blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 2
2 innlent ; þriðjudagur, 12. júlí 2005 I blaðið Ný fjölmiölakönnun Gallup: Tæplega 70% íbúa höfuðborgar- svæðisins lesa Blaöiö -Lestur Blaðsins á svæðinu eftir fjögurra vikna útgáfu rétt undir Morgunblaðinu Blaðið er ótvíræður sigurvegari nýrr- ar íjölmiðlakönnunar Gallup sem birt var í gær. Samkvæmt könnuninni höfðu 66,3% aðspurðra á höfuðborgar- svæðinu einhvem tímann lesið Blað- ið í könnunarvikunni, sem var 4,-10. júní. Meðallestur á hvert blað mældist 44,4%. Blaðinu er dreift á höfuðborg- arsvæðinu í um 80 þúsund eintökum og því er það eini marktæki mæli- kvarðinn á lestur þess. Athygli vekur að þessi mikli lestur mælist þrátt fyr- ir að Blaðið hafi einungis verið búið að koma út í 4 vikur þegar könnunin var gerð. Til samanburðar má nefna að meðallestur Morgunblaðsins á höf- uðborgarsvæðinu í könnunarvikunni mældist 53,6%, lestur DV 16,0% og lestur Fréttablsðsins 73%. Blaðið virðist höfða jafnt til flestra aldurs- hópa. Athygli vekur að talsvert var um frídreifingu á DV og Morgunblað- inu í könnunarvikunni. Þannig sögð- ust 4,6% aðspurðra vera með ókeyp- is áskrift af DV í umræddri viku og 5,1% lesenda Morgunblaðsins. Úrtak Gallup í þessari könnun var 1230 manns og var svarhlutfall um 51%. Sigurður G Guðjónsson stjórn- arformaður Blaðsins segir að þessi niðurstaða sýni að full þörf hafi ver- ið á nýju ókeypis blaði. Enn frekari stækkun á útbreiðslusvæði Blaðsins sé í farvatninu og verði fyrstu áfang- ar kynntir á næstu dögum. Stefnt sé að því að Blaðið verði útbreiddasta og mest lesna blað landsins innan skamms tíma. Lestur á höfuðborgarsvæðinu Meðallestur Uppsafnað Blaðið DV 16,0% Morgunblaðið Fréttablaðið 44,4% Blaðið 66,3% 53,6% 73,0% Morgunblaðið Fréttablaðið “i---1--1—:---1—i----1 20 30 40 50 60 70 80 92,9% 1--1—i—i—i—i—i—i—r 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 RUV með 9 af 10 vinsælustu þættina í sjónvarpi Ríkissjónvarpið má vel við una í nýrri fjölmiðlakönnun Gallup. RÚV var með 9 af 10 vinsælustu þættina í sjónvarpi og eru fréttir RÚV vinsæl- asta efnið eins og svo oft áður, 40,7% áhorf. Rétt er þó að taka ffam að þrír landsleikir í fótbolta og handbolta koma næstir en þar er um staka atburði að ræða. Athygli vekur að fréttir Stöðvar 2 mælast aðeins með 25,3% áhorf og þannig munar nú aðeins um einu prósenti á fféttum Stöðvar 2, tíufféttum RÚV og þættin- um Heimi farfuglanna á sömu stöð. Þá virðast vinsældir Strákanna hafa dalað en þeir mælast nú með 14,6% áhorf. CSI Miami er vinsælasti þátt- ur Skjás 1 með 16,7% áhorf og síðan kemur Law and order með 15,2%. vínkœlar Verð 25.000 kr. 1 1 ís-hús Íð 566 6000 RUV RUV RUV RUV RUV RUV RUV Fréttir ísland - Svíþjóð (handbolti) ísland - Malta (fótbolti) ísland - Ungverjaland (fótbolti) Aðþrengdar eiginkonur Lífsháski (Lost) Út og suður Stöð 2 Fréttir RUV Tíufréttir RUV Heimur farfuglanna 40,7% 35,5% 33,8% 33,6% 31,8% 31,7% 30,2% 25,3% 24,4% 24,4% 10 20 30 40 50 Ný stjórn FL Group: Stenst ekki stjórnunarstefnu félagsins eða tilmæli Kauphallar Ný stjóm FL Group, sem endurspegl- ar breytt eignarhald félagsins og deil- ur um stjórnunarhætti innan þess, er ekki í samræmi við stefnu félagsins hvað stjórnunarhætti varðar. Þetta kemur fram í ársskýrslu félagsins. Þar er tiltekið að stjórn félagsins leggi áherslu á að viðhalda góðum stjórnunarháttum og tíundað hvem- ig það sé gert. Er sérstaklega rætt um verkaskiptingu og eins hvernig val á stjórnarmönnum skuli vera í samræmi við tilmæli Kauphallarinn- ar þess efnis. „Stjómin hefur sett sér ítarlegar starfsreglur þar sem valdsvið stjórnar er skilgreint og verksvið hennar gagn- vart forstjóra," segir í ársskýrslunni. Deilurnar innan stjórnar spruttu ein- mitt af ágreiningi um stjórnun, hlut- verk hins starfandi stjórnarformanns Hannesar Smárasonar og samráð við einstaka stjórnarmenn, sérstaklega hvað varðaði fjárfestingarstefnu fé- lagsins. Ennfremur er í ársskýrslunni vik- ið að samsetningu stjómarinnar: „Stjóm félagsins uppfyllir skilyrði um óhæði samkvæmt skilgreiningu í grein 2.6 í Leiðbeiningum um stjóm- arhætti fyrirtækja" en það eru til- mæli frá Kauphöll íslands sem beint er til allra félaga, sem skráð eru í Kauphöllinni, að fylgja. Skylda stjómarinnar er að hafa eftirlit með þeim sem annast dag- legan rekstur félagsins. Því er talið æskilegt að meirihluta stjómar skipi óháðir stjórnarmenn og að innan þess meirihluta séu að minnsta kosti tveir stjómarmenn sem em óháðir stórum hluthöfum í fyrirtækinu sé miðað við fimm manna stjórn. Stór hluthafi er hver sá sem ræður yfir að minnsta kosti 10% af heildarhlutafé í félaginu, einn eða í samstarfi við sér nótengda aðilþ. Til þess aðfteljast óháður má við- komandi t.d. ekki eiga verulega mikið undir eignarhlut sínum, vera starfs- maður eða standa í verulegum við- skiptum við félagið, tengjast æðstu stjórnendum þess fjölskylduböndum eða hafa annars konar eigna- eða stjórnunarvensl. Eins og sakir standa stenst enginn stjórnarmaður skilyrði tilmælanna og hafa kaupsýslumenn lýst áhyggj- um sínum af því. Þá hafa reyndir menn í viðskiptalífinu lýst miHmn efasemdum um veru þeirra Magnús- ar Ármanns og Sigurðar Bollasonar í stjórninni. „Þeir eru sjálfsagt liprir samningamenn eins og dæmin sanna en þeir hafa ’enga reynslu af rekstri sem þessum", sagði kaupsýslumaður sem þekkir vel til FL Group en á ekki hagsmuna að gæta þar. Auglýsingar 510 3744 Sumartilboð! (3 Heiðskírt 0Léttský)a6 ^ Skýjaö £ Alskýjað Rignlng, litilsháttar // Hignlng í'fc i Súld *'!'Snjókoma * _____________ r Vöndud rafmagnskerra Sterkbyggd og afar einföld I notkun. Þessl aðstodar þlg að fara hraðar yflr og alla leið. Verð: 23.920,- Verð aður 29.900.- YHole in One 1 OOLFVERSLUN r Opnunartími: \ Mén - fös .10-19 Laugardaga ..10-16 v 5unnudaga ..12-16 201 Kópavogur • Sirní: 577 4040 • ww’vv.holeinone.i Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló Parfs Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublln Glasgow 23 26 27 22 26 29 27 28 21 33 26 21 23 26 28 23 30 12 19 26 22 23 *f (3 CTiqo \^~j Slydda Snjóél ^~j ~® Skúr o* 11° 14' 16° r*\Q° ^9° —f Veðurhorfur í dag Veðursíminn 32 0600 Byggt á upplýslngum fró Veðurstofu fslands w 11 14° f morgun 16°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.