blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 22
4 þriðjudagur, 12. júlí 2005 I blaðið Blake á leið til Leeds Enska úrvalsdeildarliðið Birming- ham hefur samþykkt 800 þúsund punda tilboð 1. deildarliðsins Leeds United í sóknarmanninn Rob- bie Blake. Blake gekk til liðs við Birmingham frá Burnley í janúar á þessu ári fyrir 1,25 milljónir punda en hann hefur áður leikið með Dar- lington, Bradford og Nottingham Forest. Steve Bruce, stjóri Birming- ham, sagðist hafa verið ánægður með Blake hjá félaginu en vegna óánægju hans með hversu Irtið hann fékk að spila hafi þeir náð samkomulagi um að hann fengi að yfirgefa félagið. Kevin Blackwell, framkvæmdastjóri Leeds, sagði að Blake myndi færa liðinu mikla fjölbreytni í sóknarleikinn og kvaðst afar ánægður með komu hans. Leeds hélt í æfingaferð til Noregs í gær og er vonast til að Blake nái að hitta nýju liðsfélagana þar. í öðrum fréttum af Leeds hefur liðið hætt við að fá til sín norður-írska landsliðsmanninn Keith Gillespie sem var leystur undan samningi sínum við Leicester eftir síðasta tímabil.__________■ Powell snýr aftur til Charlton Charlton Athletic hafa fengið hinn 35 ára gamla vamarmann, Chris Powell, aftur til liðs við sig og gert eins árs samning við kappann. Powell gekk til liðs við Charlton frá Derby County árið 1998 og lék yfir 200 leiki með félaginu áður en 1. deildarlið West Ham fékk hann að láni fyrir síðasta tímabil. West Ham eignaðist svo leikmanninn á frjálsri sölu í desember og var talið fullvíst að hann myndi leika áfram með nýliðunum í úrvalsdeildinni í vetur. Powell, sem hefur leikið fimm lands- leiki fyrir Englands hönd gat þó ekki hafnað boði gömlu félaganna og mun því leika við hlið Hermanns Hreiðarssonar á næsta tímabili. loftkæling Verð frá 49.900 án vsk. ÍS-hÚSÍð 566 6000 Button vill það besta Jenson Button, á hægri hönd, ásamt gamla kappakstursbrýninu David Coulthard þegar einnar mínútu þögn var haldin í þessari hávaðasömustu íþrótt heims á Silver- stone um helgina. bjornbraqi@vbl.is Breski ökumaðurinn Jenson Button segist ekki munu ganga til liðs við Ferrari eða nokkuð annað lið nema hann eigi möguleika á því að vinna heimsmeistaratitilinn með því. BAR- Honda vonast til þess að halda í But- ton en möguleiki þykir á þvi að But- ton yfirgefi liðið fyrir Williams eða Ferrari. „Ef Ferrari verður sjötta besta liðið á næsta ári hef ég enga ástæðu til að flytja mig til þeirra. Það getur varla talist nógu gott,“ sagði Button. „Ég vil vera hjá þesta liðinu, sama hvaða lið það er.“ Einn liður í samningi Buttons gefur Williams-liðinu for- gang á að fá kappann til liðs við sig á næsta ári. Hins vegar hefur Williams neyðst til að leita að nýjum vélafram- leiðanda eftir að BMW tók þá ákvörð- un að kaupa Sauber og gæti það þýtt að Button ákveði að halda áfram hjá BAR. Button næsti Schumacher Nick Fry. stjóri BAR, telur að liðið geti fyllilega staðið undir væntingum Buttons um heimsmeistaratitilinn. „Við vonumst til að Jenson haldi áfram hjá okkur", sagði Fry. „Honda hefur unnið 11 heimsmeistaratitla og hann veit að Honda er staðráðin í að halda áfram að sigra. Hjá okkur eru mestu líkumar á að hann geti orðið heimsmeistari í Formúlu 1 - það er engin spuming.“ Button varð fimmti í Silverstone- kappakstrinum á sunnudag og hlaut mikið lof frá stjóranum. „Hann hefur þróað með sér hæfileika á borð við þá sem Michael Schumacher hefur og hann getur fyllilega leitt liðið. Hon- um gekk frábærlega um helgina og sýndi svo ekki var um villst að hann er sannur meistari", sagði Fry. „Ef hann myndi dvelja hjá okkur það sem eftir lifir af ferlinum væri það afar kærkomið, við myndum elska það“, sagði Fry ennffemur. Figo: „Draumur minn að leika fyrir Liverpool“ Fyrrum besti leikmaður heims, Luis Figo, hefur lýst því yfir að hann langi að ganga til liðs við Liverpool frá Re- al Madrid. Hinn 32 ára gamli Portú- gali á eitt ár eftir af samningi sínum við Real en honum hafði verið sagt að hann mætti yfirgefa félagið á fijálsri sölu. Nú virðist þó sem Madridarliðið sé að bakka með þau loforð. Evrópu- meistaramir hafa þegar gengið frá samkomulagi við Figo um kaup og kjör en félagaskiptin virðast stranda á 2 milljóna punda greiðslu sem Real Madrid vill fá fyrir Portúgalann. Arr- igo Sacchi, yfirmaður íþróttamála hjá Real, sagði að Figo verði ekki leyft að fara frá félaginu án endurgjalds þar sem hann eigi enn ár eftir af samn- ingi sínum. „Okkur hefur enn ekki borist tilboð frá Liverpool”, sagði Sacchi. „Það þýðir að Luis verður hjá okkur í eitt ár í viðbót." Figo ósáttur Luis Figo, sem gekk til liðs við Real Madrid frá erkifjendunum í Barcel- ona fyrir 37 milljónir pimda á sínum tíma, er ósáttur vegna þessa en hann hefur lýst yfir eindregnum áhuga á að ganga til liðs við Liverpool. Jíf Real sér mig ekki sem hluta af áætl- unum sínum, af hveiju vilja þeir þá ekki leyfa mér að fara“ spurði Figo fiölmiðla. „Það er draumur minn að leika fyrir Liverpool - en draumar rætast jú ekki alltaf“, sagði Figo enn- fremur. Nýjasti leikmaður Liverpool, Bou- dewijn Zenden, sem lék með Figo hjá Barcelona, er vongóður um að sam- komulagi verði náð og að þeir muni leika saman á ný. „Hvaða lið sem er vildi hafa Figo í sínum röðum og hvaða leikmaður sem er myndi vilja spila honum við hlið“, sagði Zenden. „Augljóslega ræð ég engu um þetta en við verðum bara að bíða og vona.“ Figo hefur einnig verið orðaður við Newcastle, Bolton og gamla lið Zen- dens; Middlesbrough. Luis Figo Sagir Ertu ennpa að nota dukahmf ?_ Erum meö sagir hraöastilli, sem henta vel til að saga gifsplötur. FESTO Tenging viö ryksugu tryggir nánast ekkert ryk á vinnustað, Beinn og góöur skurður sem minnkar alla eftirvinnu fyrir málara. Minni kostnaöur viö blikkkanta ..það aem fagmaðurinn ArmúU 17, IOB ReykJavOt Sfml: 533 1234 fax: 5GB 0499 Vieira til Juventus? Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, vill hitta Arsene Wenger, stjóra liðsins, og ræða um framtíð sína hjá félaginu í kjölfar frétta um að Juventus vilji fá leikmanninn til sín. ítölsku meist- aramir hafa til þessa neitað því að þeir séu að reyna að fá hinn 29 ára gamla Vieira til liðs við sig og þá hafa forráðamenn Arsenal neitað því að fyrirliðinn sé á leið frá félaginu.Heim- ildarmenn á Ítalíu hafa hins vegar fullyrt að varaforseti Juventus, Ro- berto Bettega, muni fljúga til London í dag og ræða við forráðamenn Arsen- al. Juventus eru sagðir hafa boðið leikmanninn Stephen Appiah auk 5 milljóna punda fyrir Vieira en Arsen- al er sagt vilja mun hærri upphæð fyr- ir leikmanninn. Forráðamenn Juventus eru einn- ig sagðir áhugasamir um að klófesta hinn 31 árs gamla kantmann Ar- senal, Robert Pires. Pires ku vera óánægður með að hafa aðeins verið boðinn eins árs framlenging á samn- ingi sínum við Lundúnaliðið. Patrick Vieira 10. umferð lýkur í kvöld 10. umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum sem báðir hefjast klukkan 19:15. Grindavík - Valur Grindvíkingar fá Valsmenn í heim- sókn og má búast við hörkuleik. Grindvíkingar hafa hægt og rólega verið að rífa sig upp eftir slakt gengi í upphafi móts. Þeir eru ósigraðir í síðustu fjórum leikjum og með sigri í kvöld geta þeir kvatt fallbaráttuna, a.m.k. í bili. Valsmenn munu og leggja allt í sölurnar enda þurfa þeir á öllum mögulegum stigum að halda til að eiga möguleika á að halda í við FH-inga í baráttunni um íslands- meistaratitilinn. Vals- menn eru níu stigum á eftir Hafnfirðing- unum en eiga leik- inn í kvöld til góða. Þróttur - ÍA Hinn leikurinn er sögulegur fyrir þær sakir að fyrrum landsliðsþjálfarinn, Atli Eðvaldsson, hlýtur eldskím sína sem þjálfari Þróttar þegar Skaga- menn koma í heimsókn til þeirra í Laugardalinn. Þróttarar sitja í botn- sæti deildarinnar með fimm stig, þremur stigum á eftir nágrönnunum í Fram, og þurfa bráðnauðsynlega á sigri að halda. Skagamenn sigla hins vegar nokkuð lygnan sjó um miðbik deildarinnar en munu vafalaust vilja fylgja eftir góðum útisigri á KR-ing- um í síðustu umferð með sigri í Laug- ardalnum í kvöld. Bikarkeppni kvenna í kvöld 8-liða úrshtum bikarkeppni kvenna lýkur í kvöld með þremur leikjinn. Blikastúlkur fá Keflavík í heimsókn, Fjölnir mætir ÍA í Grafarvogi og Stjömustúlkur fá KR-inga í heimsókn í Garðabæinn. Allir leikimir hefjast klukkan 20. Undanúrslitin verða svo leikin 24. ágúst næstkomandi. Erfiður dráttur fyrir Newcastle Ljóst er að leið enska úrvalsdeildar- liðsins Newcastle í gegnum Intertoto- keppnina að Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili verður ekki greiðfar- in en dregið var í Intertoto-keppn- inni í gærdag. Newcastle hefur leik í þriðju umferð keppninnar þegar það mætir slóvenska liðinu ZTS Dubnica næstkomandi sunnudag en sigurliðið úr þeirri viðureign mætir sigurliðinu úr viðureign spænska liðsins Deporti- vo La Corunia og króatíska liðsins NK Slaven Koprivnica. Ef Newcastle sigrar þá viðureign og kemst í einn af þremur úrslitaleikjum keppninnar gæti liðið þurft að mæta franska lið- inu Marseille eða ítalska liðinu Lazio í baráttunni um aukasæti í Evrópu- keppni félagsliða. Parker ekki með Scott Parker, sem er nýgenginn til liðs við Newcastle frá Englands- meisturum Chelsea, verður ekki með liðinu í Intertoto-keppninni vegna meiðsla. „Ég hef ákveðið að gefa hon- um eins langan tíma og mögulegt er til að jafna sig,“ sagði Graeme Sou- ness, stjóri þeirra röndóttu. Souness vonast til að klófesta ann- an leikmann í vikunni - tyrkneska miðjumanninn Emre frá Inter Milan. Sagði Souness að ef Emre kæmi til Newcastle yrði hann einnig hvíldur og tæki ekki þátt í Intertoto-keppn- inni. „Emre fór ekki í sumarfrí fyrr en fyrir þremur vikum þannig að hann hefur ekkert hvílst að ráði. Á síðustu leiktíð spilaði Evrópukeppn- in alltof stóra rullu í tímabilinu okkar og eyðilagði fyrir okkur deild- ina. Við megum ekki láta það gerast aftur“, sagði Soimess en Newcastle hafnaði í 14. sæti ensku úrvalsdeild- arinnar í fyrra.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.