsráðleggingar til karla sem áttu erfitt með að finna sér maka - greinarhöfundurinn valdi ein- faldlega óviðeigandi nafn vegna þess að það stuðlaði. Þetta er einkennandi fyrir baráttu femínista - þeir slást við vindmyllur, berjast gegn ósýni- legum óvinum en skeyta ekki um rót vandans sem liggur í sjálfsvitund kyn- systra þeirra. Rót vandans Um allan hinn vestræna heim fyrir- finnast kvennablöð. Þau gefa örvingl- uðum konum ráð til að bæta stöðu sína í heimi einstaklinga og sam- keppni. í blöðunum eru ógrynni ráð- legginga til kvenna um hvernig þær geti þóknast körlum. Greinarnar bera gjarnan nöfn á borð við: „Karlar vilja stór brjóst", ,AIlt sem þú þarft að gera til að finna draumaprinsinn", „Svona verður flott að klæða sig næsta sum- ar“, „Nærfót sem virka“, eða með öðr- um orðum: ,Ailt sem þú þarft að gera til að körlum líki vel við þig“. Vinsælustu tíma- ritin fyrir konur eru uppfull af grein- um sem ná út fyrir endamörk for- heimskunnar. Greinum sem snúast um fót, kynlíf, sambönd og snyrtivör- ur - fót sem öðrum finnst flott, kynlíf sem öðrum finnst gott, sambönd eins og öðrum finnst þau eiga að vera og málningu sem gleður auga annarra! Er þetta sjálfstæði nútímakonunnar? Allt sem öðrum finnst í einu blaði ásamt auglýsingum? Villandi ráðlegg- ingar innan um aragrúa af áróðri? Vinsælustu og dýrustu kvennablöðin á borð við Cosmopolitan minna held- ur á auglýsingasíma- skrár en ritverk vitsmunaveru - það er því lán í óláni að margar konur lesa ekki blöðin en skoða eingöngu myndir og aug- lýsingar. Verði þinn vilji Nú höfum við með örlítilli Úr Cosmopolitan hugleiðingu séð glitta í grundvallar- vanda hinnar vestrænu konu. Hún er á tilvistarlegum vergangi - hún er háð öðrum um eigin sjálfsvitund. Á hverju ári fær hún send skilaboð frá hinum og þessum mönnum, víðs vegar að úr heiminum, um hvernig hún skuli klæða sig, hvað hún skuli vera þung, hvort líkaminn eigi að vera stæltur eða magur, hvernig hún skuli lita á sér hárið o.s.ffv. Af þræls- lund tekur konan við skilaboðunum frá tískukóngi sínum og heldur hok- in út í heiminn til að reyna að upp- fylla fáránlegar kröfur yfirboðarans - skipanir sem krefjast þess að hún hætti að borða og verji bróðurhluta tíma síns og ráðstöfunartekjum til að framfylgja útlitskröfum herrans. Þarna, femínistar mínir, er vanda- málið - ekki í karlablöðunum heldur í kvennablöðunum! Berjist við rétta óvini, ekki spenna bogann svo langt að strengurinn slitni - þá fellur örin í fótinn á sjálfum ykkur. Burt með táfýluna Táfýla verður mörgum vandamál á sumrin með hækkandi sól og uppsveiflu hitastigs. Táfýla getur stafað af sveppasýkingu en þá er lausnin fólgin í lyfjagjöf. Apótek bjóða ýmis krem og úða til að bera á fætuma en þó eru til húsráð fyrir þá sem þjást af hefðbundinni minni háttar táfýlu. Hægt er að setja einn dropa af formalíni í sinn hvom skóinn. Það kæfir alla lykt. Þeim sem hyggjast beita þeirri lausn oftar en einu sinni er bent á að ráðfæra sig við lyfjafræðing. Einnig er hægt að geyma skóna í frysti í sólarhring og við það hverfur fýlan nema hún sé svimandi súr.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.