blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 4
4 innlent þriðjudagur, 12. júlí 2005 I blaðið Nýr fram- kvæmdastjóri Samson Birgir Már Ragnarsson er nýr fram- kvæmdastjóri eignarhaldsfélagsins Samson en það á um 45% hlut í Landsbanka íslands. Birgir Már er á 31. aldursári og er menntaður lög- fræðingur ffá Háskóla íslands. Hann var meðeigandi í Lex-Nestor lög- mannsstofunni og starfaði þar sem lögmaður en áður vann hann m.a. hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og Fjármálaeftirlitinu. Birgir Már er aðjúnkt við Lagadeild Háskólans í Reykjavík. Heimsókn Halldórs Ásgrímssonar til Japans: Eflum áhuga á gagnkvæmum fjárfestingum í gær átti Halldór Ásgrímsson, for- sætisráðherra, fund með Junichiro Koizumi, kollega sínum ffá Japan. Þar ítrekaði hann meðal annars mik- ilvægi þess að ljúka við tvísköttunar- samning milli ríkjanna í því skyni að efla áhuga á gagnkvæmum fjárfest- ingum. Þá voru viðskipti ríkjanna rædd og hugsanlegar leiðir til þess að auka þau. í því samhengi voru einnig ræddar leiðir til þess að liðka fyrir gerð loftferðasamnings milli fs- lands og Japans. Þá viðraði Halldór einnig hugmyndir um gerð fríverslun- arsamnings. Halldór undirstrikaði mikilvægi Japansmarkaðar fyrir áffamhald- andi hvalveiðar í vísindaskyni við ís- land en Koizumi var fyrri til þess að ræða það málefni. Á næsta ári verður hálf öld liðin frá því að ríkin tóku upp stjórnmála- samband og bauð Halldór Ásgríms- son Koizumi af því tilefni í heimsókn til íslands. Ók á ofsahraða og varð stúlku að bana Eins mánaðar fangelsi -skilorðsbundið Nítján ára maður hefur verið dæmd- ur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka gáleysislega og yfir leyfilegum hámarkshraða fyrir um ári síðan með þeim afleiðingum að stúlka á fjórtánda aldursári lést. Stúlkan á að hafa hlaupið í veg fyr- ir bílinn á eftir hundi sínum með áðurgreindum afleiðingum. Viður- kenndi maðurinn fyrir héraðsdómi Vestfjarða að hafa verið á um 150 kílómetra hraða þegar hann varð var við stúlkuna en að hann hafi hægt á ferðinni með því að „tylla aðeins á hemlana". Engarskaðabætur Sérfræðingur sem fenginn var til þess að reikna hraða bflsins við árekst- urinn komst að þeirri niðurstöðu að hraði bflsins hefði ekki verið minni en 112 kflómetrar á klukkustund. Hámarkshraði á þeim stað þar sem slysið varð er 90 kflómetrar á klukku- stund en stúlkan er talin hafa látist samstundis. Fóru foreldrar hennar fram á þijár milljónir króna í skaða- bætur en dómurinn féllst ekki á það að um ásetning eða stórfellt gáleysi hafi verið að ræða svo bótakröfunni var vísað frá. Missir ökuréttindi í hálft ár Auk skilorðsbundins fangelsis missir ökumaðurinn ökuréttindi í sex mánuði. Þá þarf hann að greiða sakarkostnað. Enn eitt lyfjaránið Tvö rán á tveimur dögum Um hádegisbilið í gær réðist mað- ur inn í verslun Lyf og heilsu í húsi Domus Medica við Egilsgötu og stal þaðan lyfseðilsskyldum lyfjum. Mað- urinn hafði hatt á höfði sér og huldi andlit sitt ennfremur með klút. Hann handlék hníf þótt hann hafi ekki ógn- að fólki með honum. Þegar Blaðið fór í prentun höfðu laganna verðir ekki enn fundið manninn en honum er lýst sem lágvöxnum og grönnum á þrítugsaldri. Ekki hefur fengist staðfest hversu mikið hann hafði upp úr krafsinu en samkvæmt uppýsing- um lögreglunnar stökk hann yfir af- greiðsluborðið, rótaði í lyfjaskúffu og hafði eitthvað með sér. Þetta er annað lyfjaránið á jafn- mörgum dögum en þeir sem rændu Lyf og heilsu Austurveri á sunnudag voru enn í haldi lögreglunnar þegar ránið var framið í gær. Vopnuð rán á lyfseðilsskyldum lyfjum eru framin nánast vikulega um þessar mundir Blaðið/Gúndi Þórarinn Tyrfingsson: Varast ber að oftúlka fjölgun lyfjarána Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, varar við því að fólk oftúlki þá fjölgun sem orðið hefur á l}djaránum það sem af er sumri. „Þetta er munst- ur sem maður sér oft á þessum tíma þar sem fólk er svolítið á útigangi þegar veðrið býður upp á það“, segir Þórarinn og bendir á að þetta hafi áður sést á þessum tíma árs. JÞetta er samt sem áður merki um það að til er stór hópur fólks sem er háður læknadópi." Örþrifaráð Þórarinn segir að auðvitað sé það þannig að þegar efni vantar á markaðinn grípi þetta unga og ráðvillta fólk til örþrifaráða. „í fyrsta lagi segir þetta okkur að það er hópur fólks háður þessum læknalyfjum. Lyfjamisnotk- un hefur aukist snarlega eins og við höfum greint ffá“, seg- ir hann. Þórarinn segir ennffemur að fiklarnir leiti sér helst að læknadópi Ég vona að þetta skili fólki í með- ferð á Vogí og þá aðallega morfini. „Þegar aðhald kem- ur, væntanlega vegna aukinnar umræðu og ígripa landlæknis, má búast við þrengingu á markaðinum eins og virðist vera núna”. UTSALA Enn meiri verðlækkun 40-70% afsláttur Skili fólki í meðferð Aðspurður segist Þór- arinn vona að framboð hafi minnkað vegna tilkynningar landlæknis um aukið eftirlit með útgáfum lyfseðla. „Fyrst og fremst vona ég að þetta skili þessu fólki í meðferð hingað til mín á Vogi.“ Refsingar við ofsaakstri verði þyngdar Ágúst Mogensen, ffamkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa, leggur til að refsingar fyrir ofsa- akstri verði þyngdar. „Þú er ég ekki að tala um það hvernig menn eru dæmdir í banaslysum heldur viður- lög við ofsaakstri almennt“, segir hann. „Við viljum að það verði gerður meiri greinarmunur á annars vegar hraðakstursbrotum, þar sem menn keyra 10 til 20 kílómetrum hraðar en lög leyfa og hins vegar svokölluðum ofsaakstri þar sem ökumenn fara allt að tvöfalt hraðar en leyfilegt er.“ Fari á námskeið Ágúst segir að kanna ætti það að svipting ökuleyfis yrði lengri og hærri sektir þegar um ofsaakstur er að ræða. Þá verði það einnig skoðað hvort fysilegt væri að þeir sem brjóta svona af sér þyrftu að taka ökupróf- ið aftur eða fara á einhvers konar námskeið. „Það þyrfti að staldra við í tilfellum þessara ökumanna og velta fyrir sér hvort þeir viti hvað þeir eru að gera og hugsanlegar afleiðingar þess.“ Harðurárekst- ur tveggja vörubíla Tveir vörubílar rákust saman í hörð- um árekstri í Húnaþingi um hádegis- bilið í gær. Ökumenn bílanna slösuð- ust lítillega en þó ekki jafnilla og á horfði í fyrstu. Slysið varð með þeim hætti að annar vörubfllinn fór yfir á rangan vegarhelming til þess að taka fram úr bílum sem höfðu hægt á sér til að gefa rútu færi á að beygja yfir á hlið- arveg. Áreksturinn varð harkalegur þar sem vörubílarnir voru á sömu akreininni en komu hvor út sinni áttinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi fótbrotnaði annar ökumaðurinn. Að svo stöddu er ekki hægt að segja frekar um af- leiðingu eða orsök slyssins þar sem það er í rannsókn. Einhveijar skemmdir urðu á fólks- bflnum sem tekið var fram úr en fólk- ið í honum sakaði ekki. Lyf og heilsa: Öryggisgæsla verður aukin KKINölAN Ö-12 Síml 566 6668 Hjalti Sölvason, rekstrarstjóri Lyf og heilsu, kann enga skýringu á því hvers vegna verslanir Lyf og heilsu verða oft fyrir barðinu á ræningjum. „Hér erum við með mjög góða örygg- isgæslu og myndavélakerfi. Maður getur samt ekki annað en vorkennt þeim sem standa að þessum ránum því þetta er greinilega ógæfufólk." Mildi að enginn hefur slasast Hann segir að því miður sé einhver holskefla í ránum á apótekum en sem betur fer hafi starfsmenn brugðist al- veg hárrétt við og enginn slasast. Þá hafi verið boðið upp á fyrstu áfalla- hjálp fyrir þá sem lent hafi í ránun- um. Nú hefur verið sett af stað ferli þar sem farið verður yfir öll öryggis- mál verslananna í samráði við lög- reglu. Hjalti hrósar vinnubrögðum lögreglunnar og þakkar þeim fyrir að oftast hafi þessi rán verið upplýst. Starfsfólk bregst rétt við „Við höfum verið með fræðslu fyrir okkar starfsmenn um það hvernig þeir skuli haga sér í vopnuðum ránum og það hefur skilað sér“, segir Hjalti en nefnir að vissulega valdi þetta mikl- um ugg, sérstaklega í ljósi þess að þarna er starfsfólki ógnað. Hann seg- ir að sem betur fer sé starfsfólk hans duglegt og láti ekki slá sig út af lag- inu. „En klárlega veldur þetta okkur áhyggjum af öryggi okkar starfsfólks. Öryggi starfsmannanna er númer 1,2 og 3 og gengur alltaf fyrir.“ HÁDEGISVERÐARTILBOÐ 690 ."Blandið saman alit að 3 réttum úr hitaborði 30 % AFSLÁTTUR AF HEILUM SKAMMTI í HITAB0RÐINU Sóltún 3 Bæjarlind 14-16 S 562 9060 S 564 6111

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.