blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 18
þriðjudagur, 12. júlí 2005 I blaðið Lítill verðmunur á bensíni Lítill verðmunur mælist nú á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu hjá bensínstöðvum borgarinnar. Ork- an er ódýrust, þar kostar líterinn 107,6 krónur. Atlantsolía, EGO og Ó3 koma fast á hæla Orkunnar, þar kostar líterinn 107,7 krónur. í síð- ustu könnun Blaðsins var Esso eina stöðin þar sem dísilolía var dýrari en bensín. Núna hafa allar stöðvarnar fylgt fordæmi Esso og hækkað dísil- olíu. Bensín er því á öllum stöðum ódýrara en dísiloh'a. Auglýsingadeild 510-3744 Ritstjórn 510-379? blaöió olís ORKAN ódýrt bensin Hverjir eru ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana bensíns AO «nAirrao(JA Sprengisandur Kópavogsbraut Óseyrarbraut 107,7 kr. 107,7 kr. 107,7 kr. óeGO Vatnagarðar Fellsmúli Salavegur 107,7 kr. 107,7 kr. 107,7 kr. (0) Ægissíða 108,9 kr. Ánanaust 108,9 kr. Miklabraut 107,6 kr. Amarsmári 107,7 kr. Starengi 107,7 kr. Guiiinbrú 108,7 kr. Skemmuvegur 107,6 kr. Snorrabraut 107,7 kr. ; * , ; Börn kjósa ruslfæði Bretar hafa miklar áhyggjur af þeim áhrifum sem auglýsendur hafa á börnin í landinu. I sjötíu prósentum matvælaauglýsinga í Bretlandi er verið að auglýsa skyndibitafæði, sykr- að morgunkom, snakk, gosdrykki og sælgæti. Fjörutíu prósent auglýsinga í bamatíma em matvælaauglýsingar sem er tölvuvert meira en þegar efni fyrir fullorðna er á skjánum. Meira en 30% breskra barna em yfir kjör- þyngd. Heilbrigðisyfirvöld ytra hafa af þessu miklar áhyggjur og hyggjast reyna að spoma við þessari þróun * með breyttum merkingum á matvöm. Breytingamar felast í því að breyta merkingum þannig að allir skilji af hvaða hollustustigi varan er. Þá verð- ur rauður miði fyrir óhollt, grænt fyr- ir hollt og gulur miði fyrir eitthvað þar á milli. Matvælastofnun gerir sér grein fyrir því að þetta er veigamikil framkvæmd en vandamálið er stærra en við verður unað. Breskir foreldrar gera sér þó grein fyrir því að ábyrgðin er þeirra þegar kemur að því að versla í matinn. Sjö- tíu prósent þeirra vilja samt sem áð- ur banna skyndibitaauglýsingar með öllu. Samkvæmt upplýsingum írá Lýð- heilsustöð hefur rannsókn á áhrifum mslfæðisauglýsinga verið gerð hér á landi en niðurstöður hafa enn ekki verið birtar. Neysluvenjur erlend- is hafa þó sýnt fram á að böm velja firekar það sem fyrir þeim er haft í auglýsingum. Engin ástæða er til að efast um að því sé öðmvísi farið hér á landi. Grillmatur og krabbamein Margar bandarískar rannsóknir hafa sýnt fram á beint samband milli mat- reiðslu kjötvara og krabbameinstíðni. Við steikingu við hátt hitastig getur mjmdast efni, HCA, sem stuðlar að stökkbreytingum í mannslíkamanum sem valda krabbameini, sérstaklega í maga og ristli. HCA myndast úr amínósýrum í vöðvum sem steiktir eru við hátt hita- stig hvort sem um er að ræða fugla- kjöt, rautt kjöt eða fisk. Þegar prótein hitna yfir ákveðin mörk getur efna- samsetning þeirra breyst með þeim aíleiðingum að HCA myndast. Bandarísk rannsókn sýndi fram á það að þeir sem borða mikið af grill- uðu kjöti, hvort sem það er lamb, naut eða svín, eru í tvöfalt meiri hættu á að fá æxli eða útvöxt í risth en þeir sem borða lítið af grilluðum mat. Vís- indamenn hafa einnig lagt fram kenn- ingar sem segja að HCA geti ferðast með blóðrásinni til annarra hluta líkamans og stuðlað að sjúkdómum á borð við brjóstakrabbamein. Svíar hafa rannsakað áhrif steik- inga matvæla á líkamann en engin gögn liggja þó fyrir um áhrif HCA á sænsk matvæli til manneldis. Rann- sóknir á tilraunadýrum liggja þó fyrir og hafa leitt í ljós ýmislegt sem rennir stoðum undir bandarísku nið- urstöðumar. Bæði sænskir og bandarískir vís- indamenn leggja til að fólk steiki kjöt við lágt hitastig og í stuttan tíma. Á sænskri heimasíðu, www.slv.se, má finna ráðleggingar um æskilegan steikingartíma og ákjósanlegt hita- stig við matreiðslu flestra kjötvara.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.