blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 26
þriðjudagur, 12. júlí 2005 I blaðið WflR,"”WORIDS INNRASIN ER HAFIN - bara lúxus Simi 553 2075 Ektd stórslysdmyrid ★ ★★ óon, nv 'Hollywood i cssinu sínu" ★★★* Inmásin er gimlleg sumaiskemmtun, | poppkornsmynd af bestu gerð! ★ ★★ ★ ★★* KvikmyiiíJir.is | Sýnd Kl 5:30,8 og 10:20(POWER-SYNING). b.U4 SýndkL 10:15 U. 14 FRAB/ER GRINMYND >•"08* Svnd kl. 5:30 SýadkL 5:30,8 og 10:20. bxu www.lauqa w- Wk:A- 'W mA ■A*.. REGÍlBOGinn SIMI 551 9000 Sýndkl. 5.30,8 og 10.30 - Powersýning B.i. 16 ára 400 kr. í bíó! Glldlr á allar sýnlngar merktar með rauðu ^ Mrs. omith Sýndkl. 5.30,8 oa 10.30 B.i. 14ára Sýnd kl. 5.50,8 og 10.10 Sýnd kl. 6 og 9 B.i. 10 ára SIMI564 0000 'S^ hug SmfíRHKl BIO HUGSAÐU STÓRT □ÍJ Dolby /DD/ TFTx Sýnd kl. 5.20,8,9,10.40 og 11.30 - Powersýnlng • Sýnd I lúxus kl. 6,9 og 11.30 B.i. 16 ára Sýndkl. 3.30,5.45 og 8 BOURNÉlÍÍTTTY Mr.,<. Mrs. Sýndkl. 8 og 10.30 B.i. 14 ára Madagascar ævintýrið í kvikmyndahús Stafræna teiknimyndin Madagascar ffá DreamWorks fyrirtækinu verður ffumsýnd næstkomandi miðvikudag í Sambíóunum, Háskólabíói og Laugar- ósbíói. Áður hefur DreamWorks sent ffó sér stórmyndirnar Shrek, Shrek 2 og Shark Tale sem hafa heillað áhorf- endur um allan heim. Aðal vörumerki þessara teiknimynda er grínið sem höfðar jafnt til bama og fullorðinna og því hafa menn beðið spenntir eftir að bera nýjustu afurðina augum. Strandaglópar í skóginum Myndin fjallar um nokkur dýr í dýra- garðinum í New York og ffábærir gamanleikarar vora fengnir til að ljá þeim rödd sína. Ljónið Alex (Ben Stiller) er konungur dýragarðsins og bestu vinir hans þar eru sebra- hesturinn Marty (Chris Rock), gíraf- finn Melman (David Schwimmer) og flóðhesturinn Gloria (Jada Pinkett Smith). Öll hafa þau eytt ævinni inn- an vemdaðra veggja dýragarðsins og látið mennina sjá um sig. Marty, sem er einstaklega ævintýragjarn, verður einn daginn mjög forvitinn um heim- inn og vill skoða lífið utan rimlanna. Hann ákveður því að stijúka úr garð- inum og vinirnir þrír fylgja fast á eft- ir. Saman flækjast þeir, ásamt nokkr- um mörgæsum, um borgina þvera og endilanga. Brátt fara dýrin að vekja athygli í borginni og eru send með skipi til heimalands síns Afríku en ferðin endar ekki eins og skyldi og dýrin verða strandaglópar á eyjunni í Madagascar þar sem þau þurfa að læra að bjarga sér sjálf. Það segir sig sjálft að það gengur ekki allt eins og í sögu og óhorfendur fó að fylgjast með drepfyndnum atriðum þar sem dýrin lenda í ótrúlegustu ævintýrum. Myndin hefur slegið rækilega í gegn þar sem hún hefur verið frum- sýnd og skaust hún meðal annars í efsta sæti topplistans í Bandaríkjun- um eftir að hafa náð að hala inn 101 milljónum dala á fyrstu tíu sýningar- dögunum. Leikstjórar myndarinnar eru held- ur ekki óþekktir teiknimyndagerð en Eric Damell leikstýrði áður teikni- myndinni Antz og Tom McGrath er þekktur fyrir þættina um Ren og Stimpy. Myndin verður sýnd bæði með íslensku og ensku tali í kvikmynda- húsum og ætti því að henta allri fjöl- skyldunni. Þeir sem sjó um íslenska talsetningu eru þau Atli Rafn Sig- urðsson (Alex), Rúnar Freyr Gíslason (Marteinn), Valur Freyr Einarsson (Melman) og Inga María Valdimars- dóttir (Goría) Myndatexti: Teiknimyndin Madagascar verður frumsýnd á miðvikudag og talsetning er meðal annars í höndum Ben Stiller, David Schwimmer, Chris Rock og Jada Pinkett Smith. Miðasala á Patti Smith Tónleikar á Nasa 6. september Eins og fram hefur komið mun rokk- gyðjan Patti Smith halda tónleika á Nasa ásamt hljómsveit sinni þann 6. september. Það verða aðeins 550 mið- ar í boði á tónleikana og því munu ef- laust færri komast að en vilja. Miða- sala hefst næstkomandi fimmtudag klukkan 10:00 á öllum sölustöðum. Miðar verða fáanlegir í verslunum Skífunnar, BT á Akureyri og Sel- fossi, á event.is og í síma 575-1522. Miðaverð er 3.900 krónur. Jackie Chan óánægður með mótleikarann Leikarinn Jackie Chan hefur gagn- rýnt Chris Tucker, mótleikara sinn úr Rush Hour myndunum, harðlega fyrir að tefja fyrir framleiðslu þriðju myndarinnar um fíflalegu slagsmála- hundana. Chan segir að Tucker geri allt of miklar kröfur og vilji til dæmis fá heiðurinn af handritsgerðinni sem hafi komið honum upp á kant við framleiðendur myndarinnar. Hann bætir því við að Tucker sé orðinn allt of valdagráðugur en hafi engan veg- inn efni á því þar sem hann sé enn tiltölulega ungur og óreyndur leikari. Tucker á þó nokkrar myndir að baki sem hafa notið nokkurra vinsælda og má þar nefna Friday, The Fifth Element, Dead Presidents og Jackie Brown. Stefnt er á að myndin verði tilbúin á næsta óri en ef Tucker lærir ekki að haga sér má búast við að út- gáfa myndarinnar frestist eitthvað. Leikstjóri myndarinnar er Brett Ratner en hann leikstýrði einnig fyrstu tveimur myndunum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.