blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 12
þriðjudagur, 12. júlí 2005 I blaðið Sportvörugcröin hf., Skipliolt S. s. 562 H3»3. Krossá hefur gefið 15 laxa Leirvogsá 130 Laxá í Kjós 247 Norðurá 1317 Gljúfurá 49 Hítará 99 Elliðaár 227 Korpa (Úlfarsá) 35 Krossá 15 Svartá 6 Við bílastæði í Vatnskoti sera er í landi þjóðgarðsins við Þingvallavatn er nú verið að leggja lokahönd á frá- gang á tveimur nýjum smáhýsum sem eiga að þjóna veiðimönnum og öðrum sem þar koma til með að njóta útivistar við veiði og göngur. Þetta kemur fram á heimasíða Össurar Skarphéðinssonar en hann er í yfir- stjórn þjóðgarðsins og þekkir vatnið vel. Össur hefur meðal annars skrif- að bók um urriðann í Þingvallavatni. Af því tilefni slógum við á þráðinn tO Össurar og grennsluðumst frekar fyrir um breytingarnar. „Þetta eru tvö smáhýsi sem við er- um að klára þessa dagana með góð- um salemum, þar af einu sem er út- búið sérstaklega fyrir hreyfihamlaða. Þarna eru afdrep með vöskum og rennandi vatni til að þvo upp og þess- vegna þvo úr flíkum ef menn vilja. Vatnskot er náttúrlega örskammt frá fjölmörgum mjög góðum veiðistöðum og þessar breytingar eru ekki síst í anda þeirrar stefnu okkar í Þing- vallanefnd að bæta þjónustuna við veiðimenn. Síðasta skrefið í þessari uppbyggingu í Vatnskoti verður því að setja upp sérstakt borð og vaska til að slægja og þvo aflann. Það er ekki hægt að ætlast til að menn geri það á sama stað og fólk er kannski að þvo mataráhöld og flíkur þannig að þetta verður á sérstökum stað við húsin. Ég er sérstaklega ánægður með að- stöðuna sem þarna er komin fyrir hreyfihamlaða.” Össur sagði að einnig væri verið að ganga frá mjög finni grillaðstöðu þar sem margir gætu grillað í einu þann- ig að hvernig sem veður væri, rok eða rigning væri alltaf hægt að finna skjól og grilla. „Loks er verið að opna sér- staka stofu í öðru húsanna sem verð- ur alltaf opin gestum og gangandi. Þar er hugmyndin að hafa uppi við eintök af ýmsum bókum og bækling- hægt að komast í jafn góða og ódýra veiði og einmitt í Þingvallvatni. „Veiði- leyfið kostar ekki nema þúsundkall fyrir daginn og börn 16 ára og yngri þurfa ekkert að borga og ekki heldur ellilífeyrisþegar 67 ára og eldri. Svo segja má að stórfjölskyldan geti kom- ist í veiði fyrir j)úsundkall á dag og hefur aðgang að fínni þvotta- og grill- aðstöðu fyrir utan fin salerni en það fylgir veiði- og tjaldleyfum. Tóftirnar af gamla bænum í Vatnskoti er líka Eitt kort 20 vatnasvæði Miðá í Dölum: Tveir veiðimenn fengu maríulaxinn Sandra Sif Sæmundsdóttir með fyrsta laxinn sinn og væna bleikju úr Miðá fyrir fáum dögum en 25 laxar hafa veiðst í ánni. Tveggja ára laxinum verður að hlífa „Við vorum að koma úr Norðurá, veiðin var góð en tveggja ára laxinum fækkar og fækkar, bæði í Norðurá og fleiri veiðiám" sagði veiðimaður sem var að veiða á aðalsvæðinu í Norðurá en áin er að komast í 1300 laxa en tveggja ára laxinum fækkar. Og áhyggjur veiðimanna eru víða en Stangaveiðifélag Reykjavíkur hef- ur óskað eftir aðstoð veiðimanna við að ná tveggja ára klakfiski í Soginu og Stóru Laxá í Hreppum. Eins og veiðimenn vita hefur seiðabúskap- ur í báðum ám verið fremur slakur og nú er ætlunin að reyna að bæta úr því. Veiðimenn eru hvattir til að setja laxana í kistur og hólka við árn- ar og á að verðlauna veiðimenn fyrir það. Búið er að koma kistum fyrir á nokkrum stöðum í Stóru Laxá og tveir hólkar eru til taks við Sogið. „Ég var í fimm, sex mínútur að landa laxinum en hann tók í Brúarhylnum og þetta var mjög skemmtilegt. Fisk- urinn tók maðk“, sagði Sandra Sif Sæmundsdóttir sem veiddi maríulax- inn sinn í Miðá í Dölum fyrir fáum dögum og skömmu seinna veiddi annar veiðimaður maríulaxinn sinn í sömu veiðiá. Veiðimaður sem var í ánni fyrir fáum dögum sá torfu af laxi og voru nokkir af löxunum vel vænir. „Veiðin hefur verið góð. Síðustu daga hafa veiðst 20 laxar og núna eru komnir 25 laxar á land og eitthvað af bleikju", sagði Lúðvík Gizurarson er við spurðum um stöðuna í Miðá. Engin veiði er víst stunduð í Hörðu- dalsá en leigutakar árinnar hafa ákveðið að loka fyrir veiði í henni í allavega tvö ár. Góður gangur hefur verið í Eystri- Rangá og hafa veiðst 123 laxar í ánni og í fyrrdag veiddust 43 laxar. í fyrra- dag veiddust 20 laxar í Ytri-Rangá þannig að hún er öll að koma til en innan við eitt hundrað laxar hafa veiðst í ánni. um sem tengjast þjóðgarðinum sem menn geta lesið sér til fróðleiks. Þann- ig verður Vatnskot algerlega kjörið til að fara með fjölskylduna í útilegu og veiða", sagði Össur. Hann bætti því við að líklega væri hvergi í heiminum VEIÐI Gunnar Bender búið að hreinsa vel þannig að þar er alltaf skjól £ öllum veðrum og frábært að grilla þar líka. Þingvallanefnd er líka búin að opna Arnarfellið sem nú er undir þjóðgarðinum með þessum líka fína vegi og þar er kjörin aðstaða fyrir þá veiðimenn sem vilja vera útaf fyrir sig.“ En hvað með urriðann spurðum við alþingismanninn sem er þekktur íyrir áhuga sinn á stórurriðanum og nef eða heimsækið vefsíðu okkar á og kynniðykkur þessa fallegu á. skrifaði einmitt bókina Urriðadans um urriðann í Þingvallavatni? „Við erum nú ekkert sérstaklega að beina mönnum í urriðann en þess má geta að beint fram af gamla bænum í Vatnskoti er gjá þar sem urriðinn hélt sig alltaf og menn lögðu urriðanet í gamla daga. Símon gamli í Vatnskoti fékk þar einu sinni 28 punda urriða sem er reyndar á forsíðu bókarinnar minnar." VEIÐIKORTIÐ Bætt aðstaða fyrir veiðimenn ! Veiðivefurinn svfr.is Frábært úrval veiðileyfa í lax og silung - og þú gengur frá kaupunum beint á netinu. Fréttir, greinar og margt fleira

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.