blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 29

blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 29
blaðið I þriðjudagur, 12. júlí 2005 [B dagskrá 29 Fjötmiðlar Eftirminnilegar persónur kolbrun@vbl.is íslendingar eru eins og kunnugt er afar áhugasamir um skoðanir út- lendinga á landi og þjóð. Þess vegna hafa sennilega margir horft á bresku myndina Stúlkan á kaffihúsinu sem sýnd var á RÚV síðastliðið laugar- dagskvöld. Þar kom Reykjavík við sögu en átta helstu iðnríki heims héldu þar fund sinn. Vissulega mátti hafa ánægju af svipmyndum frá Reykjavík og samtölum persóna um það sem fólk vissi um ís- land, sem virt- ist aðallega vera tvennt, að Björk væri íslensk og að Fischer og Spasský hefðu keppt hér. Svo mátti einnig orna sér við boðskap myndarinnar um nauðsyn þess að út- rýmafátækt í heiminum og bjarga lífi svelt- andi barna. Samt verð ég að segja eins og er að boðskapur í myndum virkar oft á mig eins og fyrirlestur - og mér leið- ast fyrirlestrar. Myndin heillaði mig ekki vegna umræðna um ísland og ekki heldur vegna boðskaparins en framsetning hans var stundum svo tilfinninga- söm að maður varð dálítið vandræða- legur. Það sem gerði myndina svo eftirminnilega var einstaklega góður leikur aðalleikara. Kelly MacDonald, sem lék stúlkuna á kaffihúsinu, dró upp trúverðuga mynd af einlægri og hreinskilinni manneskju og manni fannst að þannig myndi persónan ætíð verða, jafnvel þótt hún yrði níræð. Bill Nighy átti stórleik í hlut- verki embættismannsins og túlkaði snilldarlega feimni, hik og óöryggi þess sem verður ástfanginn þegar hann á síst von á því. Það er ekki alltaf sem maður sér mynd þar sem maður trúir á per- sónur og stendur með þeim en það gerðist þarna og var leikurunum að þakka, miklu fremur en handritshöf- undi. Og fyrst verið er að tala um það sem breskt er þá ber að þakka fyrir Kastljóssþáttinn með breska sendi- herranum. Sendiherrann kom vel fyrir, var yfirvegaður og rökfastur. Góður fulltrúi Breta hér á landi. ■ 22.00 Tíufréttir 22.20 Fótboltakvöld 22.35 Rannsókn málsins VII (1:2) (Trial And Retribution, Ser. 7) Bresk sakamálamynd frá árinu 2003 þar sem lögreglan fær til rannsóknar sériega snúið sakamál. Leikstjóri er Charles Beeson og meðal leikenda eru David Hayman, Victoria Smurfit, Charl- es Dance og Neve Mclntosh. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. Seinni hlutinn verður sýndur að viku liðinni. 21.00 Eyes (1:13) 21.45 Shield (11:13) (Sérsveitin 4) The Shield gerist í Los Angeles og fjallar um sveit lögreglu- manna sem virðist hafa nokkuð frjálsar hendur. Vic er ekki lengur aðalmaðurinn og verður að lúta stjóm nýja yfirmannsins, Monicu Rawling. Stranglega bönnuð bömum. 22.30 Navy NCIS (17:23) (Glæpadeild sjóhersins) Bönnuð bömum. 21.00 Brúðkaupsþátturinn Já Sjötta sumarið í röð fylgist Elín Mar- ía Björnsdóttir með fólki sem hyggst ganga í hjónaband. 22.00 CSI: Miami 22.45 Jay Leno 21.00 Joan Of Arcadia (3:23) Táningsstelpan Joan er nýflutt til smábæjarins Arcadia þegar skrýtn- ar uppákomur fara að henda hana. 22.00 Kvöldþáttur 22.45 David Letterman 21.30 Stjörnukylfingur íslands 22.00 Landsbankamörkin 22.20 Sporðaköst II (Víðidaisá) 22.50 NBA - Bestu leikirnir (LA Lakers - Boston Celtics 1987) 22.00 Mona Lisa Smile (Bros Mónu Lísu) Dramatisk kvikmynd sem gerist í Wellesley-framhaldsskólanum um miðja 20. öldina. Þetta er stúlknaskóli þar sem fæstir nemendanna eiga stóra drauma um afrek í atvinnulífinu. Þannig er tíðarandinn en hlutirnir breytast þegar Katherine Watson kemur til starfa í Wellesley. Hún kenn- ir listasögu og er fljót að hrista upp f hinu rótgróna skólasamfélagi. k. • 'ík; 23.15 Tangled (Flækjur) Spennumynd. Lögreglan hefur rann- sókn þegar maður finnst illa til reika og virðist hafa oröið fyrir líkamsárás. Vinkona mannsins blandast í málið og þriðji aðili sömuleiðis. Margt bendirtil að hér sé um ástarþríhyming að ræða og að afbrýðisemin hafi tekið völdin. Stranglega bönnuð bömum. 23.30 The Contender (e) Leitin að næstu hnefaleikaleikastjörnu er hafin! Sextán hnefaleikakappar hafa verið valdir til að taka þátt í sam- keppni um hver er efnilegastur. í hverj- um þætti munu tveir þeirra berjast og sá sem tapar verður sendur heim. 4 00.15 Kastljósið Endursýndur þáttur frá því fyrr um kvöldið. 35.35 Dagskrárlok 00.40 Revelations (1:6) (Hugljómun) Bönnuð bömum. 01.25 Cold Case 2 (23:23) (Óupplýst mál) Bönnuð börnum. 02.10 Fréttir og island í dag 03.30 ísiand í bítið Fjölbreyttur fréttatengdur dægurmála- þáttur þar sem fjallað er um það sem er efst á baugi hverju sinni í landinu. 05.30 Tónlistarmyndbönd frá Popp TiVí 00.15 Cheers - 4. þáttaröð (e) 00.40 Boston Public 01.20 QueerasFolk Frábærir þættir um vináttu þriggja samkynhneigðra karlmanna í Man- chester. 01.35 Óstöðvandi tónlist 00.15 Friends (12:24) (Vinir) 00.40 Kvöldþáttur 01.25 Seinfeld 2 (7:13) (Phone Message) Við fylgjumst nú með bráðfyndna ís- landsvininum Seinfeld frá upphafi. 00.00 Skipped Parts (Dónalegu kaflarnir) (Fjörutíu dagar og nætur) Bönnuð börnum. 04.00 Mona Lisa Smile (Bros Mónu Lisu) Aðalhlutverk: Julia Roberts, Kirsten Dunst, Julia Stiles. Leikstjóri: Mike Ne- well. 2003. Leyfð öllum aldurshópum. Molar Ashley gengin út Ashley Olsen, ann- ar helmingur hinna þekktu Olsen tví- bura, er komin með kærasta. Jared Leto er sá heppni og hafa þau sést saman und- anfarið. Þau voru í keilu nýverið þar sem Ashley dansaði fyrir hann á kynþokka- fullan hátt. Of mikill aldursmunur Mikið er talað um hvenær Demi Moore og Ashton Kutcher gangi upp að altarinu en þau hafa verið saman í rúm- lega tvö ár. Vinur hjónaleysanna telur ástæðuna fyrir því að þau hafi ekki enn gifst vera sú að Demi finnst aldursmunurinn heldur mikill. „Demi er mjög ást- fangin af Kutcher og hefur aldrei verið hamingjusamari. Hún vill sennilega ekki að þeirri hamingjuljúkivegna ald ursmunar.Demi h e f u r ekki Af netinu áhyggjur af nútíðinni. Hún hefur meiri áhyggjur af framtíðinni, þeg- ar hún er 52 ára og Kutc- her er 37 ára. Eg held hún haldi að þegar hún eldist muni Kutcher bera hana saman við konur á hans aldri og hún mun ekki þola samanburð- inn.“ Þær áhyggjur virðast vera óþarfar því samkvæmt heimildum hefur Kutcher ekki svo mikið sem litið á aðrar konur síðan hann hitti Demi. Hvers á Dabbi að gjalda? Man ein- hver eftir tónlistarmanninum sem Jón Gnarr lék í Fóstbræðrum? Stóð í strætóskýli með kúrekahatt og gít- ar á öxlinni. Ótrúlega hallærisleg týpa. Þetta var eitt fyndnasta atrið- ið í þáttunum, lýsti misheppnuðum íslenskum tónlistarmanni rosalega vel. Textarnir voru ömurlegir og lög- in enn lélegri en karlinn ætlaði sko ekkert að gefast upp. Leiðinlegt... en auglýsing hans Davíðs Smára minnir mig óneitanlega á þennan umrædda karakter Jóns Gnarr. Auglýsingin er eins og eitthvað grín. Þegar hann labbar niður brekkuna, útskeifur og afturhallandi. Stendur síðan við hand- riðið með aðra löppina beygða...er hann ekki að grínast? Ég hef ekkert á móti Davíð Smára en ef það er ekki hann sem er að djóka með þessari auglýsingu þá er starfsmaður á ein- hverri auglýsinga- stofu hér á landi í hláturskasti ein- mitt núna... hann hlýtur að vera að grínast í kallinum. http://blog.central. is/beggerts Éghorfðiátvo sjónvarpsþætti um helgina sem ég skemmti mér feykilega vel yfir. Hinn fyrri var spjallþátt- ur Guðmundar Steingrímsson- ar á Sirkus. Ég er í þeim hópi sem finnst Sir- kus skemmti- leg viðbót við annars ágæta afþreyingu í sjónvarpsmiðl- unum. Guð- mundur er reffi- legur gæi og er að ná fínum tökum á dæm- inu. Umræður um kynlíf unglinga, stjórnað af ungum Adda Back, voru fróðlegar. Máni útvarpsmaður var þar afturhaldssamastur allra og ég deildi náttúrlega öllum skoðunum hans. Rapportið milh Guðmundar og Helgu Braga í sófanum á eftir var líka flæðandi og litríkt. Kvöldið áður var Guðmundur með Silvíu Nótt. Ég hafði ekki séð þá merku konu áður og hafði heyrt og lesið sitthvað um húmor hennar. En sennilega er ég lé- legur húmoristi því mér fannst hún óborganleg. En aldrei mvm ég hætta mér í viðtal við hana! Hinn þátturinn var Kastljósið í gærkvöld. Þar voru þrjár flottar konur. Ég gæti setið heilt kvöld og hlustað og horft á Hildi Helgu Sigurðardóttur. Hún er sann- kallaður karakter í sjónvarpi. Vest- firsk frásagnargleði hennar er engu lík. Hún segir sögur afslöppuð einsog hún sé stödd í eldhúsinu hjá ömmu sinni fyrir vestan og minnti mig mjög á sagnagleði móðursystra minna. Dásamlegast var að hún nennti ekk- ert að svara þeim spumingum sem stjórnendur þáttarins vörpuðu til hennar og hélt bara áfram að segja frá því sem hana langaði til - með sínum einstöku andlitsáherslum. Kastljósið ætti að fá Hildi Helgu sem reglulegan föstudagsgest og kannski bjóða Silvíu Nótt líka! http://www.web.hexia.net/rolIer/ page/ossur

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.