blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 24
þriöjudagur, 12. júlí 2005 I blaðið 4t Draum á svið kolbrun@vbl.is Æfingar eru hafnar á söngleikn- um Kabarett sem verður frum- sýndur 4. ágúst í Islensku óper- unni. Það er leikhópurinn Á senunni sem stendur að sýning- unni en Kolbrún Halldórsdóttir og Felix Bergsson stofhuðu hann árið 1998. „Á þeim tíma var ekki vitað að fyrir mér ætti eftir að liggja að setjast á þing þannig að við ætluðum okkur stóra hluti sem sjálfstæður leikhóp- ur. Síðan höfum við haldið úti góðu starfi," segir Kolbrún en hún er leikstjóri Kabarett sem er sjöunda verkefni hópsins. Jíabarett hefur lengi verið draumverkefnið okkar og þriggja ára samstarfssamingur við Reykjavíkurborg gerði okkur kleift að setja sýninguna á svið.“ Kemur á réttum tíma Söngleikurinn Kabarett er eftir Masteroff, Ebb og Kander og bygg- ir á Berlínarsögum rithöfundarins Christopher Isherwood sem eru að nokkru leyti sjálfsævisögulegar og komu út árið 1935. „Isherwood sagð- ist sjálfur taka myndir af fólki sem hann mætti og þeim aðstæðum sem hann lenti í. Ein af Berlínarsögum hans er af Sally Bowles sem hann hitti í Kit Kat klúbbnum og hópi í kringum hana. Lýsingar hans á per- sónum eru mjög dýnamískar og þess vegna hafa leikaramir úr mjög miklu að moða. Svo höfum við vitaskuld einnig þessa vel skrifuðu sögu til að byggja á,“ segir Kolbrún. „Þegar maður segir sögu sem ger- ist í Berlín á uppgangstíma nasista áttar maður sig á því að áhorfendur í salnum árið 2005 vita hvað gerðist næst. Það vissu persónumar á svið- inu ekki. Það er spennandi að vinna úr raunverulegum efniviði sem allir þekkja og er nú í brennidepli. í ár eru sextíu ár frá því síðari heimsstyijöld- inni lauk og menn hafa áhuga á tíma- bilinu, samanber kvikmyndina Der Untergang. Ég held þess vegna að við séum að setja sýninguna upp á rétt- um tíma.“ Kfktu á nýju heimasíðuna! :) £/ /JffJJfJfJ CASADA 2 og 4 manna tjöld Mlkll og góð blrta f fortjaldl Pðddufrf tjald þar sem ^úkurog svcfnðlma ^ru saunpð föstylð tjald. CANTERA Œ 4 og 6 manna t/öld Þyngd 4 manna: 18,25 kg. Vatnsheldnl: 4000mm 4, 6 ogir Þyngd/Í mar Vatpiheldnl: sMlkil og CAST STAFAGANGA Stœrðlr: 170-135 Með hertum oddl og yeltlgúmí yflr. Par, t ilboðsverð kr. 3.50 MIKIÐ URVAL: • POTTASETTA • GASLJÓSA • PRÍMUSA f Sokkar Profeet sokkar, mikið úrval v'erð frá kr. 995 Bakpokar ýj MiklÖ úrval af bakpokum mf frá Karrimorog^L-N»9 Aztec GÖNGUSKÓR ”CÖNGUSKÓR Stærðir 36-43 Stærðir 42-48 Kr. 16.995 Kr. 18.995 Svefnpokar Warmth dúnpokar Verð frá kr. 16.995 Aztec fíberpokar >: k9 Veri frá kr. 4.995 BK: rrrTam karrimor Sumaa HÖFUÐKLÚTAR fcr. 1.195 NORTHtANO Mjúk skel m/óndun kr. 19.995 Eigum einnig miktó, úrval af I öndunarfatnaði I frákr. 9-995 . 1 CASTSUPERlirt göngustafir. Þrístœkkanlegir með hertum íddi,. svampharídfangi og svampfóðrun niður ástaf. Par frá fcr. 3.995 Mikið úrval af göngubuxum, fljótþornandi eða með öndun. Margir litir. Verð frá kr. 4.995 SKATABUÐIN MIKIÐ URVAL AF DYNUM OC ÖDRUM FYLCIHLUTUM í FERÐALÁ Faxafeni 8 • 108 Reykjavik • sími 534 2727 www.skatabudin.com Tengingin við leikhúsið Síðustu árin hefur Kolbrún sinnt þingmennsku en hefur ekki glatað tengslunum við leikhúsið. „Ég hef starfað sem leikstjóri á þriðja áratug og það hefur því verið mitt aðalstarf. Eitt af því sem skiptir verulegu máli fyrir pólitík á íslandi er að fólk sem tengt er inn í önnur fög en til dæm- is lögfræði og stjómmál leggi hönd á plóg við stjórn landsins og lagasetn- ingu.“ í sýningunni fer Þórunn Lárusdótt- ir með hlutverk Sally Bowles, Magn- Magnús Jónsson í hlutverki sínu í Kabar- ett en hann fer með hlutverk Kabarett- stjórans. ús Jónsson, sem hefur ekki leikið í nokkur ár, er í hlutverki kabarett- stjórans, og Felix Bergsson leikur rithöfundinn. Borgar Garðarson og Edda Þórarinsdóttir eru meðal ann- arra leikara í sýningunni en Edda fór einmitt með hlutverk Sally Bowles í uppsetningu Þjóðleikhússins á sínum tíma. Netmiðasala er hafin. Gullna hliðið í enskri útaáfu Úr sýningunni On the way to Heaven sem er byggt á Gullna hliði Davíðs Stef- ánssonar. Nýtt íslenskt leikverk flutt á ensku, On the way to Heaven, verður sýnt í Iðnó í sumar. Höfundur verksins er Kristín Guðbjartsdóttir Magnús. Leikritið er byggt á þjóðsögunni um Sálina hans Jóns míns og Gullna Hliðið leikriti Davíðs Stefánssonar. On the way to Heaven verður sýnt öll fóstudags- og mánudagskvöld ásamt tveimur aukasýningum laug- ardagskvöldin 23. júlí og 30. júlí. Sýn- ingum lýkur 26. ágúst. Leikstjóri sýningarinnar er Christ- opher Shaer. Hlutverk Jóns er leikið af Bennet Thrope sem einnig leikur margvísleg önnur hlutverk í leikrit- inu og hlutverk Gunnsu, eiginkonu Jóns, er leikið af Kristínu G. Magn- ús. Þorleifur Einarsson, dansari, fer einnig með stór hlutverk í sýning- unni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.