blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 8
8 erlent þriðjudagur, 12. júlí 2005 ! blaðið Lundúnaborg braggast Bush heitir aðstoð bjornbragi@vbl.is Talið er að búið sé að ná öllum líkum úrneðanjarðarlestunumsemsprengd- ar voru í Lundúnaborg á fimmtudag. Lögreglan segist hafa náð að bera kennsl á mikinn meirihluta líkanna og hefur hafist handa við að nafn- greina hina látnu og láta fjölskyldur þeirra vita. Stjórnvöld hafa ítrekað heitið því að hinir ábjTgu verði sótt- ir til saka og halda áfram að hvetja borgarbúa til að sýna þolinmæði og samstöðu. Hinum seku verður náð Lögreglustjóri Lundúnalögreglunnar, Ian Blair, hélt stutta tölu þegar hann heimsótti Kings Cross lestarstöðina og hét því að þeir sem ábyrgð bæru á hryðjuverkunum yrðu fundnir og sóttir til saka. Bað hann almenning að gefa rannsóknarmönnum tíma og sýna þolinmæði þar sem um væri að ræða mesta glæpavettvang í sögu Englands. Sagði hann lögregl- una t.a.m. um þessar mundir fara í gegnum 2.500 upptökur úr öryggis- myndavélum og í kringum 120.000 símtöl sem henni hefðu borist. Lund- únalögreglan sagði mikil viðbrögð al- mennings hafa komið sér vel við rann- sókn málsins. Þá hefur lögreglan nú auglýst netfang sem fólk getur sent bjombragi@vbl.is Fræg er sagan af því þegar maður einn miðaði byssu að ökumanni bif- reiðar sem var kyrrstæð á rauðu ljósi í Sao Paulo í Brasilíu. Þegar ökumað- urinn tók af sér derhúfuna afsakaði glæpamaðurinn sig og gekk brott því þarna var á ferðinni enginn annar en knattspymugoðið Pele. í dag njóta sporgöngumenn Pele og skyldmenni þeirra langt í frá sömu virðingar. Á síðastliðnum sjö mánuðum hefur mæðrum fimm knattspymustjarna í Brasilíu verið rænt og hafa málin vakið mikinn óhug og hræðslu í hin- myndir og upptökur frá sprengjuárás- unum ef það á, en hún hefur gefið út að slíkt sé afar nauðsynlegt við rann- sókn málsins. Lögreglustjórinn sagð- ist myndu halda áfram að taka neðan- jarðarlestina í vinnuna og ráðlagði fólki að sýna ekki hræðslu og gera slíkt hið sama - en sýna þó aðgát. Lögreglan segist næsta fullviss um að ekki hafi verið um sjálfsmorðsárás að ræða. í yfirlýsingu sagði Tony Bla- ir, forsætisráðherra Bretlands, að sennilega hefði „hryðjuverkahópur íslamskra öfgamanna" staðið fyrir árásunum. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna árásanna. Forsæt- isráðherrann hefur lofað öflugustu lögreglurannsókn sem farið hefur fram á Bretlandseyjum og sagði að ekkert yrði til sparað í að draga hina seku til ábyrgðar. Blair sagði stjórn- völd hafa fyllst viðbjóði vegna hins „grimmdarlega blóðbaðs" sem átti sér stað síðastliðinn fimmtudag og myndu þau bregðast við í samræmi við það. Tala látinna komin í 52 Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hefur lofað minningarathöfn vegna hinna látnu þar sem drottn- ingin verður viðstödd. Blair hefur auk þess lýst því yfir að tveggja mín- útna þögn verði í landinu á hádegi um fágaða heimi brasilískrar knatt- spyrnu. Arðbærir glæpir Mannránsaldan fór af stað í nóvemb- er síðastliðnum þegar móður efnileg- asta leikmanns Brasilíu, Robinho, var rænt. Ránið á hinni 43 ára gömlu Marina Silva de Souza varð til þess að sonur hennar Robinho tók ekki þátt í lokahnykk brasilísku úrvals- deildarinnar þar sem lið hans, Sant- os, barðist um deildarmeistaratitil- inn sem það hafði aðeins unnið einu sinni áður. Santos tókst þó að vinna deildina að lokum, án Robinhos. Hin á fimmtudag, þegar vika er liðin frá ódæðinu. Þá verður haldin vaka á Trafalgartorgi á fimmtudagskvöldið. Samúðarkveðjubók var opnuð í ráð- húsinu í Lundúnaborg í gær og var borgarstjórinn Ken Livingstone fyrst- ur til að skrifa í bókina. í kjölfar hans skrifuðu m.a. stjórnmálamenn, trú- arleiðtogar og lögreglustjórinn Ian Blair. Hundruð blómaskreytinga og skilaboða hafa verið lögð á minningar- vegg við Trafalgartorg og við árásar- staðina og hafa borgarbúar sýnt hver 43 ára gamla de Souza var í haldi mannræningjanna í 41 dag áður en hún var látin laus. Var hún ómeidd en var þreytt og fól og hafði verið krúnurökuð af ræningjunum. Fjölmiðlar greindu frá því að Ro- binho hefði greitt mannræningjunum rúmar 5 milljónir íslenskra króna fyr- ir lausn móður sinnar. Þykir það afar mikill peningur hjá þjóð sem hefur að meðaltali um 8 þúsund íslenskar krónur í mánaðarlaun. Virðast marg- ir misindismenn hafa fengið innblást- ur frá fréttunum því síðan þá hefur fjórum mæðrum knattspyrnumanna verið rænt. í febrúar á þessu ári var móður Grafite, sóknarmanns brasil- íska liðsins Sao Paulo, rænt en var bjargað degi síðar þegar lögreglan hafði hendur í hári mannræningj- anna. „Það eru allir hræddir. Ég hef komið upp gríðarmiklu öryggsikerfi heima hjá mér og ég er að reyna að fá foreldra mína til að flytja á nýjan stað“, var haft eftir Grafite. Mánuði síðar var móður Rogério, sem leik- ur með portúgalska liðinu Sporting Lisbon, rænt en bjargað úr húsnæði í iðnaðarhverfi Sao Paulo þremur dögum síðar. Stuttu síðar fylgdu rán á mæðrum knattspymumannanna Luis Fabiano og Marinho. Allar mæð- urnar fimm hafa verið látnar lausar og sakaði ekki líkamlega. öðrum mikinn stuðning og samúð þó auðvelt sé að greina undirliggjandi hræðslu. Lundúnabúar eru þó farnir að nota almenningssamgöngur á ný í sama mæli og áður. Fyrstu fórnarlömb hryðjuverkanna í Lundúnaborg hafa verið nafngreind og tala látinna er nú komin í 52. Fjöl- skyldur þeirra sem enn er saknað bíða hins vegar óþreyjufullar eftir að fá að vita hvort ástvinir sínir séu á meðal þeirra látnu. „Heill iðnaður" Jose Laerte Goffe Macedo, sem leiddi rannsókn þriggja af mánnránsmál- unum fimm, segir að á síðustu árum hafi glæpahópar farið úr bankarán- um í rán á flutningabílum í að ræna fólk sem er að taka út úr hraðbönk- um. Mannrán á mæðrum þekktra knattspyrnumanna er hins vegar nýjasta „æðið“ meðal glæpamanna, samkvæmt Macedo. Macedo segir að á meðan mannránsmál séu leyst þannig að mannræningjum sé greitt fyrir lausn þess sem í haldi er muni þau halda áfram að grassera og fleira fólki verði rænt. „Þetta er orðinn heill iðnaður. Leikmenn hafa ástæðu til að vera hræddir", sagði Macedo. Stærstu knattspyrnufélög Brasilíu hafa hvatt leikmenn sína til að forðast íburðarmikla bíla og dýra skartgripi og láta lítið á ríkidæmi sínu bera. Þá hafa fjölmiðlar landsins, sem löngum hafa angrað knattspyrnumenn með aðgangsharðri umfjöllun, samþykkt að leggja hönd á plóg með leikmönn- unum. Hafa þeir lofað að gefa ekki upp launatölur leikmanna og fjalla ekki náið um mannránsmál sem varða knattspyrnumenn eða greina frá lausnarupphæðum sem greiddar eru. George Bush Bandaríkjaforseti hef- ur lýst yfir stórslysaástandi í fylkj- um Flórída, Mississippi og Alabama. Þá hefur hann heitið umfangsmikilli aðstoð til að reyna að endurbæta ástandið eftir að fellibylurinn Dennis hóf yfirreið sína yfir suðausturströnd Bandaríkjanna á sunnudag. Hét Bush styrkjum, tímabundnum húsa- skjólum og lánum á góðum kjörum til handa þeim sem ekki voru tryggðir til að koma sér á réttan kjöl eftir felli- bylinn. Tjón vegna fellibylsins hefur til þessa verið mim minna en búist var við og t.a.m. töluvert minna en vegna fellibylsins ívans sem reið yfir svipaðar slóðir fyrir röskum tíu mán- uðum síðan. Ungabarn deyr í skotárás Lögreglumenn í Los Angeles skutu mann á fertugsaldri til bana í skot- bardaga í suðurhluta Los Angeles í gær. 19 mánaða gamalt stúlkubarn, sem maðurinn hélt á, lést einnig í bardaganum en samkvæmt lögreglu er ekki vitað hvort kúlan sem hæfði barnið hafi komið frá lögreglumönn- um eða manninum sjálfum. Þá særð- ist lögreglumaður í skotbardaganum en hann mun ekki vera slasaður al- varlega. Lögreglan hafði fengið tilkynn- ingu um mann sem hegðaði sér und- arlega og hafði vopn undir höndum sér. Hafði hún setið um hús manns- ins klukkutímum saman þegar hann loksins ruddist út með barnið í fanginu og hóf skothríð. Aðstoðar- lögreglustjóri Los Angeles-borgar, Jim McDonnelI, sagði lögreglu hafa gert allt sem mögulegt hefði verið til að koma í veg fyrir að skotbardagi brytist út. Hafi hún sýnt mikla þol- inmæði en orðið að bregðast við með slíkum hætti sem hún gerði þar sem líf lögreglu og saklausra borgara hafi verið í hættu. Lík drengsins fannst Lögreglan í Idaho-fylki í Bandaríkj- unum hefur fundið lík hins níu ára gamla Dylan Groene en talið var orð- ið útilokað að hann væri á lífi. Dylan var rænt af heimili sínu ásamt átta ára gamalli systur sinni, Shöstu Gro- ene, þann 16. maí síðastliðinn. Móð- ir þeirra, eldri bróðir og stjúpfaðir ftmdust þá látin á heimili þeirra en þau höfðu verið bundin og barin til dauða. Shasta fannst svo fyrir rúmri viku síðan á kaffistofu með þekktum barnaníðingi, James Edward Dunc- an, sem hafði rænt henni og bróður hennar. Lögreglan telur næsta ör- uggt að Duncan sé einnig maðurinn sem myrti fjölskylduna. Mannrán eitt og sér getur varðað líflátsdóm í Idaho en ekki er enn vitað hvort sak- sóknarar muni freista þess að finna Duncan sekan um það. AÐEINS FYRSTA FLOKKS DEKK • FAGMENNSKA I FYRIRRUMI FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK DEKKJAHOTEL VIÐ GEYMUM DEKKIN FYRIR ÞIG ALLT ÁRIÐ GEGN VÆGU GJALDI GÚMMÍVINIMUSTOFAN EHF. RÉTTARHÁLSI 2*110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 5588 WWW.GVS.IS / WWW.TILBODSDEKK.IS Þessir pöndutvíburar eru afkvæmi kínversku risapöndunnar Guo Guo. Að sögn heilsast móður og börnum vel en þau dvelja á sér- stakri rannsóknarstöð fyrir pöndudýr í kínversku borginni Wolong. Ung kona er hughreyst af vinkonu sinni eftir að þær höfðu lagt blóm til minningar um hina látnu við King’s Cross lestarstöðina í Lundúnum í gær. Unnusti konunnar er á meðal þeirra sem saknað er eftir hryðjuverkin í Lundúnum síðasta fimmtudag. Mannránsalda á mæðrum brasilískra knattspyrnumanna

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.