blaðið

Ulloq

blaðið - 12.07.2005, Qupperneq 1

blaðið - 12.07.2005, Qupperneq 1
Grillmatur og krabbamein Hvað kostar brúðkaupið? Tveir veiðimenn fengu maríulaxinn -bls.12 Ritstjórnar- og auglýsingasími: 510 3700 • bladid@vbl.is Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur Sími 510-3700 bladid@vbl.is ISSN 1670-5947 FRJALST OG OHAÐ ÞRIÐJUDAGUR, 12. JULI. 2005 46. TBL . 1. ÁRC. ÓKEYPIS ■ ■ ýk H w Madagascar frumsýnd blaðið k jdt 1 Hk, ; • Yfirheyrslur í Baugsmálinu: r1 r1 -) fj/ m ODj.y 7|1 blaöiöj*» Frábærar viðtökur 66% lesa Blaðið - bls. 2 V__ Viera til Juventus? - bls. 22 Lítill verðmunur á bensíni - bls. 18 Álagning á Bónusbrauð átti að borga snekkjuna - Feðgunum ber ekki saman um eignarhaldið á Thee Viking Þegar snekkjan Thee Viking var keypt árið 1999 ráðgerði Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, að láta neytendur borga brúsann með sérstakri álagningu á Bónusbrauði. Þetta kemur fram í framburði Jóns Geralds Sullenberger við skýrslu- töku Ríkislögreglustjóra en upphaf Baugsmálsins má að miklu rekja til snekkjunnar og reksturs hennar. At- hygli vekur einnig að feðgunum Jóni Ásgeiri og Jóhannesi Jónssyni í Bón- us ber alls ekki saman um eignarhald snekkjunnar við frumyfirheyrslu 2002. Þegar ákveðið var árið 1999 að þeir feðgar og Jón Gerald myndu kaupa þriðju snekkjuna saman kom til umræðu hvernig fjármagna mætti kaupin og rekstur hennar. Á þeim tíma voru þeir Jón Ásgeir og Jón Ger- ald ásamt fleirum að leggja drög að stofnun bakarís, sem seinna hlaut nafnið Nýbrauð, en það átti fyrst og fremst að framleiða brauð fyrir stór- markaði. Fimmkall á brauðhleifinn Hafi Jón Ásgeir lagt málið þannig upp að Baugur myndi hætta að kaupa brauð merkt merki Baugs-samsteyp- unnar frá Myllunni og láta Nýbrauð sjá um þá framleiðslu. Þá hafi hann einnig talað um að selja brauðin á 60 krónur og leggja 5 krónur ofan á verð- ið á hverju brauði til að standa undir afborgunum og rekstri snekkjunnar sem þeir höfðu í hyggju að kaupa. Þeir Jónamir áttu hvor sín 10% í fyrirtækinu en Jón Gerald leppaði fyrir nafna sinn enda hefði orkað tví- mælis að hann hefði átt hagsmuna að gæta bæði fyrir kaupanda og selj- anda brauðsins. Á þeim tíma var þó hvíslað um að þannig kynni að vera í pottinn búið en framkvæmdastjóri Nýbrauða þvertók fyrir það í fjölmiðl- um að svo væri. Feðga greinir á um eignarhald Ein helsta ásökunin sem Baugs-rann- sóknin byggir á er að Baugsmenn hafi í raun látið fyrirtæki sem þeir áttu með öðram, m.a. almennings- hlutafélag, greiða fyrir einkaneyslu sína og önnur gæði svo sem umrædd- ar snekkjur. Eignarhald þeirra skipt- ir því verulegu máli. Legið hefur fyrir að snekkjurnar voru skráðar á nafn Jóns Geralds Sullenberger en deilt er um hvort það hafi aðeins verið í orði eða ekki. Athyglisvert er því að við frumyfir- heyrslur yfir feðgunum Jóni Ásgeiri og Jóhannesi greinir þá verulega á um það atriði. í yfirheyrslu yfir Jó- hannesi í Bónus hinn 29. ágúst 2002 segir hann að eignarhlutdeild í bátn- um sé óljós en telur „ekki fjarri lagi að telja að Gaumur hf. eigi u.þ.b. 80% í bátnum." Vitnisburður Rristínar Jóhannesdóttur styður þá skoðun fóður hennar, a.m.k. að því leyti að fjármunir til kaupanna og reksturs bátsins hafi komið frá Gaumi, en það er fjárfestingarfélag fjölskyldunnar. Jón Ásgeir segir á hinn bóginn í frumyfirheyrslunni „alveg ljóst að þeir feðgar hafi aldrei átt neitt í þess- um báti" og tiltekur að hann sé skráð- ur á nafna sinn. Hins vegar hafi það komið til tals seinna að Gaumur eign- aðist bátinn upp í skuldir Jóns Ger- alds við félagið, en að sögn Jóns Ás- geirs voru umræddar greiðslur í raun lán Gaums til Jóns Geralds, sem sá síðarnefndi neitar alfarið. Burðarás fjárfestir í sænsku fjár- hættuspilafyr- irtæki Burðarás hf. JM hefur fjárfest í sænska get- rauna-ogleikja- f y r i r t æ k i n u l Cherryföretag- EH enAB (Cherry). Bjp| Burðarás á nú hlutabréf Pontus Lindwall, for- sem samsvara stjóri Cherryföretagen 25,06% af heildarhlutafé fyrirtækis- ins en markaðsvirði þeirra er u.þ.b. 2,3 milljarðar. Samningur um kaup- in var undirritaður í gærmorgun. Ný tegund veðbanka Cherry er leikjafyrirtæki sem sérhæf- ir sig í getrauna- og fjárhættuspil- um. Það hefur verið starfrækt í um §óra áratugi og hefur í mörg ár ver- ið leiðandi einkafyrirtæki á sænska íjárhættuspilamarkaðinum. Stór hluti starfseminnar hefur snúið að spilakössum sem staðsettir eru víða í Skandinavíu m.a. á veitingastöðum og um borð í ferjum. Nýverið hefur Cherry að auki fjárfest í getrauna- síðum á internetinu sem bjóða þjón- ustu sem er gerólík því sem flestir íslendingar þekkja. Þar er t.d. hægt að veðja á úrslit óvenju margra opinberra kappleikja og þar með tal- ið leikja Landsbankadeildarinnar, ffammistöðu einstakra leikmanna og úrslit skákmóta. Ekki horft til íslands „Þetta er hratt vaxandi, arðbært fyrir- tæki og miðað við önnur sambærileg fyrirtæki er verðlagið á bréfunum hagstætt” segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss aðspurður um kaupin. „Það má segja að reksturinn sé þrískiptur. Fyrirtækið þróar hug- búnað fyrir leikja- og veðmálastarf- semi, heldur úti spilakössum og rekur getraunaheimasíður.” Þrátt fyrir að intemetstarfsemi, á borð við þá sem Cherry rekur, þekkist ekki á íslensk- um fyrirtækjamarkaði telur Friðrik ekki líklegt að rekstur Cherry verði tengdur íslandi sérstaklega. Pontus Lindwall, forstjóri Cherry, segist mjög ánægður með samning- inn. „Það er nokkuð augljóst að við erum áhugavert fyrirtæki þar sem við erum í hratt vaxandi viðskiptum og höfum stækkað reksturinn mikið und- anfarið. Tíminn leiðir í ljós hvaða áhrif þessi ný afstöðnu kaup munu hafa og við þurfum auðvitað tíma til að aðlaga fyrirtækið nýjum eigendum.” Pontus segir það alltaf áhugavert þegar nýtt fólk kemur að rekstrinum og að hann hlakki til að heyra og sjá hugmyndir þeirra mn fyrirtækið. „í augnablikinu horfum við til heimsmarkaðsins með Evrópu efst í huga. Við lítum ekki sérstaklega til íslensks markaðar en á getraunaheimasíðum okkar má þó finna margt sem snýr beint að íslend- ingum, s.s. ýmsa möguleika á að veðja á úrslit íslenskra kappleikja.” Hafnar eru gagngerar endurbætur á húsnæði Menntaskólans í Reykjavík. Um er að ræða fyrsta áfangann af þremur en í þeim fyrsta verður stigahús Casa Nova tekið í gegn. Að sögn Yngva Péturssonar, rektors skólans, verður nánast allt sem hægt er að endurnýja lagað.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.