blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 14
þriðjudagur, 12. júlí 2005 I blaðið Sækjum og sendum báðar leiðir. Verð frá kr. 850 afsláttur af vinnu við smur Þú gerir góð kaup með þvl að láta okkur I Bllkó sjá um að smyrja bllinn. Vaxtalausar léttgreiðslurl bilkolis Smurþjónusta Peruskipti Rafgeymar' Betri verd! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 blaðiðB Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaðun Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalslmi: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510-3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.ls, frettir@vbl.is, auglysingar® vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Upplausn hjá FL Group Uppákoman £ stjóm FL Group fyrir nokkrum dögum er vægast sagt einkennileg. Það að þrír stjórnarmenn skuli ganga úr stjóminni í mót- mælaskyni við starfshætti stjórnarformanns, Hannesar Smárasonar, vekur upp margar spumingar. Þeim ósvömðu spumingum fjölgaði svo eftir ræðu Ingu Jónu Þórðardóttur fráfarandi stjórnarmanns á hluthafa- fundi um helgina. Ef FL Group hefði verið skráð á hlutabréfamarkað í einhverju öðru vestrænu landi þá hefði gengi bréfa þess hmnið eftir að uppvíst hefði orðið um afsögn stjómarmanna vegna þess sem kallað var „glæfralegir stjórnarhættir." Fjárfestar hefðu eflaust þurft að horfa upp á 20-50 pró- sent lækkun hlutafjár strax daginn eftir. En slíkt gerðist ekki á hinum háþróaða íslenska hlutabréfamarkaði. Þar hækkaði gengi bréfa í FL Group eftir að uppvíst varð um þessar alvarlegu ásakanir! Hannes Smárason, stjómarformaður FL Group, hefur ekki séð nokkra ástæða til að útskýra fyrir þúsundum hluthafa FL Group hvað sé í gangi hjá félaginu. Rejmdar lét hann hafa eftir sér eftir að stjórnarmennimir gengu út að þeir hefðu haft svo mikið að gera hjá sfnum eigin félögum að þeir hefðu ekki haft tíma til að sinna Flugleiðasamsteypunni! Þetta er langt frá því að vera trúverðugt. Reyndar hefur síðan komið á daginn að svo virðist sem stjómamennirnir hafi verið ósáttir við hinar ýmsu fjárfestingar innanlands og að þær skuli ekki hafa verið ræddar í stjóm félagins. Inga Jóna Þórðardóttir kom síðan inn á enn eitt vandamálið í stjóm- un félagins í ræðu sinni á hluthafafundinum á laugardag. Hún kvart- ar undan því að ekki séu nógu skýr skil á milli valdsviðs forstjóra og stjómarformanns félagins. Enn skortir viðunandi skýringar. Er FL Gro- up í raun alfarið stjómað af stjómarformanni og ef svo er - hvert er þá hlutverk nýráðins forstjóra Ragnhildar Geirsdóttir? Er hún einungis leikbrúða í höndum Hannesar Smárasonar? Er hennar hlutverk fyrst og fremst táknræns eðlis? Hér skal ekki fullyrt að svo sé en spumingar í þessa veru hljóta að vakna. Enn og aftur gerir stjórnarformaður FL Group lítið úr málunum og á honum var helst að skilja eftir hluthafa- fundinn að aðfinnslur Ingu Jónu væru lítilfjörlegar og vart svaraverðar. En er það svo? Kemur hinum almenna hluthafa ekki við hvað er í gangi hjá FL Group. Er félagið eitthvað einkafyrirtæki Hannesar Smárasonar sem hann getur ráðskast með að vild? Svarið er einfalt - nei. FL Group er almenningshlutafélag og hluthafar þess eiga heimtingu á skýrum og greinargóðum svömm við þeim spurningum sem hafa vaknað síðustu daga. Mikið vantar á að þeim hafi verið svarað. Einfeldningsháttur herra Hannesar Hólmsteins 510 3744 blaðiðH I Hólmsteinn I skrifaði grein I í Fréttablaðið 1 þann áttunda ■K4 ^ * V júli síðastlið- J hann hall- n mælir þróun- jfH taks-hvatann sem öllu áorkar. Þar heldur hann því fram af vanalegri einföldun að eina leiðin til bjargálna fyrir Afríku og önnur fátæk svæði í heiminum sé sú að „framleið- endur leggi harðar að sér.” Undirrit- aður getur illa skilið slík ummæli öðmvísi en þannig að prófessorinn sé að ýja að því að leti svarta mannsins sé orsakavaldur rauna hans, ekki ut- anaðkomandi þættir líkt og ójafnræði í heimsviðskiptum, umburðarlyndi þeirra sem reka heiminn gagnvart spilltum og slæmum stjórnarherrum og vöntun hinna sömu manna á því að taka ábyrgð á gjörðum forvera sinna er skópu farveg þess ástands sem er við lýði í löndum Afríku á ný- lendutímabilinu. Annar punktur herra Hannesar, sem er oft áður tugginn lumma úr hans skolti, er sú að svarið við öllum vandamálum liggi í því „að auðlindir séu í eigu einkaaðila, sem hafi beinan hag af skynsamlegri nýtingu þeirra.” Nú er það svo að Alþjóðabankinn set- ur ákveðin skilyrði til einkavæðingar náttúruauðlinda þegar hann veitir þessum ríkjum lán. Sumstaðar hafa slíkar einkavæðingakröfur náð yfir grunn-nauðsynjar líkt og vatn eins og gerðist í Venezúela. Þar rauk verð á vatni uppúr öllu valdi þannig að hinn almenni borgari hafði ekki leng- ur efni á að kaupa það. Þá brá alþjóð- lega stórfyrirtækið sem hafði tryggt sér réttinn á vatninu á það ráð að banna fólki að safna regnvatni enda sýndu sölusamningar fram á það að þeir ættu það líka. Refsingin við slíkri söfnun gat legið í því að fyrirtækið leysti til sín heimili fólks. I Nígeríu telja margir að olían sem þeir eiga sé bölvun landsins enda hafa vestræn ol- íufyrirtæki, og þá sérstaklega Shell, séð hagsmuni sína í því að dæla fjár- magni í gerspillta stjórn landsins sem í staðinn leyfir þeim að dæla olíu útúr landinu á toppprís. Þetta fyrir- komulag herðir tök stjórnarinnar á almúganum og eykur þegar mikið vonleysið. En hjá Hannesi er þetta einfalt, það þarf að „virkja framtak einstaklinganna.” Vandinn liggur því hjá Afríku, ekki hinum sem stjórna alþjóðasamfélaginu. Þeir nenna bara ekki að rífa sig uppúr þessu. Hannes heldur áfram og ber sam- an núverandi ástand þessara ríkja og stöðu íslands í upphafi síðustu aldar og segir að árangur íslands sé þess- um löndum fyrirtaks fordæmi. Slík- ur samanburður er þó ætíð skakkur enda aðstæður í alþjóðasamfélaginu og í milliríkjaviðskiptum af allt öðr- um toga en nú. Það voru engin fríverslunarbanda- lög í líkingu við þau sem nú tíðkast né yfirþjóðlegar stofnanir, enginn Alþjóða- banki eða WTO, engin G-8 ríki með flest alla efna- hagslega þræði hnattarins í hendi sér. í stuttu máli, engin alþjóðavæðing. Inn- tak greinar Hannesar er reyndar það að hallmæla það sem hann kallar þró- unaraðstoð. En það hlýt- ur að skjóta skökku við að taka ísland sem fyr- irmyndadæmið í slíkum málflutningi þegar að það er varla hægt að kalla Marshall-aðstoðina sem nútímavæddi ísland neitt annað en þróunaraðstoð í ljósi þess að ekki var háð- ur einn einasti bardagi í síðari heimstyrjöldinni á íslenskri grundu. Herra Hannes klykkir síðan út með því að hvetja til þess að íslendingar eigi að taka kröftulega und- ir með Bandaríkjunum í baráttu þess sjálfskipaða flaggskips fijálsræðis í heiminum fyrir frjálsum alþjóðavið- skiptum í stað þess að fylgja Evr- ópusambandinu £ þvf að raða upp vemdartollum og niðurgreiðslum í landbúnaði sem hindri vöxt fátækra þjóða. Vissulega hefur Hannes rétt fyrir sér f sambandi við ESB, sameig- inlega landbúnaðarstefnan og ýmsar aðrar vemdaraðgerðir fyrir evrópsk- ar atvinnugreinar og vörar eru klár- lega mikil hindrun fyrir fátækari þjóðir enda kemur slikt i veg fyrir að þær geti á hagkvæman hátt stundað margskonar útflutning á innri mark- að Evrópu. Hinsvegar er fásinna að mæra Bandaríkin sem kyndilbera frjálsra alþjóðaviðskipta. Það er mikill munur á Free-trade slagorði þeirra Amerísku og Trade-justice kröfum Afríku og annarra í suðrinu. Það er ekki hægt að tala um Trade- justice á meðan að G-8 þjóðirnar eru með neitunarvald innan IMF sem og WTO og stjórna þeim báknum eftir þv£ hvemig slikt hentar þeirra eigin efnahögum fremur en af mannlegheit- um og jöfnuði. Þessi bákn eru samt sem áður talin hornsteinar Free-tra- de i heiminum. Að auki er mikið um jafnar niðurgreiðslur sem og verndar- tolla í Bandaríkjunum og er hægt að nefna dæmi um bæði. Bandarískur bómullariðnaður er til dæmis háður gífurlegri niðurgreiðslu til að hann haldi lífi. Hann er af afar óhagstæðri stærð eins og er og til að halda hon- um gangandi og mýmörgum störfum lifandi þá greiða bandarísk stjórn- völd gríðarlegar fjárhæðir með þeim iðnaði. Það gerir það að verkum að fullunnar bómullarvörur frá Banda- ríkjunum eru undir kostnaðarverði og því ómögulegt fyrir Afríku-ríki er standa í slíkri framleiðslu að vera samkeppnishæf. Einnig eru vemd- artollar Bandaríkjamanna á stálinn- flutning löngu þekktir. Free-trade er ekki 8varið fyrir Afríku, enda hefur Bush margoft látið hafa eftir sér í aðdraganda G-8 að hann muni ekki skrifa undir neitt sem skaði efnahag Bandaríkjanna á nokkurn hátt. Vandamálið liggur ekki í fram- leiðsluleti einstaklinganna í þessum löndum, það liggur ekki í takmark- aðri einkavæðingu, ekki í skorti á vilja til frjálsra viðskipta og ekki í þrjósku þeirra við að fylgja undra- formúlu Hannesar um það hvernig ísland varð eitt ríkasta land í heimi. Til að afiná þann smánarblett sem fá- tækt Afríku og annarra í suðrinu er á vellystingarsmekk gráðuga eilífðar- afmælisbamsins sem hið kapitalíska vestur klárlega er þarf til að byrja með fjóra afar einfalda hluti: í fyrsta lagi fijáls og réttlát viðskipti á jafn- réttisgrundvelli fyrir fullunnar vör- ur fyrir hin fátæku ríki, enda er það að halda þeim fóstum í hráefhisfram- leiðslu gegn brotabroti af lokaágóðanum hrein og klár fátækrargildra og ekkert annað en nú- tíma-þrælahald, í annan stað þarf samstöðu meðal þjóða heimsins og fyrir- tækja um að sýna ekkert umburðarlyndi gangvart spilltum og slæmum stjómendum með því að sniðganga slíka alger- lega, í þriðja lagi þarf að fella niður allar skuldir þessarra ríkja við alþjóða- stofnanir sem og önnur ríki gegn því að þau geti sýnt fram á ffambærilega stjórnsýslu og starfhæfan infastrúktúr og að lokum meiri aðstoð í formi fjár- magns, matvæla og síðast en ekki síst lyfja í hæsta gæðaflokki, hvort sem shk aðstoð verður kölluð þró- unaraðstoð eður ei. Þetta eru nauðsynlegu skrefin, svo er hægt að tækla það pólitíska ójafnræði er rik- ir í alþjóðavæddum heimi þegar grunnurinn hefur verið lagður. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er ástandið í Afríku okkur að kenna. Mér og þér. Við höfum ákveð- ið að líta ffamhjá því eða sleppa þvi að kynna okkur þær staðreyndir að vandamál álfunnar eru beintengd nýlendutímanum, þeim hentugleika- landamærum sem dregin vom þar á þeim tíma og því afskiptaleysi og útilokun sem henni hefur verið sýnd í alþjóðakerfinu allar götur síðan. Það er þægilegt að sleppa því að vita hluti til að komast hjá ábyrgð á þeim en það breytir því hinsvegar ekki að ábyrgðin er til staðar. Ábyrgð á því að 50.000 böm deyja daglega sökum þess að við og þeir sem ríkja yfir okk- ur kjósa að gera ekkert í því. Það eru þúsund sinnum fleiri en létust í hryðjuverkaárásunum í London. Lausnirnar eru til staðar en hinar gráu vofur yfirstétta vestursins hafa hingað til tekið meðvitaða ákvörðun um að beita þeim ekki. Hagsmunum þeirra hefur ekki verið best borgið með því að þetta fólk lifi. Hannes lét einu sinni hafa eftir sér í kennslustund sem ég sat í hjá honum að það væri betra að vera óhamingjusamur í Benz en að vera óhamingjusamur í Lödu. Ef slíkt er satt yrði kannski farsælast að senda nokkur þúsund Benza til Afríku svo að fólkið geti verið svangt, veikt og skítugt í flottum bíl fremur en á bak- inu á asna og þannig liðið ögn betur. Ég er Hannesi ósammála í þessu sem og líklega flestu og ég vona að hin ís- lenska þjóð sé nægilega mannleg til að vera það líka. Þórður Snær Júliusson, stj ór nmál afr æð i ngur. Þar heldur hann því fram af vanalegri einföldun að eina leiðin til bjargálna fyrir Afríku ogönnurfá- tæk svæði í heiminum sé sú að „framleið- endur leggi harðar að sér.”

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.