blaðið - 12.07.2005, Page 6

blaðið - 12.07.2005, Page 6
6 innlent þriðjudagur, 12. júlí 2005 I blaðið ESB styrkir rannsóknir íslensks fiskifræðings Rannsóknir á ástandi fisks í stað talningar Evrópusambandið hefur tryggt fjár- veitingu til rannsókna sem hérlend- is hafa verið kenndar við Jón Krist- jánsson fiskifræðing. Kenningar Jóns ganga út á að taka beri tillit til ástands fiskstofna í stað þess að telja fiska eins og tíðkast hefur hérlendis. Jón hefur verið að rannsaka feng- inn fyrir norður-írska sjómannasam- bandið og útgerðarmannasambandið þar í landi til þess að gefa álit á fisk- stofnum í írska hafinu. „í framhaldi af því kynnti ég niðurstöður á ráðstefnu í írlandi 2003. Það hafði í fór með sér að þeir vildu halda þessu verkefni áfram og sóttu um styrk til ESB sem nú hefur fengist", segir Jón. Tekur mark á nýjum leiðum „ESB er farið að taka mark á manni þar sem þessi hefðbundna fiskveiði- stefna með kvótakerfi og skömmtun er búin að setja allan fiskiðnaðinn í þrot í Evrópu. Menn eru famir að leita nýrra leiða og þetta er ein þeirra. Ég er búinn að tala um þetta við Hafró í áratugi það er bara ekkert hlustað. Þegar kvótakerfið kom 1983 varaði ég og aðrir við því að ef menn ætluðu að skera niður þá næðum við aldrei að rétta við aftur. Þetta hefur alveg staðist", segir Jón. Spurning um fæðuframboð „Það er farið að hlusta á það sem við ‘ALTERNATIVE SCIENCE’ PLAN FORIRISH SEA An^o Morth Mrti FPO launchM gnu roots vonlura - mxnt pag* 2 Forsíðufrétt Fishing News segir frá því að ESB styrkir rannsóknir byggðar á kenningum Jóns Kristjánssonar fiski- fræðings. erum að segja héma heima að það þyrfti að taka meira tillit til ástands fiskanna - holdafars, kynþroska, vaxtar og annars - í stað þess að láta duga að telja fiskana endalaust. Til þess að nýta fiskstofna eins og aðra dýrastofna þá er það lykilatriði að vöxturinn sé í lagi. Ef við erum með fisk sem sveltur þýðir lítið að veiða hann þar sem það gefur ekkert af sér. Ef stofninn er stór er vöxturinn tiltölulega lítiir, segir Jón og nefnir að í raun sé málið sáraeinfalt. Þegar stofn er stór er ekki nægilegt fæði handa öllum fiskunum í stofninum og þannig rýrna gæði fisksins. „Þessi friðunaraðgerð og að geyma fiskinn í sjónum gengur þvert á alla náttúru- fræði“, bætir hann við og vísar þar með til þeirra aðferða sem Hafrcum- sóknarstofnun hefur notað hér á landi. Gengur ekki á stofninn Aðspurður um það hvort að með aukn- um fiskveiðum gangi ekki of mikið á stofninn segir Jón að það sé ekki satt. „Það er nú þannig í fiskveiðum að ef það hættir að veiðast þá hætta menn því þá borgar sig ekki lengur að veiða. Svo það er langt í að slíkt ger- ist. í gamla daga var ekki neitt vesen þegar allir veiddu eins og þeir gátu“, segir hann. ■ EUbackingforfirst ‘atternative’ scheme - green light for Irish Sea research project __ I !§*§?§ 3Ö5 pp jgSKS | Stjórnarmenn í almenningshlutafélaginu Baugi: Gefa ekkert út á traustsyfirlýsingu Fyrrverandi stjórnarmenn í al- menningshlutafélaginu Baugi vilja ekkert ræða Baugsmálið opinber- lega að sinni. Þeir vilja ekki heldur taka undir traustsyfirlýsingu þá, sem stjórn Baugs Group sendi frá sér fyrir skömmu og segjast ekki hafa forsendur til þess að ræða um traust sitt á Jóni Ásgeiri, hvorki af né á. Eftir að Ríkislögreglustjóri gaf út ákærur á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fimm öðrum sak- borningum í hinu svonefnda Baugs- máli sendi stjórn Baugs Group frá sér fréttatilkynningu þar sem vísað var til samþykkta aðalfundar fé- lagsins í vor og áréttuð traustsyfir- lýsing á Jón Ásgeir og alla sakborn- inga málsins. Margir hafa á hinn bóginn ef- ast um gildi yfirlýsingarinnar þar sem Jón Ásgeir og fjölskylda eigi um 70% í Baugi Group og stjórnar- menn í raun starfsmenn aðalsak- borninga. Enn fremur er bent á að hér ræði alls ekki um sama félagið, Baugur hf. hafi verið almennings- hlutafélag þar sem Bónusfjölskyld- an hafi lengst af ráðið um fjórðungi hluta. Allir stjórnarmenn yfirheyrðir Af þessu tilefni sneri Blaðið sér til fyrrum stjórnarmanna í Baugi, sem ekki tengjast Baugi Group nú, en voru stjórnarmenn almennings- hlutafélagsins á þeim tíma, sem ætl- uð brot eru sögð hafa verið framin á. Óskar Magnússon, fyrrverandi stjórnarformaður Baugs, kvaðst engu vilja svara um málefni Baugs, hvorki um yfirlýsingu þessa eða mál- ið, sem væri tilefhi hennar. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, tók í sama streng og kvaðst ekki vilj a ræða mál- efni Baugs að sinni. Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda, kvaðst ekki hafa neinar forsendur til þess að taka undir traustsyfirlýsinguna eða mótmæla henni, hann þekkti ekki til ákæruatriða. Allir stjórnarmenn í almennings- hlutafélaginu Baugi hafa verið kvaddir til yfirheyrslu vegna rann- sóknar Baugsmálsins enda hafa stjórnarmenn almenningshlutafé- laga ríka eftirlitsskyldu með starfs- mönnum þess og meðferð fjármuna og eigna. Þar mun hafa komið fram að á sínum tíma hafi stjórnin vissu- lega haft áhyggjur af mögulegum hagsmunaárekstri vegna starfa Jóns Ásgeir fyrir ýmis fjölskyldufyr- irtæki samhliða störfum hans fyrir almenningshlutafélagið. Á þeim tíma hafi menn yfirleitt fallist á skýringar Jóns Ásgeirs í þeim efn- um en einnig hafi komið til þess að Baugur hafi leyst til sín fyrirtæki í eigu Bónusfjölskyldunnar, beinlínis til þess að eyða tali um að þar sæti forstjórinn beggja vegna borðs. Reykjavík: Hópuppsagnir á gæslu- völlum borgarinnar Öllum starfskonum á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar, alls 22 talsins, var sagt upp störfum um síðustu mánaða- mót. Um er að ræða konur í láglauna- störfum sem flestar eru á miðjum aldri og eiga að baki áratuga starf á gæslu- völlunum í þágu yngstu borgaranna. Eru þær afar ósáttar við hvemig stað- ið hefur verið að uppsögnum þeirra af hálfu borgarinnar. Frá og með 1. september 2005 verð- ur gæsluvöllunum lokað og störf starfs- manna þar lögð niður. Starfslok starfs- fólks verða því 1. september og verða þeim greidd laun á uppsagnarfresti skv. réttindum í 3-6 mánuði frá þeim tíma Áður en til hópuppsagnanna kom var því heitið að ef svo færi að starf- semi gæsluvaUanna yrði lögð niður yrði öllum starfsmönnum boðin önnur sambærileg störf hjá borginni við hæfi eða að starfslokasamningar yrðu gerðir við þá. Við þetta hefur ekki verið stað- ið. Þess í stað er sú leið farin að segja öllum starfsmönnunum upp en þeim síðan bent á að þeir geti sótt um önnur störf hjá borginni, t.d. hjá leikskólum eða félagsþjónustunni. Hópuppsagnir í stað starfsloka- samninga Töluverður munur er á því hvort valin er leið uppsagna eða starfslokasamn- inga. Með starfslokasamningi heldur viðkomandi starfsmaður öllum áunn- um réttindum haldi hann áfram starfi hjá borginni en ekki þegar honum er sagt upp. Á undanfómum árum hefur Reykjavíkurborg gert fjölda starfsloka- samninga við ýmsa starfsmenn með sfyttri starfsaldur að baki en umrædd- ar gæslukonur. Þær gæsluvaUakonur sem kunna að verða ráðnar til leikskólanna eftir að uppsögnin tekur gildi þurfa að skipta um verkalýðsfélag og verða því ráðnar á lakari kjörum en þær njóta nú. Telja þær að kjörin séu mun verri hjá Eflingu hvað varðar áunnin réttindi. í hópnum er m.a. fatlaður starfsmað- ur sem unnið hefur hjá Reykjavíkur- boig frá árinu 1978. Þessi starfsmaður hefur ekkert boð fengið um annað starf hjá borginni og heldur engin vilyrði fyr- ir því að slíkt verði skoðað ■ Reykjavíkurlistinn: Gengið til samstarfs- samninga á ný Flokkarnir þrír sem standa að R-list- anum tilkynntu í gær að þeir myndu halda áfram viðræðum sínum um samstarf og sameiginlegt framboð í borgarstjórnarkosningunum að ári. Undanfama daga hafa fulltrúar flokkanna skiptst á misfóstum skot- um í fjölmiðlum og vænt hverjir aðra um að vilja slíta samstarfinu með tillögum sínum éða tillöguleysi eftir atvikum. Fulltfrúar flokkanna segja í til- kynningu, sem send var fjölmiðlum, að „ákveðinn vendipunktur hafi orð- ið, sem felist í nánari útfærslu og frekara vinnuferli", hvað sem það nú þýðir. Heimildarmenn Blaðsins segja að ekki hafi í raun orðið nein vatna- skil í hinum eiginlegu viðræðum og engar nýjar eða afgerandi tillögur á borðinu. „Það sem gerðist var að skynsemin sigraði og menn ákváðu að reyna að leysa ágreininginn með viðræðum fremur en gjammi í íjöl- miðlum", sagði einn þeirra. ■ Fríhafnarverslunin harðlega gagnrýnd Til leigu glæsileg skrifstofa Til leigu glæsilegt rúmgott skrifstofuherbergi með aðgengi að kaffistofu á besta stað miðsvæðis ( Reykjavikur. Parket á gólfum og allt fyrsta flokks. Vönduð skrifstofuhúsgögn, símkerfi og öryggiskerfi getur fylgt með í leigunni. Á sama stað er til sölu vönduð skrifstofuhúsgögn, þar á meðal skrifborð, fundarborð, skápar, stólar, peningaskápur og fleira. Upplýsinqar í síma 896-2822 ÞAKMÁLUN" S: 697 3592/844 1011 - áróður og uppspuni segir framkvæmdastjórinn Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) gagnrýna harðlega starfsemi fríhafn- arverslunar ríkisins í Leifsstöð fyrir að vera í beinni samkeppni við einka- rekna verslunarstarfsemi í landinu. Forsvarsmenn fríhafnarverslunar- innar vísa ásökununum „til fóðurhús- anna“. Vafasamar verðkannanir? Á heimasíðu SVÞ, www.svth.is, er það gagnrýnt að ríkisrekið fyrirtæki standi m.a. fyrir verðkönnunum á snyrtivörum í Reykjavík og að það auglýsi „á stórum skiltum í flug- stöðinni að boðið sé allt að helmingi lægra verð en í bænum.“ Sturla G. Eðvarðsson, framkvæmdastjóri frí- hafnarverslunarinnar, vísar gagnrýn- inni á bug. „í fyrsta lagi gerum við verðkannanir um allan heim og könn- um fyrst og fremst verð í erlendum fríhöfnum. Þar sem íslendingar eru okkar aðalviðskiptavinir reynum við að tryggja þeim besta verðlag sem við getum boðið og því skoðum við auðvit- að innanlandsverð - hvort sem það er á snyrtivörum, raftækjum eða hveiju því sem við seljum. Ég vísa þessu því til foðurhúsanna. í öðru lagi eru fyr- irtæki á markaði að selja vörur til neytenda og þurfa því að passa upp á verðin sín. Ég vil tryggja það að fólk fái sanngjarnt verð þegar það kemur í Fríhöfnina og ég geri það með því að gera verðkannanir hér innanlands og erlendis." SVÞ benda á að flestir þeir íslend- ingar sem ferðist til útlanda noti tækifærið til að kaupa vörur án virð- isaukaskatts og vörugjalda í Fríhöfn- inni og séu ekki að bera saman verð við erlendar verslanir heldur einka- reknar, íslenskar verslanir sem þurfi að leggja þessi gjöld á vörur sínar. Umdeild auglýsing „Við auglýsum eingöngu í flugstöð- inni“ segir Sturla og tekur fram að besta tækifæri fríhafnarverlunarinn- ar til að ná viðskiptavinum sé þegar þeir eru komnir í flugstöðina. „En við höfum ekki verið að auglýsa vörur á innanlandsmarkaði, það er alveg á hreinu." Fyrir síðustu jól birtist þó auglýs- ing sem boðaði ódýrt verð svokall- aðra iPod tónlistarspilara sem þá voru mjög vinsælir til jólagjafa. SVÞ bendir á að slíkar auglýsingar keppi með beinum hætti við einkafyrirtæki. „Þetta er bara áróður og uppspuni frá rótum" segir Sturla. „Samtökin virð- ast greinilega ekki skilja það, þó að ég sé löngu búinn að útskýra það, að þessi auglýsing var ekki á okkar veg- um. Umboðsaðili tækjanna auglýsti án okkar vitundar og setti merki okk- ar á auglýsingarnar. Við greiddum aldrei fyrir þessar auglýsingar og um- boðsaðilinn gerði þetta því ekki með okkar leyfi því við auglýsum hvorki á innanlandsmarkaði né f útlöndum og höfum aldrei gert það.“

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.