blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 20
þriðjudagur, 12. júlí 2005 I blaðið Draumastaðir þjóðþekktra íslendinga - Siggi Hall, Ragga á KissFm og Eva María um áhugaverða staði erlendis halldora@vbl.is Umbria, Washington D.C. og Reykjavík „Draumastaðirnir í mínum augum eru eiginlega þrír; Umbria- héraðið á Ítalíu, Washington D.C. í Ameríku og svo auðvitað Reykjavík," segir veitingamaðurinn Siggi Hall aðspurður um þann stað sem hann vildi helst heimsækja. Hann segist þó ekki geta gert upp á milli þessara þriggja staða. „Þetta er reyndar ekki upptalning á einhverju sem ég á eftir að skoða heldur stað- ir sem ég eyði miklum tíma á. Að mínu mati eru þetta allt afar spennandi borgir og svæði en ég er meira og minna á þessum stöðum og á því erfitt með að gera upp á milli þeirra." Japan og aðrar framandi slóðir heilla „Mig langar rosalega mikið að fara til Japan, sjá þar náttúruna og fólkið. Menningin er einnig mjög áhugaverð - sér í lagi miðað við sögu þeirra sem er mjög sérstök. Ég hef aldrei komið þang- að og því er Japan ofarlega í huga,“ segir Ragnhildur Magnús- dóttir eða Ragga á KissFM eins og hún er oftast kölluð. Ragga segist hafa komið víða við í Evrópu og því langi hana hvað mest á framandi slóðir og sjá staði sem eru ekki hvað algengastir í ferðamennsku. „Ég væri líka rosalega til í að fara til Costa Rica en mér skilst að þetta sé afar fallegt land. Svo heillar Suður-Am- eríka líka svona almennt", segir hún og bætir því við að hún sé óð í að ferðast, kynnast ólíkum menningarheimum og sjá fallega náttúru. „Ég er reyndar ekki mikil svona Kanaríeyja-týpa þó það sé örugglega mjög fínt fyrir marga - vil heldur óhefðbundnari ferðir." Vill stíga dans við danskvæði Færeyinga „Mig langar að fara til Færeyja og kynnast Færeyingum ásamt þeirra venjum. Þá væri ekki verra að dansa við þá við löngu dans- kvæðin þeirra sem þeir eru þekktir fyrir, það væri eflaust mjög skemmtilegt að taka eina nótt í það,“ segir Eva María Jónsdóttir, sjónvarpskona, en bætir því við að færeyski maturinn þurfi þó helst að vera mjög góður ef hún eigi að leggja í för þangað. „Ég ó rosalega erfitt með að fara þar sem ég veit að maturinn er ekki nógu góður en það er að mínu mati mikið atriði að njóta góðs matar þegar maður er á ferðalögum. Mig hefur t.d. lengi langað að heimsækja Austantjaldslöndin en ekki ennþá lagt í það þar sem ég hef heyrt að maturinn sé slæmur. Reyndar getur það nú breyst fró ári til árs og því óskandi að ég fari þangað eitthvert árið.“ Gönguskór - mikið úrval Meindl Colorado Lady Tilboðsverð 14.990, Verð áður 17.990 kr. ÚTILÍF SMÁRALIND SlMI 545 1550 O GLÆSIÐÆ SlMI 545 1500 O KRINGLUNNI SlMI 545 1580 Nýtt tölublað komið í verslanir Tryggðu þér eintak á næsta sölustað fd»lórs3 ’^tonjr Sumarspil fyrir krakkana - tilvalið á ferðalögunum Nú er komið á markað lítil og þróð- laus leikjatölva fyrir krakka á aldr- inum 6-12 ára en hverri tölvu fylgir rafrænt spilakort með einni af hetjun- um úr heimi Tims. Krakkamir geta þjálfað sína fígúru, gefið henni að borða og hvílt hana þegar nauðsyn krefur en eftir þjálfunartímabilið er hægt að tengjast annarri tölvu og keppa við næsta krakka. Hetjan væl- ir ef hún er þreytt og svöng þannig að hver krakki þarf að passa vel upp á sinn mann og ala hann vel upp. Hægt er að spila leikinn einn en aðallega er lagt upp með að krakkar spili tveir sín á milli í sitthvorri tölvunni sem eru þráðlauBar og skilja hvor aðra. Geta þó krakkamir keppt sín á milli með hetjunum en leikurinn snýst um að gera hetjuna að meistara; byggja upp heilsustig hennar þannig að hraustleikinn verði í hávegum. Á bak við heilsustigin eru þrír þættir; hraði, kraftar og töfrar en þættina þarf að byggja upp með því að keppa við aðra, skipta við þá á eiginleikum eða eiga viðskipti við þá. Þegar kortið er búið er hægt að fylla það á ný en einnig er hægt að fjárfesta í fleiri karaktemm í hvem leik. Hverri leikjatölvufylgir ein hetja en tölvan kostar aðeins 1990 krónur. Leikur þessi er tilvalinn í ferðalögin í sumar en þá geta t.d. systkini spil- að sín ó milli í aftursætunum þegar keyrt er á milli staða eða í flugferðum og stytt sér þannig stundir á meðan beðið er eftir að komast á áfangastað. Þá er þetta skemmtileg afþreying þegar vinir hittast en í leiknum geta krakkamir dundað sér svo tímum skiptir. Það er því tilvalið að stoppa á næstu Essó stöð, en þar er hægt að nálgast leikinn, og grípa með sér spennandi tölvuspil fyrir krakkana.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.