blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 25

blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 25
blaðid I þriðjudagur, 12. júní 2005 nmng 25 Maðurinn á bak vi Evan Hunter, sem öðlaðist frægð sem Ed McBain, lést á dögunum 78 ára gamall. Á hálfrar aldar ferli sínum skrifaði hann fjölda metsölu- bóka, smásögur, leikrit og kvik- myndahandrit. Á ferlinum seldi hann rúmlega 100 milljónir eintaka af bókum sínum. Hann hlaut nokkr- ar viðurkenningar á ferlinum og var fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem fé- lag breskra sakamálahöfunda heiðr- aði. Hann var sonur ítalskra innflytj- enda og fæddist í New York. Hann hét réttu nafni Salvatore Lombino en breytti nafni sínu í Evan Hunt- er árið 1952 af því hann taldi að út- gáfustjórar væru fullir af fordómum gagnvart rithöfundum með útlend nöfn. Árið 1954 skrifaði hann skáldsög- una The Blackboard Jungle um ung- an kennara sem kennir vandræða- unglingum. Bókin varð að þekktri kvikmynd með Glenn Ford og Sidn- ey Poiter. Sakamálasaga hans, Cop Hater, sem kom út árið 1956, þótti raunsærri en áður hafði tíðkast. Þar lék hin spillta stórborg stórt hlut- verk, lýsingar voru oft hrottalegar og samtöl þóttu sérlega trúverðug. í kjölfarið fylgdu tugir slíkra sagna sem hann skrifaði sem Ed McBain. Hann skrifaði um 75 kvikmynda- handrit og það frægasta er The Birds sem Álfred Hitchcock leik- stýrði svo eftirminnilega. Skýringin á því hversu afkasta- mikill hann var á ferlinum liggur í því að hann skrifaði venjulega tíu tíma á dag svo að segja alla daga vik- unnar. ■ Ed McBain. Þessi vinsæli sakamálahöf- undur lést á dögunum. Claude Simon. Nóbelsverðlaunahafi sem vildi vera titlaður sem vínrækta- maður. Nóbelsverðlauna- hafi og vínrækta- maður Franski rithöfundurinn og Nóbels- verðlaunahafinn Claude Simon er látinn, 91 árs að aldri. Hann ætlaði sér að verða málari en sneri sér að ritstörfum og var höfundur um tutt- ugu bóka sem einkenndust af mynd- rænum lýsingum og samblandi af frá- sögn og vitundarflæði. „Ég er erfiður, leiðinlegur, ólæsilegur og ruglingsleg- ur rithöfundur", sagði hann eitt sinn í gríni. Simon fæddist árið 1913. Faðir hans féll í fyrri heimsstyrjöldinni en sjálfur barðist hann í seinni heims- styrjöldinni, var handtekinn af Þjóð- verjum en flúði og gekk í frönsku andspyrnuhreyfmguna. Hann var pólitískur framan af en síðar á æv- inni var hann kominn á þá skoðun að ekki borgaði sig að ganga nokkurri hugmyndafræði á hönd. Simon var lágvaxinn, alvörugefinn og fámáll maður og alla tíð ræddi hann um ritstörf eins og hvert ann- að starf sem væri ekkert merkilegra en hvað annað. Auk þess að sinna rit- störfum var hann vínræktabóndi og bað ætíð um að þess starfs yrði getið í ferilsskrám. Hann hlaut Nóbelsverð- launin í bókmenntum árið 1985. ■ Ljóðasöngur í Sigurjóns- safni Á sumartónleikum Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar þriðjudagskvöldið 12. júlí syngur Sigríður Aðalsteins- dóttir þýska og íslenska ljóðatónlist við undirleik Helgu Bryndísar Magn- úsdóttur. Flutt verða verk eftir Jón Ásgeirsson, Pál ísólfsson, Franz Schubert, Robert Schumann, Johann- es Brahms og Gustav Mahler. Tónleikarnir hefjast klukk- an 20:30. Kaffistofa safns- ins er opin eftir tónleika. Aðgangseyrir er 1500 kr. WNSÆLUSH mmm ) jlf & , ,i) HIDK si i Kwy. LJ né f' Hitch Níutíu prósent af því sem maður segir, segir maður ekki með orðum. Will Smith, Kevin James og Eva Mendes í frá- bærri gaman- mynd. Million Dollar Baby Töframir felast í að fórna sér fyrir draum sem enginn sér nema þú. Óskarsverðlaun sem besta mynd ársins auk þrennra aðra. Meistaraverk sem allir verða sjá. Hide and Seek Sá sem vill komast að leyndarmálinu verður að spila leikinn. Robert DeNiro er í aðalhlutverkinu í hörkuspennandi sálfræðitrylli. Assault on Precinct 13 Eina leiðin út liggur beint í dauðann. Ethan Hawke og Laur- ence Fishburne fara á kostum í dúndurgóðri hasar og spennumynd. © Constantine Helvíti bíður hans. Himnaríki hafnar honum. Jörðin þarfnast hans. Keanu Reeves er John Constantine sem er í æsilegri baráttu við myrkra- öflin í frumlegum ævintýratrylli. Closer Þeir eru ófáir sem halda því fram að Closer sé ein besta mynd sem gerð var á síðasta ári og hefur hún verið hlaðin lofi og viður- kenningum enda toppleikarar í öllum aðalhlutverkum. The Aviator Flestir láta sig bara dreyma um framtíðina. Hann skapaði hana. Frábær verð- launamynd Mart- ins Scorsese um ævi auðkýf- ingsins Howards Hughes. leetthc Meet The Fockers Og þú sem hélst að ÞÍNIR foreldrar væru eitthvað skrítnir. Stórstjörn- urnar Robert DeNiro, Ben Stiller og Dustin Hoffman í sprenghlægilegri framhaldsmynd. Ray Á bak við einstak tónlistina var einstakur maður. Jamie Foxx túikar Ray Charles af stakri snilld í einni af bestu myndum síðasta árs. Shall We Dance? Hvað er kallinn eiginlega að bauka eftir vinnu? Stórleikararnir Richard Gere, Jennifer Lopez og Susan Sarandon í rómantískri gamanmynd.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.