blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 13

blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 13
blaðið I þriðjudagur, 12. júlí 2005 veiði 13 Mikil veiði í Kvíslárveitum í sumar Kvíslórveiturnar eru þekktar fyrir mikla veiði og veiðast þúsundir fiska þar árlega. Algengasta stærðin er 1.5-2.5 pund. I stuttum könnunar- leiðangri sem farin var þann 28. júní veiddust 30 fiskar á þrjár stangir. Aðstaða fyrir veiðimenn í Kvíslár- veitum hefur verið stórbætt og verða veiðiverðir á staðnum í allt sumar, veiðimönnum til halds og traust. Hót- el Versalir verða opnaðir að nýju og húsakynnin nýtt sem aðstaða fyrir veiðimenn auk þess sem þar verður boðið upp á léttar veitingar og gist- ingu fyrir veiðimenn. Kaldakvísl er urriða- og bleikju- svæði og er henni skipt í efra og neðra svæði. Tungnaá (gamli árfar- vegurinn frá brú og niður eftir) er fyrst og fremst bleikjusvæði og fylgir Köldukvísl eins og sagt er til um. Til að tryggja kyrrð og næði veiðimanna eru einungis seldar sjö stangir í ána, fjórar á neðra svæði en þijár á efra svæði. Efra svæðið nær frá fossinum Nefja og niður að Trippavaði. í dag þarf ekki að fara Trippavað þar sem ný brú er komin neðar á Tungnaá. Á efra svæð- inu er hægt að aka á fjórhjóladrifnum bifreiðum nær alveg upp að fossinum Ne§a. Bestu veiðistaðirnir eru við fossin og um 300 metrum fyrir neðan hann en þar í gilinu er djúpur og lang- ur hylur. Eins eru góðir staðir neðar í ánni þar sem tilvalið er að veiða. Efra svæðinu fylgir jafnframt leyfi til aðveiðaí Tungnaáfrá kl. 16-23 (með- an leyfi gildir) en hún hefur gefið best neðst við skilin (þar sem órnar renna saman). Einnig eru góðir hyljir ofar í ónni. Neðra svæði er frá Trippavaði og niður að skilum. Bestu veiðistaðimir þar eru við klettana þar sem slóðin endar (hægri megin) eða niður við skilin þar sem ámar liggja saman. Neðra svæðinu fylgir jafnframt leyfi til að veiða í Tungnaá fró kl. 7-14 (meðan leyfi gildir). Kaldakvísl er þekkt fyrir væna urriða og bleikjur og Tungnaá fyrir vænar bleikjur. Þessi svæði eru mikl- ar náttúmperlur og eru veiðimenn sérstaklega hvattir til að ganga vel um umhverfið, aka ekki utan slóða og skilja ekki eftir sig sorp. Veiðimenn eru hvattir til að skila veiðiskýrslum og færa afla i veiðibók. Veiðiþjófnaður verður kærður til lögreglu og hefur veiðieftirlit verið hert til mikilla muna. Reynisvatn er mjög vinsælt hjá veiðimönnum enda nóg af fiski í vatninu og sjaldgæft að fólk fari tómhent heim. í vatninu er aðallega regnbogasilungur en einnig bleikja. Hægt er að leigja stangir og báta og er aðstaðan tilvalin fyrir starfsmannahópa sem og veislur af ýmsu tagi. Á staðnum er veitingasala, fjöldi grilla, innisalur og útipallar. 561 0752 og 693 7101 OPIÐ ( SUMAR: laugardaga 10-17, sunnudaga 11-16, virka daga 9-19 Neyðarsími allan sólarhringinn 844 7000 Síðumúta 11 • 108 Reykjavfk • Síml: 588 6500 • www.utivistogveidi.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.