blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 12.07.2005, Blaðsíða 30
 þriðjudagur, 12. júlí 2005 I blaðið IM/.., Karlmenn á útsölu Það eru útsölur um allan bæ og smá- borgarinn (sem er kona) vill ekki vera eftirbátur annarra kvenna og brá sér því á nokkrar þeirra. Það fyrsta sem blasti við voru ákveðnar konur í kös að gramsa af ástríðu. Ekki beinlínis óvenjuleg sjón á útsölu og ekkert undan henni að kvarta. Smáborgarinn nældi sér í einhverjar flíkur og skundaði að búningsherbergjum til að máta. Þá blasti við furðuleg sjón: Á bekkjum fyrir framan klefana hímdi hópur karlmanna. Smáborgarinn áttaði sig ekki alveg á hlutverki þeirra í verslun sem sérhæfir sig í fatnaði á konur en áætlaði af hyggjuviti sínu að konumar hefðu dregið karlmennina á staðinn. Svipur karlmannanna bar nefnilega með sér að þeir höfðu ekki mætt þar sjálfviljugir. Einn þeirra var stein- sofandi á bekknum og smáborg- arinn óttaðist mest að hann tæki upp á því að hrjóta. Eiginkonan var hvergi sjáanleg, sennilega inni í klefa að máta fjórar flíkur. Annar eiginmaður sat ámátlegur við hlið hins sofandi manns og svipur hans bar með sér að hann vildi vera ein- hvers staðar annars staðar. Einn klefinn opnaðist og ung stúlka gekk út hröðum skrefum í átt til manns sem þama stóð og dró hann að sér. „Hvað finnst þér?“ spurði hún og benti á klæðnað sinn. „Fínt, fínt“, stundi hann. Nokkuð sem lá beinast við að segja svo hann kæm- ist einhvem tíma út. Óánægja í búningsklefanum Enginn karlmannanna sem þama var bar með sér að vera ánægður með hlutskipti sitt. Smáborgarinn, sem veit að hjónabönd em mikil áreynsla fyrir flest fólk, gat ekki hætt að velta því fyrir sér af hveiju pör væru að ögra samböndum með búðarrápi. Á sumum sviðum ná kynin ekki saman og þá er farsæl- ast fyrir báða aðila að fara ekki inn á þau svið. Aldrei myndi smáborg- arinn draga sómasamlegan karl- menn inn í kvenfataverslun og láta hann dúsa þar. Reyndar myndi smáborgarinn heldur aldrei elta karlmann inn í karlmannaverslun og bíða óratíma meðan hann mát- ar fót. Sumt verða einstaklingar einfaldlega að sjá um sjálfir. Vansæl pör Svo er það vitanlega umhugsun- arefni hversu vansæl pörin vom. Konumar sýndust reyndar sæmi- lega ánægðar meðan þær vora í fatastússinu en um leið og þær vora komnar með karlmennina upp á arminn þá kom á þær ergels- issvipur. Svona svipur sem maður sér hjónabandsfólk setja upp og virðist merkja: „Þarf ég alltaf að vera að dröslast með þig hvert sem ég fer!“ Smáborgarinn gekk út úr versl- unininni og hét sjálfum sér því að ganga aldrei í hjónaband og kom- ast þannig hjá því að gera aðra manneskju vansæla. I staðinn ætlar hann til Egyptalands og sjá pýramídana. SU DOKU Su Doku - 7. C játa 7 1 3 6 5 7 3 5 1 5 3 4 8 4 7 1 2 9 7 2 4 2 T 3 3 4 6 5 9 2 Lausn á 7. gátu verður að finna í blaðinu á morgun. Su Doku - lausn við 6. gátu 4 6 7 2 3 8 9 5 1 2 1 3 5 9 7 4 8 6 5 8 9 1 6 4 2 7 3 8 4 2 9 1 6 7 3 5 6 3 1 4 7 5 8 2 9 7 9 5 3 8 2 1 6 4 3 5 4 8 2 9 6 1 7 1 7 8 6 4 3 5 9 2 9 2 6 7 5 1 3 4 8 Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefhar era upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri Lausn á 6. gátu þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju- boxinu. Ef möguleikamir era tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. Madonnaí nýjum þáttum Hvað segja stjörnurnar? Steingeit (22. desember-19. janúar) S Þú ert á góðu róli og getur gert mikið við tíma þinn. Þú átt von á jákvæðum niðurstöðum. V Finndu tima fyrir rómantík i dag. Ef þú hefur aðeins tíma fyrir heillandi tölvupóst sendu hann þá. Minnsti verknaður getur haft mikil áhrif. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Það gengur frekar illa að fá nýjar hug- myndur en þú ert með fæturna á jörðinni og ert tilbúin/n að takast á við vinnuna. V Þú þarft að taka áhættu í ástarlífinu ef þú vilt ná árangri. Notaðu innsæið og gerðu hvað sem þér dettur í hug. ©Fiskar (19. febrúar-20. mars) S Þú hefur verið pirruð/aður eftir að hafa átt samskipti við ákveðinn einstakling nýlega. Ekki láta hann hafa þessi áhrif á þig og allt mun ganga vel. V Hik í sambandi fyrri part dags getur breyst í stærðarinnar árekstur seinna. Ef þú ert föst/fastur i hjólförum gamallrar hegðunar þá skaltu breyta til. OHrútur (21. mars-19. april) Poppdrottningin Madonna hefur greint frá því að hún sé afar spennt fyrir nýju hlutverki - hana langi svo til að leika í nýju þáttunum Extras, sem Ricky Gervais sér um, en hann varð heimsfrægur fyrir þættina The Office. Ricky hitti Madonnu baksviðs á Live 8 tónleikunum í London og spurði hana samstundis: „Hver ert þú?“ Heimildir herma að Madonna hafi heilsað honum með handabandi og í lok samtalsins hafi Ricky sagt: „Þú veist að þetta er munnlegur samn- ingur!“ Þau vora bæði mjög ánægð og Ricky ætlar að láta Madonnu standa við orð sín. „Hún er mikill aðdáandi The Office og hún verður frábær í Extras.” Fyrsta serían af Extras - þar sem Ricky leikur einmitt leik- ara - kemur á skjáinn 21. júlí í Bret- landi. Aðrar stjömur sem koma fram í þáttunum era Kate Winslet og Ben Stiller. Paris ekki nakin " d Paris Hil- ton lærir greinilega af mis- t ö k u m sínum en hún segist hafa gefið sjálfri sér tvö loforð. í fyrsta 1 a g i ákvað hún að vera bara með góðum strákum - og í öðra lagi að hún myndi aldrei birtast nakin aftur á skjánum. „Ég var alltaf meira fyrir vondu strákana en núna er ég með besta strák í heimi” segir hún um unnusta sinn, Paris Latsis. Þegar framleiðendur nýj- ustu myndar hennar, House of Wax, báðu hana um að afklæðast fyrir myndina, neitaði hún. „Þeir vildu að ég sýndi einhverja nekt en ég sagði nei. Ég var í undirfótum. Ég verð ekki nak- in í kvikmynd” segir hún. Jessica lýsir aðdáun á Britney og Poppstjömunni Jessicu Simpson finnst Christina Aguilera vera óþekk eins og hún orðar það. Þannig fór Simpson að bera saman Britney Spears og Christinu Aguilera og lýsti aðdáun sinni á báðum stjömunum á sama tíma og hún var að ræða um nýj- ustu mynd sína, Dukes of Hazzard, en þar er hún í hlutverki sem Britney sótt- ist einnig eftir. „Hún er með mjög sætan rass og hún hefði orðið krúttleg í hlutverkinu. En ég er samt fegin að ég fékk hlut- verkið” segir Jessica. Þegar hún fór svo að tala um poppstjömumar sagði hún að þegar kæmi að röddinn myndi hún velja Christinu en per- sónulega vel ég Britney. Hún sagði að Christina væri óþekka stelpan en að hún væri með mjög góða rödd. $ Vertu jákvæð/ur, alveg sama hve mjög þú vilt hvessa þig eða gagnrýna. Þú græðir meira á að segja lítiö og vera viðkunnanleg/ur. V Það er hollt að hlaupa, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. En ef þú hægir ekki á þér þá gæti andstæðingurinn sigrað þig. Hugsaðu áður en þú framkvæmir. ©Naut (20. apríl-20. maí) $ Þú gerir allt auðveldara þegar þú kveikir á þokkanum, jafnvel án þess að taka eftir því. Viöskiptavinurinn yfirgefur þig með góða tilfinn- ingu. :. V Sæktu þér menningu. Það er svo mikið af list og fegurð.til f heiminum en þú finnur það ekki ef þú eyðif öllum tíma þínum heima við. Hristu upp í venjunni og sæktu í það listræna. ©Tvíburar (21. maí-21. júnf) $ Svaraðu öllum litlu skilaboðunum sem hafa borist þér nýlega. Þú ert ekki með heildar- myndina á hreinu í dag en þú getur að minnsta kosti leyst minni verkefni auðveldlega. V Þú ert annars hugar í dag en ekki efast um sjálfan þig. Sérstaklega ekki þegar kemur að ástarlífinu. Vertu örugg/ur því þú ert frábær og það vita það allir. Krabbi (22. júní-22. júlQ $ Æfingar til að styrkja liðsandann virka vel ef þú leggur þig alla í þær. Það getur verið eitt- hvað eins einfalt og að hreinsa kaffistofuna. V Þér kemur vel saman við alla í dag en þú getur búist við einhverjum árekstrum seinni partinn. Þú ert einstaklega góð/ur í að vinna úr heimilisvanda.___________________________ ®Ljón (23. júlí- 22. ágúst) $ Hugsaðu allt upp á nýtt ef mögulegt er. Þú átt auðveldara meo að sja galla og möguleg- ar lausnir ef þú virkilega einbeitir þér að verkefn- inu. V Þú þarft að forgangsraða. Þú getur ekki fundið tima fyrir ástina ef þú ert alltaf vinnandi. Meyja (23. ágúst-22. september) $ Ef þú ert að leita að nýjum verkefnum sem ögra þér og gefa þér tækifæri til að nýta hæfileika þína þa er heppnin með þér. Núna er tíminn til að stökkva í djúpu laugina. V Þú áttar þig fullkomlega á öllu en pass- aðu þig á að verða ekki of örugg/ur. ..v°g............................ (23. september-23. október) $ Símtöl og tölvupóstur hrúgast inn og þér finnst sem þú sért búin/n að fá nóg. Einbeittu þér að einu ( einu þar til minna verður um að vera. V Það erallt í lagi að haga sér stundum fífla- lega, sérstaklega f ástarlffinu. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Þjónusta við viðskipavininn er á dag- skránni í dag, á einn eða annan hátt. Reyndu að finna nýja leið til að gleðja þá sem á endanum borga reikningana þína. V Þú ert I aðstöðu til að gera ástvini þínum greiða sem gerir líf hans töluvert auðveldara. Gerðu það því það mun gleðja ykkur bæði. Hver veit nema þú eigir þá von á einhverju góðu. © Bogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Ekki búast við greiða frá vinnufélögum eða yfirmönnum. Það eru allir of uppteknir af sinni eigin vinnu til að aðstoða þig. Þú verður bara að treysta á sjálfa/n þig. V Það er I lagi að vera þrjósk/ur en það er ekki I lagi að neita algjörlega að endurskoða að- stöðu þina. Sérstaklega þegar þú veist að þetta skiptir maka þinn miklu. Hvernig væri að finna málamiðlun.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.