blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 16
16 brúðkaup - þriðjudagur, 12. júlí 2005 ! blaðið Hvað kostar nnai Það er ekki til nein uppskrift að hinu fullkomna brúðkaupi. Sitt sýnist hverjum þegar kemur að því að ganga í hjónaband og brúðkaup verða því jafn misjöfn og þau eru mörg. Fólk er hins vegar farið að eyða sífellt hærri upphæðum í brúðkaup sitt og hleyp- ur kostnaðurinn oft á hundruðum þúsunda. Blaðið fór á stúfana og grennslaðist fyrir um kostnaðinn við að ganga að eiga sína heittelskuðu/sinn heittelsk- aða fyrir íraman guði og mönnum. Fatnaður: Dömuskór: 8.000 -15.000 krónur Herraskór: 8.000 krónur Brúðarkjóll, sérsaumaður: 80.000 krónur Herrafót á leigu: 10.900 krónur Undirfatnaður: 15.000 krónur Brúðarmeyjarkjólar á leigu, 2 stykki: 8.000 krónur Alls: 136.900 krónur Brúðhjón vilja að sjálfsögðu líta sem best út fyrir stóra daginn. Útlit: Brúnkumeðferð fyrir brúðhjónin: 8.000 krónur Gelneglur fyrir brúðina: 5.000 krónur Förðun, með prufu: 5.500 krónur Hárgreiðsla á brúðkaupsdaginn: 10.000 krónur Hár brúðarinnar, litur og klipping: 10.000 krónur Hár herrans, litur og klipping: 8.000 krónur Plokkun og litun: 2.000 krónur Alls: 48.500 Það er misjafnt hversu fjölmenn veislan er en meðalfjöldi gesta er um 100 og miðum við hér við þann fjölda gesta. Veisla: Veislusalur: 55.000 krónur Matur í veislu: 250.000 krónur Áfengi í veislu: 200.000 krónur Hljómsveit í veislu: 70.000 krónur Skreytingar: 30.000 krónur Terta: 55.000 krónur Borðbúnaðarleiga: 55.000 krónur Alls: 715.000 krónur Annað: Boðskort: 10.000-15.000 krónur Brúðarvöndur: 8.000 -10.000 krónur Prestur og kirkjuvörður: 11.000 krónur Orgelleikari: 15.000 krónur Brúðarbíll: 16.000 króniu' Hringar: 60.000 krónur Myndataka: 43.000 krórnu" Brúðkaupsnótt á hótelsvítu: 35.000 krónur Einsöngvari í kirkju: 50.000 krónur Alls: 255.000 krónur Samtals allur kostnaður: 1.155.400 krónur Eins og glögglega má sjá eru út- gjaldaliðirnir margir og upphæðirnar verulegar. Dæmi eru um að fólk taki sér skuldabréf eða annars konar lán til að að standa straum af kostnaði brúðkaups síns. Þess má þó geta að brúðkaup þurfa alls ekki að kosta svo mikið og er það undir hverjum og einum komið hversu miklu þeir vilja kosta í stóra daginn. SKEIFAN 3A - 108 REYKJAVÍK S(MI: 517 3600 FAX: 517 3604 WWW.LOCAL1 ,IS Brúðargjafirnarfœrðu hjá okkur Glæsilegur kristall og handunnið íslenskt gler Frábært verð, mikið úrval Skólavörðustíg 21 a Q T O Sími 551 1520 UUI I lUll Q

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.